Auto eða Lock


Höfundur þráðar
ThOl
Innlegg: 71
Skráður: 14.feb 2010, 21:32
Fullt nafn: Þorgeir Ólafsson

Auto eða Lock

Postfrá ThOl » 27.feb 2010, 14:34

Ég hef nýlega fengið mér Nissan Patrol 1999. Framdrifið hefur af fyrri eiganda verið stillt á Lock og ég velti fyrir hvort það breyti nokkru nema að í stað þess að fríhjóla, eins og þegar stillt er á Auto, þá snúast drifsköftin með alltaf. Er þetta rétt hjá mér? Hvaða gagn er af því að hafa drifið stillt á Lock?



User avatar

arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: Auto eða Lock

Postfrá arni87 » 27.feb 2010, 14:54

Ég veit ekki hverju þetta breitir beint, en þegar ég vaar að skoða Patroll þá mælti einn Patroll eigandi mér á að hafa hann í lock á veturna og svo auto á sumrin.

Sel það ekki dýrara en ég keifti það.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Auto eða Lock

Postfrá Hagalín » 27.feb 2010, 15:05

Ef þú ert með á Lock þá snúast drifið og skaftið að framan með alltaf. Ef þú ert með á Auto þá fríhjólar hann á drifi og skafti
ef þú ert ekki með í fjórhjóladrifinu í millikassanum.

En ertu á breyttum bíl eða orginal?

Ég mundi hafa þetta í lock á veturnar og auto á sumrin í malbiksakstri. En ef þú ferð að ferðast á sumrin á hálendinu settu þá
strax í lock.

Þetta er allaveg það sem ég heirði þegar ég fór að spyrjast fyrir um þetta hjá mér.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Höfundur þráðar
ThOl
Innlegg: 71
Skráður: 14.feb 2010, 21:32
Fullt nafn: Þorgeir Ólafsson

Re: Auto eða Lock

Postfrá ThOl » 27.feb 2010, 16:41

Takk fyrir svörin. Bíllinn er breyttur fyrir 35". Ég rakst einhvern tíma á að menn töldu einfaldast að hafa alltaf á Lock því þessi mekanismi vildi bila. Hvað um það, ég held ég hreyfi þetta ekkert fyrr en í vor.
Þorgeir

User avatar

Alpinus
Innlegg: 221
Skráður: 01.feb 2010, 13:00
Fullt nafn: Hans Magnússon
Bíltegund: Lexus LX470

Re: Auto eða Lock

Postfrá Alpinus » 27.feb 2010, 18:44

Í fyrsta lagi þá eru þessar lokur ónýtt rusl. Þegar ég keypti minn Patrol 35" var mér ráðlagt að vera alltaf í lock þegar ég þyrfti 4wd. Ég gerði það alltaf og samt eyðilögðust lokurnar og ég er ekki í hardcore akstri. Best er að nota manual lokur og þá er þetta auto (sem aldrei virkar) úr sögunni. Gallinn er bara sá að engar almennilegar manual lokur eru til á þessu skeri, bara rándýrar AVM lokur sem þola illa breytta bíla enda framleiddar fyrir óbreytta bíla. Næstbesti kostur er að láta sjóða lokurnar sem þú ert með fastar í lock og þá þarftu aldrei að spá í þetta meir, en þá snýst allt með og bíllin verður örlítið leiðinlegri í akstri en þolanlegur samt. Ég ákvað að fá mér AVM fyrir rest (keypti í útl.) því mér finnst gott að geta látið hann fríhjóla að framan.

Þetta er bara mín reynsla!


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 32 gestir