Patrol ZD30 hruninn tímagír (og fleira)

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Patrol ZD30 hruninn tímagír (og fleira)

Postfrá ellisnorra » 12.jan 2017, 21:55

Sælir spjallarar.
Mig langaði að sýna ykkur hvað ég er að fást við núna. Það kann kannski örlítið að hljóma sem ég að tala þessa vél niður, ZD30, en það er nú kannski bara allt í lagi. Hún á það svona frekar mikið skilið.

Ég fékk verkefni, 2006 model af patrol, ekinn um 175þúsund km. Sá var úti á þjóðvegi og alltíeinu komu einhverjir skruðningar og eftir það snérist vélin ekki meir. Snérist þó þegar startað var, en þegar betur var að gáð þá var bara hálf vélin sem snérist.
Inn fór bíllinn, ventlalokið ofanaf og þá blasti þetta við. Báðir knastásar brotnir í þrennt. Stykki úr þeim báðum!
20170104_105401.jpg
Knastásar brotnir
20170104_105401.jpg (8.75 MiB) Viewed 13719 times


Við héldum að bolti sem hélt tímakeðjunni við knastásinn hefði losnað, hann var laus og skrúfaður úr með fingrunum. Þegar hann var kominn úr var hann mjög teygður, nánast slitinn, og læsipinninn sem heldur tannhjólinu við knastásinn á réttum stað var brotinn. Þá hafi hann farið yfir á tíma og stimplar barið á ventla sem hefðu brotið knastásana, beygt ventla og meira að segja brotið ventlastillistýringar og rústað heddinu í leiðinni.
20170104_105508.jpg
Tímatannhjól og teygður bolti
20170104_105508.jpg (6.11 MiB) Viewed 13719 times


Þetta héldum við að væri orsökin, þe að þessi tímakeðjutannhjólsbolti hafi losnað. Fengið var annað hedd með öllu úr bíl sem hafði gatað stimpil (ha hefur einhver heyrt um það?) Heddinu skellt á og allir glaðir. Þegar átti að fara að tíma inn sá ég brot inni í tímagírnum, maður sér reyndar mjög lítið þar niður, það er rétt hægt að ná tannhjólinu fyrir olíuverkið og meira sést lítið. Þegar betur var að gáð var kvarnað uppúr þeim tannhjólum sem sáust og það vantaði stórt stykki í eitt þeirra þegar maður gáði niður.
Á þessari mynd sést hversu lítið sést, ef þannig má segja. Ég var byrjaður að rífa lokið frá þarna, vatnsdælan komin frá.
20170110_161410.jpg
Framaná vél
20170110_161410.jpg (6.81 MiB) Viewed 13719 times


Það er ekkert æðislega auðvelt að ná þessu loki framanaf, þessari hlíf yfir tímagírnum. Svo lærir sem lifir. Ég losaði hana alla, náði henni slatta frá að ofan en bara rúman sentimeter að neðan.
20170110_161422.jpg
Næ lokinu ekki af
20170110_161422.jpg (6.56 MiB) Viewed 13719 times


Ég gúgglaði vandamálið. Þar sögðu menn að til að ná þessari hlíf af þyrfti að taka pönnuna undan og til að ná pönnunni undan þyrfti að taka gírkassann úr. Nei hugsaði ég, fjandinn, og fór að losa pönnuna neðanfrá. Subbuverk. En hún vildi ekki niður. Alveg kolföst að aftan. Úr með helvítis vélina!!!
Þegar hún var komin úr, flexplatan aftanaf (útlendingarnir sögðu gearbox, ég hugsaði, ókei, þetta er sjálfskipt, sjáum hvort það sé bull eða öðruvísi) og coverplatan af þá blöstu við þessir ógeðslegu þrír boltar
20170111_150709.jpg
3 ógeðslegir boltar
20170111_150709.jpg (6.53 MiB) Viewed 13719 times


Þegar pannan var komin undan þá náði ég tímagírshlífinni framanaf. Þá sá ég hvað var fyrir. Einhver aftöppun eða ventill af olíudælunni sem stingur sér ofaní pönnuna. Skil þetta ekki alveg, er samt sennilega gormur og bolti inní þessu sem pressure bypass á dælunni. Skiptir ekki öllu. Lítur svona út
20170111_151530.jpg
panna-lok
20170111_151530.jpg (5.71 MiB) Viewed 13719 times


Þá blasti líka meinið við. Hinir frægu olíudæluboltar losnuðu.
20170111_151848.jpg
Lausir olíudæluboltar
20170111_151848.jpg (6.98 MiB) Viewed 13719 times


Tímagír í köku
20170111_151917.jpg
Tímagír
20170111_151917.jpg (6.53 MiB) Viewed 13719 times


20170111_151934.jpg
Tímagír 2
20170111_151934.jpg (7.06 MiB) Viewed 13719 times


Lengra er ég ekki kominn í bili. En ljóst er að þetta eru ógeðslega margir hundraðþúsundkallar út af þessu.
Set þetta hérna inn, öðrum til fróðleiks og skemmtunar.
En það er ekkert grín að tékka á þessu hjá sér. Mótor úr og allt í spað. Æðislegt. Samt skárra en að mölva hálfa vélinni. Hvet menn til að hugsa útí þetta á sínum æðislegu patrolum :)

Góðar stundir.


http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Patrol ZD30 hruninn tímagír (og fleira)

Postfrá svarti sambo » 12.jan 2017, 22:14

Sæll Elli
jáhá, ég hef aldrei heyrt neitt gott um þessar vélar.
Kallar þetta ekki bara á eitthvert svapp.
Fer það á þrjóskunni


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Patrol ZD30 hruninn tímagír (og fleira)

Postfrá grimur » 13.jan 2017, 02:57

Held að Nissan gamli hafi reynt aðeins meira en hann gat í hönnun á þessari vél. Voðalega mikið í lagt og flókið, en áreiðanleikinn ekki með í partíinu...

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Patrol ZD30 hruninn tímagír (og fleira)

Postfrá jongud » 13.jan 2017, 08:22

Miðað við hvað þessar vélar eru klettþungar þá dreymir mann um að taka BT4 Cummins eða sambærilega vél frá Isuzu eða Mitsubishi og setja í Patrol.
Traktorsmótor í traktor...

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Patrol ZD30 hruninn tímagír (og fleira)

Postfrá Járni » 13.jan 2017, 12:41

Oj
Land Rover Defender 130 38"


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Patrol ZD30 hruninn tímagír (og fleira)

Postfrá biturk » 13.jan 2017, 17:18

Hahaha þetta er á pari við 3.0l isuzu ógeðslegt
head over to IKEA and assemble a sense of humor


bjarnik
Innlegg: 4
Skráður: 02.mar 2017, 20:58
Fullt nafn: Bjarni Kjartansson
Bíltegund: Patrol

Re: Patrol ZD30 hruninn tímagír (og fleira)

Postfrá bjarnik » 19.mar 2017, 20:24

Fann nokkuð athyglisverðan pistill á slóðinni http://www.chaz.yellowfoot.org/zd30_engine_problems.htm þar sem meginvandamálum í þessum vélum er lýst og hvað gera megi til að draga úr hættu á að vélarnar fari í spað. Þetta snýr víst mikið að samspili EGR og engine control unit kerfanna. Ýmislegt virðist hægt að gera, og ekki endilega flókið eða dýrt.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Patrol ZD30 hruninn tímagír (og fleira)

Postfrá ellisnorra » 19.mar 2017, 21:31

Já þetta er ágætis lesning þarna, fór vel í gegnum þetta þegar ég keypti minn patrol (fékk hann með brunninn stimpil). Aðal atriðið er að hafa afgashitamæli á krítískum vélum eins og þessari (og boost mæli helst líka) og aldrei að tjúna nema að hafa afgashitamæli og boost mæli. Og fyrst þessir mælar eru þá er líka fínt að fara eftir þeim! :)
En það er ekkert sem hægt er að gera til að fyrirbyggja tjón eins og lýst er í þessum þræði nema rífa vélina úr og talsvert í spað til að líma olíudæluboltana.
http://www.jeppafelgur.is/


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Patrol ZD30 hruninn tímagír (og fleira)

Postfrá grimur » 20.mar 2017, 04:14

Það dugar ekkert annað en líming á svona bolta, þeir ná ekki að teygjast neitt þar sem hausinn er svo stutt frá gengju í stykkinu sem þeir skrúfast í. Skylt vandamál þar sem svona samsetning var að slíta bolta (burðar stykki reyndar) hefur verið leyst með því að bora burt fyrstu 2 hringina á gengjunni. Þannig fæst smá leggur á boltann til að gefa eftir án þess að slitna. Það er örugglega samt ekki nóg í þessu tilfelli. Langaði bara til að benda á hönnunarkrísurnar sem fylgja undirsinkuðum boltum gjarna og vill gleymast, eins og berlega kemur í ljós þarna.
Kv
Grímur


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Patrol ZD30 hruninn tímagír (og fleira)

Postfrá grimur » 20.mar 2017, 04:19

Gæti verið snjallt að setja 12.9 bolta með innansexkant. Ekki utaf styrk bolta heldur til að ná límdum bolta úr seinna meir, hertur bolti skemmist síður í sexkants útfærslu. Mikið atriði að nota mæli við að herða, 10Nm hámark fyrir 6mm, 8Nm er líklega nær lagi í svona drullu ál. Man ekki hvað má fara langt með 5mm, 5Nm er líklega ekki fjarri lagi.


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir