Hvernig skal auka afl í 2,8 patrol


Höfundur þráðar
makker
Innlegg: 208
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Hvernig skal auka afl í 2,8 patrol

Postfrá makker » 06.feb 2016, 00:41

ég er með 2,8 patrol með 96árg af vél skilst mér og eins og vill hrjá þessar vélar er hún allveg grútmáttlaus. Það er búið að benda mér á nokkra hluti til að hressa uppá honum sem eru.

Loka ventlinum í soggrein
Setja túrbínu úr 2,7 terrano (Hún kemur inn á um 1500 snúningum)
Setja intercooler
skrúfa eithvað uppí olíuverkinu
Fleigja þessari rellu og fynna toyota hjarta

Það væri gamann að halda uppi þráð um aflaukningu í þessum vélum þar sem það er talsvert af þeim í umferð
Endilega ausið úr viskubrunni ykkar svo fáfróðari menn njóti góðs af.

Mbk JónUser avatar

jongud
Innlegg: 2230
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hvernig skal auka afl í 2,8 patrol

Postfrá jongud » 06.feb 2016, 11:33

change-engine.jpg
change-engine.jpg (20.49 KiB) Viewed 3875 times


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Hvernig skal auka afl í 2,8 patrol

Postfrá Izan » 06.feb 2016, 16:30

Sæll

Það allra fyrsta er að setja mæla til að fylgjast með heilsu vélarinnar. Það eru boostmælir og afgashitamælir. Ég myndi aldrei gera neitt nema hafa þessa tvo mæla.

Túrbínuþrýstingurinn má ekki fara yfir 14-15 psi og afgashitinn ekki yfir 700°C. Það er túrbínan sjálf sem þolir illa meiri þrýsting þannig að þú verður að mæla við túrbínuna ekki greinarmegin við millikælinn.

Þá er hægt að byrja á að auka túrbínuþrýsting. Ef það er bara vengjuleg Patrol túrbína er hægt að setja skinnur undir wastegate membruna eða setja gorm á wastegatearminn. Ég notaði farangursteygju, hún dugði í 3 ár. Það er líka hægt að setja nálarloka á slönguna í wastegate membruna sem hleypir framhjá henni inn á t.d lofthreinsara.

Þannig kælirðu afgasið og þegar þú ert kominn með ofgnótt af lofti inn á mótor er hægt að auka við olíuna. Minnir að maður snúi skrúfunni ca 5° eða svo þannig að hún er mjög naum. Muna bara afgashitann því hér ertu að hækka hann.

Ventillinn á soggreininni er yfirþrýstiventill og það þarf að fjarlægja hann og blinda.

Millikælir eru ódýr og góð hestöfl.

Terranó túrbína. Minni túrbína ætti að koma fyrr inn er spurningin er hvort þú lendir í að afgashúsið komi afgasinu ekki frá sér og þá virkar mótorinn ekki á hærri snúning. Ég hef ekki prófað þetta en það er eitthvað sem segir mér að þetta gæti verið vesenið við að nota þessa túrbínu.

Sverara púst, bráðnauðsynlegt ef þú æltar að skola meira lofti í gegnum mótorinn og skilar sér í heildinni akkúrat þar. Túrbínan kemur líka pínulítið fyrr inn. 3" opið púst hjálpar lóka þegar þú ferð í stærri mótor.

Skipta út fyrir Toyotu vél. NEI!!! Það skiptir enginn heilvita maður um vél til að setja haugamáttlausa japanzka dós ofaní, þá ferðu frekar í ameríska 6.5 TD, 5.9 cummins eða 6.6 duramax. En grínlaust er miklu skemmtilegra að kaupa ameríska varahluti heldur en þá japönsku.

Kv Jón Garðar


Höfundur þráðar
makker
Innlegg: 208
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: Hvernig skal auka afl í 2,8 patrol

Postfrá makker » 06.feb 2016, 18:02

Þakka fyrir gott svar en ég verð að vera ósamála þer með vélartillögurnar ég er að pæla í vél sem eiðir litlu og vinnur sæmilega og kostar ekki augun úr á sama tíma vélinn sem ég myndi velja væri 4.0 6 silendra turbo disel vélinn sem kom í 60 cruser það er vél sem er svipað rúm um sig og 2.8 og tiltörulega lítið mál að slaka henni ég hef setið í y61 patrol með þessari 4.0 litra vél og fannst sú samsetning heppnast mjög vel varðandi afl og eiðslu.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Hvernig skal auka afl í 2,8 patrol

Postfrá biturk » 06.feb 2016, 18:58

Það er ally betra með toyota, og það er mjög auðveld skipti að setja toyo turbo í patrol :)
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir