Síða 1 af 1

Miðstöð virkar ekki sem skildi í Y61 2010 árgerð

Posted: 21.nóv 2015, 12:18
frá hvati
Aloha brallarar!

Pabbi er með óbreyttan '10 Y61 Patrol en eins og fyrirsögnin segir þá er miðstöðin ekki að virka. Hún blæs en við fáum ekki heitt loft.

Gamli gúgglaði svo eitthvað í morgun sér til skelfingar, því Leó Emm — heitinn — skrifaði að þetta væri vísbending um að hedd væri að fara/farið.

Er einhver hérna sem getur ausið úr viskubrunni sínum og hjálpað okkur með þetta? Erum við að fara í major vélaviðgerðir eða er þetta eitthvað peanuts?

— Hvati

Re: Miðstöð virkar ekki sem skildi í Y61 2010 árgerð

Posted: 21.nóv 2015, 17:54
frá olei
Ef hedd fer og með tilheyrandi miðsvöðvarkulda þá ætti að vanta slurk af vatni á gripinn.

Re: Miðstöð virkar ekki sem skildi í Y61 2010 árgerð

Posted: 21.nóv 2015, 18:57
frá hvati
OK við skoðum það!

Re: Miðstöð virkar ekki sem skildi í Y61 2010 árgerð

Posted: 02.des 2015, 19:59
frá hvati
Tilvalið að láta vita að þetta er leyst.

Það sumsé vantaði bara kælivökva á bílinn. Það var tappað af honum restinni og fyllt á með brakandi ferskum vökva og viti menn — BOOM unaðslegur hiti inn í bíl! Hver þarf á Spánarferðum að halda þegar maður hefur ylinn af Patrol! Sennilega var bara loft á kerfinu.

Það er búið að athuga vélina og skoða hitt og þetta af fagmönnum. Ekkert að finna að honum — sem betur fer.

Re: Miðstöð virkar ekki sem skildi í Y61 2010 árgerð

Posted: 02.des 2015, 21:28
frá ellisnorra
Kíktiru undir bíl, nánar tiltekið beint undir farþegasætinu frammí, utan við grind. Þar fara miðstöðvarslöngur inn í bíl fyrir afturí miðstöðina og þar er ein hetta sem losað er uppá og látið leka aðeins út til að lofttæma afturímiðstöðina :)

Re: Miðstöð virkar ekki sem skildi í Y61 2010 árgerð

Posted: 03.des 2015, 21:28
frá hvati
Nei Ofur-Elli það gerði ég ekki — en ætla svo sannarlega að kíkja á það! :)

Takk fyrir þessa ábendingu!