Vélavandræði í patrol


Höfundur þráðar
Höfuðpaurinn
Innlegg: 104
Skráður: 15.nóv 2010, 16:56
Fullt nafn: Hjörtur Dungal

Vélavandræði í patrol

Postfrá Höfuðpaurinn » 08.aug 2015, 13:50

Er með patrol (Y60, 2.8) sem hætti bara allt í einu að ganga.
Ég skipti um hráolíusíuna og get komið honum í gang en þá reykir hann mikið og er mjög kraftlaus, gengur ekki hægaganginn og verður að halda honum á snúning svo hann haldist í gangi. Hvað er líklegast að sé að?




grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Vélavandræði í patrol

Postfrá grimur » 08.aug 2015, 15:19

Er hann ekki bara farinn eitthvað yfir á tíma?

Hljómar eins og olíuverk og/eða knastás séu ekki alveg í takt.


Höfundur þráðar
Höfuðpaurinn
Innlegg: 104
Skráður: 15.nóv 2010, 16:56
Fullt nafn: Hjörtur Dungal

Re: Vélavandræði í patrol

Postfrá Höfuðpaurinn » 10.aug 2015, 17:19

Áhugaverð pæling, eru ekki fleiri sem eru til í að segja sína skoðun á þessu? Sama hvort menn eru sammála Grím eður ei.

Þar sem ég hef hvorki aðstoðu né þekkingu til að rífa þetta í sundur til að skoða, þá liði mér betur ef fleiri væru búnir að tjá sig áður en ég borga mönnum fyrir að kíkja á tímareimina.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Vélavandræði í patrol

Postfrá svarti sambo » 10.aug 2015, 17:27

Ef reykurinn er hvítur, þá getur verið að hann sé farinn yfir á tíma, óþéttir spíssar eða stendur einn opinn og jafn vel búinn að gata stimpil, Vatnsblönduð hráolía ( farinn heddpakning ), eða rifinn á sílender. En þá er líka rok út um önunina. Það er ekkert eitt, sem skýrir t.d. hvítan reyk. Er hráolía í smurolíunni ?
Fer það á þrjóskunni


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir