Sælir. Ég er byrjandi í jeppafræðunum og langar að leita ráða hjá ykkur. Nýlega fékk ég mér Patrol 2007 og það var nýbúið að setja klossa undir gormana til að hækka hann örlítið. Ekkert annað var gert. Hann er núna á 33" dekkjum og 35" fara auðveldlega undir hann. Það er smá titringur sem ég finn fyrir í akstri og framdekkin slitin á köntunum. Mér var sagt að eftir svona upphækkun þyrfti að stilla framhjólin, er það rétt?
Ég er líka að spá í hvort þurfi að setja annan hjörulið á drifskaftið ef ég set 35" undir bílinn, en það er meðal þess sem Artic Trucks gera í minni 35" breytingunni. Svo langar mig að vita hverjir taka að sér að stilla hraðamælinn.
Hjólastilling eftir upphækkun
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Hjólastilling eftir upphækkun
millibilið á ekkert að breytast við upphækkunina á svona patról, hinsvegar gæti stýrið hafa skekkst aðeins því það þarf að lengja aðeins í togstönginni
hitt er svo annað mál að þegar þú ert kominn á þyngri og breiðari dekk gæti hann þurft að vera stilltur örlítið innskeifari því vegviðnámið togar hjólin sundur að framan á bíl sem er að öllu jafna afturhjóladrifinn, eins og patról t.d.
hitt er svo annað mál að þegar þú ert kominn á þyngri og breiðari dekk gæti hann þurft að vera stilltur örlítið innskeifari því vegviðnámið togar hjólin sundur að framan á bíl sem er að öllu jafna afturhjóladrifinn, eins og patról t.d.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: Hjólastilling eftir upphækkun
Sæll Sævar Örn og takk fyrir. Þá er það spurningin um tvöfaldan hjörulið, er það nauðsynlegt? Og getur einhver upplýst mig um hver getur stillt hraðamælinn, ég finn ekkert um það á vefnum nema hjá Artic Trucks en kannski get ég leitað til þeirra. Er það mikil aðgerð að stilla hraðamælinn?
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Hjólastilling eftir upphækkun
ef hallinn er þannig við mesta sundurslátt að mikill munur er á broti efri og neðri hjöruliðs, eða brotið einfaldlega of bratt þá þarftu tvöfaldan upp við kassa til að minnka brotið, ég veit ekki til þess að tvöfaldur kross geri neinn usla þo hann tæknilega þurfi ekki, þannig ef algengt er að settir séu tvöfaldir liðir þá myndi ég kýla á það
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: Hjólastilling eftir upphækkun
Takk fyrir, ég athuga þetta, geri reyndar ekki ráð fyrir torfæruakstri sem kallar á hámarks sundurslátt en þó veit maður aldrei!
-
- Innlegg: 147
- Skráður: 16.júl 2012, 09:13
- Fullt nafn: Einar Kristján Haraldsson
- Bíltegund: Patti
Re: Hjólastilling eftir upphækkun
aÞ var allir gangur á þessu ,eð tvöfalda linn. Það er alveg á mörkunum að sleopa. Betra að skipta en hengur í flestum tilfellum, getur heyrt aðeins í honum, .... mælt með skiptum.
Re: Hjólastilling eftir upphækkun
Takk fyrir þetta. Hvar fæ ég tvöfaldan hjörulið? Þarf að stytta drifskaftið eða er þetta bara spurning um að skipta út hjörulið?
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Hjólastilling eftir upphækkun
Prófaðu að hringja í stál og stansa, þeir gefa þér örugglega upp verð og upplýsingar vegna drifskaftsins.
Samrás ætti að geta séð um hraðamælinn.
Hjólastillingar á Hamarshöfða geta svo afgreitt hjólin, hvort sem þess þurfi sérstaklega eftir upphækkunina þá er ómögulegt að vera að slíta dekkjum. Er hann skráður á 35" núna? Spurning um hjólstöðuvottorð?
Samrás ætti að geta séð um hraðamælinn.
Hjólastillingar á Hamarshöfða geta svo afgreitt hjólin, hvort sem þess þurfi sérstaklega eftir upphækkunina þá er ómögulegt að vera að slíta dekkjum. Er hann skráður á 35" núna? Spurning um hjólstöðuvottorð?
Land Rover Defender 130 38"
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir