Síða 1 af 1
2.8l mótor snýst ekki
Posted: 15.jún 2015, 21:29
frá Sturla_E
Sælir, ég er með 2.8l patrol mótor sem er úr y60 patrol sem er keyrður um190.000 km og á að vera í góðu standi. En þegar ég set hann ofan í og prufa að starta þá bara rétt snýst hann og bara stoppar. Gæti verið að þar sem þetta er beinskiptur patrol að ég hafi sett kúlpinguna ekki beint á (þótt ég miðjustilti hana) og er að valda þvi að mótorinn snýst ekki?
Re: 2.8l mótor snýst ekki
Posted: 15.jún 2015, 21:47
frá ivar
Ekki hvarflað að þér að mótorinn sé ekki í góðu standi?
Kúplingin, þeas pressan og kasthjólið getur varla farið saman ómiðjustillt enda pinnar til. Ef gírkassinn kemst svo aftaná ætti að duga að kúpla sundur og saman einusinni þá er diskurinn væntanlega miðjaður.
Eru full 12V? Mikið spennufall þegar startað er. Geymir slappur?
Hvernig er mótorinn ef þú snýrtð honum með handafli á t.d. sveifarásnum?
Meira brutal aðferð væri að draga hann í gang. Þá snýst amk mótorinn nægilega hratt nema hann verði alveg pikk-fastur.
Re: 2.8l mótor snýst ekki
Posted: 16.jún 2015, 11:17
frá jeepcj7
Er ekki eiginlega öruggt að það er vatn/vökvi ofan á stimpli líklega best að taka glóðarkerti úr og prófa að törna mótornum svo.
Re: 2.8l mótor snýst ekki
Posted: 16.jún 2015, 12:04
frá Járni
Þú skalt fullvissa þig um að það sé óhætt að draga í gang áður en þú reynir það, ef eitthvað er að þá fer allt í spað.
Í raun skaltu vera fullviss um að allt sé í lagi áður en þú reynir að starta meira. Skoða hvort hún sé rétt á tíma og handsnúa.