Stærra púst í 3.0L Patrol?


Höfundur þráðar
mdo
Innlegg: 3
Skráður: 05.mar 2015, 17:35
Fullt nafn: Otti Rafn Sigmarsson

Stærra púst í 3.0L Patrol?

Postfrá mdo » 03.apr 2015, 09:10

Góðan daginn og gleðilega páska,

Núna er staðan þannig að ég þarf að skipta um púst í óbreyttum 3.0L Patrol árgerð 2005. Bíllinn fer á 44" áður en langt um líður þannig að nýtt púst þarf að vera í samræmi við það. Hvernig hafa menn gert þetta í öllum þessum ferðaþjónustubílum td.? Er 3" alla leið? og eru menn þá með kút eða hvað kemur eiginlega best út?

Einnig langaði mig að forvitnast hvort að menn hafi verið að skipta um vatnskassa í þessum 3.0L bílum og setja stærri kassa í?

Með fyrirfram þökk.



User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Stærra púst í 3.0L Patrol?

Postfrá jongud » 03.apr 2015, 09:56

Það var einhver pakki í gangi til að bæta úr veseninu með (allavega eldri) 3ja lítra vélarnar. Mig minnir að það hafi verið stærri vatnskassi og stærri olíupanna.


haflidason
Innlegg: 133
Skráður: 10.apr 2012, 11:08
Fullt nafn: ólafur hafliðason
Bíltegund: 7,3Nalli&ZF6

Re: Stærra púst í 3.0L Patrol?

Postfrá haflidason » 03.apr 2015, 11:01

svo er enn stærri og betri pakki að henda 3,0l vélinni úr og setja 5,9cummings eða annað sambærilegt í staðinn.


Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: Stærra púst í 3.0L Patrol?

Postfrá Árni Braga » 03.apr 2015, 15:05

Ekki falla í þá grifju að setja 5.9 í bílinn. gerðu allt annað en það.
þetta er patrol. ekki Dodge.
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Stærra púst í 3.0L Patrol?

Postfrá biturk » 03.apr 2015, 15:39

Ef menn ætla í vélaskipti ættu þeir að skipta út grútarbrennara og setja eitthvað sem brennir alvötu eldsneiti

En að öllu gamni sleppt myndi ég fara í 3" púst og kút til að drepa hávaða
head over to IKEA and assemble a sense of humor


haflidason
Innlegg: 133
Skráður: 10.apr 2012, 11:08
Fullt nafn: ólafur hafliðason
Bíltegund: 7,3Nalli&ZF6

Re: Stærra púst í 3.0L Patrol?

Postfrá haflidason » 03.apr 2015, 15:57

af hverju ekki cummins? þeir sem ég þekki eru ánægðir með útkomuna.................


Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: Stærra púst í 3.0L Patrol?

Postfrá Árni Braga » 03.apr 2015, 16:00

ég myndi setja eitthvað v8 bensín. held að þetta 5.9 sé einhver bóla sem á eftir að koma
mönnum um koll seinna meir það er mín skoðun og þarf ekki að speigla skoðun annara.
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is


haflidason
Innlegg: 133
Skráður: 10.apr 2012, 11:08
Fullt nafn: ólafur hafliðason
Bíltegund: 7,3Nalli&ZF6

Re: Stærra púst í 3.0L Patrol?

Postfrá haflidason » 03.apr 2015, 16:21

já en hvað er það við 5,9 cummins sem þér líst ekki á? ég er svolítið forvitinn ;)

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Stærra púst í 3.0L Patrol?

Postfrá jeepcj7 » 03.apr 2015, 20:00

5.9 er bara akkeri þú bætir 300 +kg á framendann ef cummins er málið þá er ram með svoleiðis vél og kram í stíl.
Patrol er nógu tæpur með þyngd fyrir. ;O)
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

sigurdurk
Innlegg: 240
Skráður: 14.apr 2011, 19:11
Fullt nafn: Sigurður Kári Samúelsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser
Staðsetning: Reyðarfjörður/Akureyri

Re: Stærra púst í 3.0L Patrol?

Postfrá sigurdurk » 04.apr 2015, 08:40

Erum með 3.0 patta með 3" opið alla leið og enga kúta, það heyrist ekkert óeðlilega hátt í honum
Toyota Landcruiser HJ61 '89 44"[SKÁRRI]
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"


kælir
Innlegg: 2
Skráður: 17.jan 2012, 21:58
Fullt nafn: Hafliði Sævaldsson

Re: Stærra púst í 3.0L Patrol?

Postfrá kælir » 11.apr 2015, 20:45

Settu 3 tommu púst alla leið upp að túrbínuflangsinum og opin kút á leiðinni.Ég setti minn Patta á 44 tommu í haust og setti þá líka kælingu(blástur)á millikælinn(stjórna kælingunni á lofthitanum inn á vélina), rafmagnsrofa á ac blásarann framan á vatnskassan og það er alls engin þörf á stærri vatnskassa. Vélarhitinn er flottur og nægt rými eftir á kassanum og farðu svo að drífa vagninn á 44 tommuna.
Ég nota svo líka bínuna til að dæla í dekkin og dæla olíunni af aukatanki og á aðaltank, ekkert frostvesen í rafdælum og svoleiðis.


jakobr
Innlegg: 17
Skráður: 03.nóv 2010, 22:32
Fullt nafn: Guðlaugur Jakob Ragnarsson

Re: Stærra púst í 3.0L Patrol?

Postfrá jakobr » 12.apr 2015, 11:29

Hafa menn verið að setja tölvu kubb í comon rail vélina og hvernig kemur það út ef einhver hefur próað er með 2006 bíl
sem mig langar að breyta í 44"


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 5 gestir