Síða 1 af 1

terrano öxulhosurugl

Posted: 29.mar 2015, 03:58
frá elfar94
félagi minn keypti sér terrano um daginn og það eru farnar hjá honum öxulhosur, það virðist hvergi vera hægt að fá réttar hosur á þetta hjá honum og öxlarnir í tómu rugli við samsetningu, náum aldrei að draga þá nógu langt út úr nafinu til að setja skífurnar á og splitta öxulin, hvað erum við að gera vitlaust og hvar hafa menn verið að versla hosur í þetta sem passa? og eru hosurnar eitthvað mismunandi á milli árgerða eða hvað?
kanski réttast að taka fram að um er að ræða 99 terrano ii 2.7 dísel sjálfskiptan.

Re: terrano öxulhosurugl

Posted: 29.mar 2015, 11:05
frá svarti sambo
Ég fékk réttar innri hosur hjá stillingu um daginn. Ég losaði nafið bara úr. losar efri spindilinn ( 3 eða 4 skrúfur ) og neðri spindilinn ( 4 skrúfur ) og losar bremsudæluna af. og losar svo flangsinn að innanverðu, ef þú ert að skifta um innri hosuna. og aftengir abs skynjarann í plögginu. Minnir að þú verðir alltaf að losa efri og neðri spindilinn, sama hvora hosuna þú ert að skifta um. Bílanaust er ekki með réttar hosur skráðar. Lenti í tómu veseni þegar ég verslaði ytri hosurnar hjá þeim. Eigið að geta flett þessu upp á vefnum hjá stillingu.

Re: terrano öxulhosurugl

Posted: 29.mar 2015, 14:12
frá elfar94
ok, ytri hosurnar eru farnar, en takk fyrir þetta.

Re: terrano öxulhosurugl

Posted: 29.mar 2015, 20:55
frá solemio
Eg gerði þetta i síðustu viku.þarft ekki að losa neitt annað en flangsinn(6boltar) og efri spindilinn jú og neðri dempari festingu.hef aldrei a ævinni verið fljótari að skipta um baðar hosurnar i nokkrum bil

Re: terrano öxulhosurugl

Posted: 29.mar 2015, 20:56
frá solemio
Ja og hosurnar ur stillingu

Re: terrano öxulhosurugl

Posted: 30.mar 2015, 19:00
frá ellisnorra
Það eru til tvær stærðir, man ekki alveg hvaða stærðir það voru en þetta er eitthvað mismunandi milli bíla og virðist ekki vera nóg að gefa upp skráningarnúmer. Ég komst að því að þetta væri svona mismunandi og mældi það bara nákvæmlega áður en ég keypti. Fékk vitlausar við afgreiðsluborðið en hafði vitið og fékk hina gerðina.