Blikkandi glóðakertis ljós í mælaborði.
Posted: 22.feb 2015, 11:19
Sælir félagar.
Nú er Patrolinn aðeins að stríða mér, búinn að vera aðeins erfiður i gang en tengi ég það nú aðalega við það að geymirinn er ekki mjög góður. En núna er hann farinn að blikka ljósinu í mælaborðinu fyrir glóðakertin. Gerir það ekki alltaf en búið að koma 3-4 eftir að hann hefur farið í gang, ljósið kemur eðlilega þegar svissað er á og virðist hita kertin, svo fer hann í gang og þá byrjar hann stundum að blikka ljósinu, stundum í nokkrar sek og stundum þangað til ég drep á honum aftur. Og stundum eftir að ljósið byrjar að blikka og ég drep á og set aftur í gang þá kemur það ekki. Hafið þið lent í einhverju svipuðu eða getið bent mér á hverju ég á að leita að? er þetta rafmagnið að kertum, kertin sjálf, eða tölvan?
Nú er Patrolinn aðeins að stríða mér, búinn að vera aðeins erfiður i gang en tengi ég það nú aðalega við það að geymirinn er ekki mjög góður. En núna er hann farinn að blikka ljósinu í mælaborðinu fyrir glóðakertin. Gerir það ekki alltaf en búið að koma 3-4 eftir að hann hefur farið í gang, ljósið kemur eðlilega þegar svissað er á og virðist hita kertin, svo fer hann í gang og þá byrjar hann stundum að blikka ljósinu, stundum í nokkrar sek og stundum þangað til ég drep á honum aftur. Og stundum eftir að ljósið byrjar að blikka og ég drep á og set aftur í gang þá kemur það ekki. Hafið þið lent í einhverju svipuðu eða getið bent mér á hverju ég á að leita að? er þetta rafmagnið að kertum, kertin sjálf, eða tölvan?