Blikkandi glóðakertis ljós í mælaborði.

User avatar

Höfundur þráðar
RunarG
Innlegg: 194
Skráður: 24.sep 2010, 08:55
Fullt nafn: Rúnar Þór Gestsson

Blikkandi glóðakertis ljós í mælaborði.

Postfrá RunarG » 22.feb 2015, 11:19

Sælir félagar.
Nú er Patrolinn aðeins að stríða mér, búinn að vera aðeins erfiður i gang en tengi ég það nú aðalega við það að geymirinn er ekki mjög góður. En núna er hann farinn að blikka ljósinu í mælaborðinu fyrir glóðakertin. Gerir það ekki alltaf en búið að koma 3-4 eftir að hann hefur farið í gang, ljósið kemur eðlilega þegar svissað er á og virðist hita kertin, svo fer hann í gang og þá byrjar hann stundum að blikka ljósinu, stundum í nokkrar sek og stundum þangað til ég drep á honum aftur. Og stundum eftir að ljósið byrjar að blikka og ég drep á og set aftur í gang þá kemur það ekki. Hafið þið lent í einhverju svipuðu eða getið bent mér á hverju ég á að leita að? er þetta rafmagnið að kertum, kertin sjálf, eða tölvan?


Nissan Patrol 44" fulllæstur með lógír og öllu draslinu

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Blikkandi glóðakertis ljós í mælaborði.

Postfrá svarti sambo » 22.feb 2015, 13:33

Hef verið að lenda í svipuðu dæmi með starex sem ég á, en þá fara kertin ekki á og þetta er bara svona random, þannig að það er hund leiðinlegt að reyna að finna út úr þessu. Hef ekki haft tíma til að finna út úr þessu, en er þetta ekki að gerast hjá þér í miklu frosti og kertin haldast á eftir að bílinn er kominn í gang. gæti verið skynjarinn fyrir kertin. Eða hitaskynjarinn sjálfur, ef hann er tvívirkur. Læt minn bara fá smá eter, þegar að hann gerir þetta, þar sem að ég veit ekki ennþá hvort að þetta er sambandsleysi eða skynjari.
Fer það á þrjóskunni


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 15 gestir