hvað er túrbína úr 2.8l patta að blása ?

User avatar

Höfundur þráðar
LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

hvað er túrbína úr 2.8l patta að blása ?

Postfrá LFS » 26.des 2010, 20:05

veit einhver hvað túrbina úr 2.8l patrol á að blása ? eg setti boost mælir i bilinn hja mer og hann synir að bínan se að blasa 0.7bör er það eitthvað sem gæti talist vera normal ?


1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: hvað er túrbína úr 2.8l patta að blása ?

Postfrá jeepson » 26.des 2010, 20:20

Hvað er 0.7bör í pundum?? Mér er sagt að rs skodinn minn sé að blása rúm 10pund. mælirinn sýnir 0.6 eða 0.7 bör. Einhverstaðar heyrði ég að bínan í 2,8 væri að blása 12 pund. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: hvað er túrbína úr 2.8l patta að blása ?

Postfrá LFS » 26.des 2010, 20:30

eg held að það sé rúm 10pund ! er eitthvað sem þarf að varast þegar að maður setur boost mælir !
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: hvað er túrbína úr 2.8l patta að blása ?

Postfrá hobo » 26.des 2010, 20:36

já 0,7 bör eru rúm 10 PSI og 12 PSI eru 0,83 bör


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: hvað er túrbína úr 2.8l patta að blása ?

Postfrá Izan » 26.des 2010, 21:29

Sælir

Þegar ég setti bústmæli í pattann minn tengdi ég hann við litlu slöngurnar sem stjórna wastegate lokanum. Þar fékk ég um 6 pund á jeppann alveg óbreyttan með original púst o.s.frv. Það sem þú þarft að velta fyrir þér er hvaða þrýsting þú ætlar að mæla s.s. þann sem túrbínan er að búa til fyrir eða það sem mótorinn er að fá að soggreininni. Það er alltaf svolítill þrýstimunur, kannski hverfandi ef enginn intercooler er en ef hann er til staðar og með löngum lögnum er það farið að telja.

Þá er spurning hvort þú viljir vita vinnuþrýstinginn á túrbínunni eða þrýstinginn sem þú færð inn á vél.

Málið er....

Þær upplýsingar sem ég fékk var að túrbínan í Patrol þolir mun minni mótþrýsiting heldur en vinnuþrýsting inn á mótor, sem þýðir í mínum huga að þú þarft að vita á hvaða þrýstingi túrbínan er að vinna til að vernda hana. Hún þolir ekki hærri þrýsting til frambúðar en 14 pund en mótorinn þolir miklu meira.

Þessar upplýsingar lágu fyrir hjá mér þegar ég fór í þessa aðgerð hjá mér og eftir á að hyggja hefði ég ekki trúað því að ég stillti túrbínuna á 15 pund (og þá laumast hún í 16 þegar mest gengur á) og olíuna þannig að hann reykti svipað og hann gerði áður. Afgashitinn má ekki fara yfir 700°C en ef ég þurfti á aflinu að halda hélt ég honum iðulega í 750°C (veit ekki af hverju).

Svona uppsettan patrol með 3" púst var alveg bærilega kraftmikill. Ég var að þeysa á honum með snjósleðakerru upp Fjarðarheiðina á svipuðum hraða og aðrir og hann var alveg ljómandi skemmtilegur.

Á innan við ári fór túrbínan þannig að húsið brotnaði. Það er ekki þannig sem yfirþrýstingu eyðileggur túrbínur og ég fékk aðra. Ári seinna fór mótorinn á stangarlegu sem tengist hvorki loftþrýstingi né mikilli olíu beint. Ég skoðaði heddið mjög gaumgæfilega en fann hvergi nein yfirhitamerki en það segir svosum ekki nema hálfa söguna.

Ég myndi ráðleggja þeim sem ætlar að feta svipaða leið að setja bústmæli til að passa túrbínuna og afgashitamælir til að passa heddið og stimplana OG skipta um höfuð og stangarlegur um svipað leyti. Þær eru frekar ódýrar og það þarf bara að kippa olíupönnunni undan til að gera þetta en það að auka þrýstinginn á túrbínunni eykst álagið á þessar legur verulega og ef þær eru orðnar daprar fara þær í dellu á skömmum tíma.

Kv Jón Garðar

P.s. í dag sé ég ekkert eftir vélinni því að 6,2 lítra V8 chevy vélin bætir hestöflunum við sem sannlega vantaði í patrolmótorinn og hvorki olíuverkið né túrbínan gat afhent.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: hvað er túrbína úr 2.8l patta að blása ?

Postfrá AgnarBen » 26.des 2010, 21:57

Einn af gömlu Pöttunum mínum sem ég keyrði í 2 ár 40-50 þús km á 38" blés 13-14 pundum inn á túrbínu (var með cooler og 3" púst) og þoldi hann þetta í þann tíma sem ég átti hann (það var ekki verið að hlífa þeim bíl neitt). Reyndar var nýbúið að taka kjallarann upp í honum minnir mig þannig að stangarlegur voru nýjar. Var bara nokkuð sáttur við vinnsluna á þeim mótor.

kveðja
Agnar
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: hvað er túrbína úr 2.8l patta að blása ?

Postfrá jeepson » 26.des 2010, 22:03

Bíddu. Það skiptir semsagt máli hvar maður tengir slönguna fyrir boost mælirinn? Eru til einhverja teikningar sem sýna hvar maður tengir þetta á patrol. Boost mælirinn hjá mér virðist vera alveg steindauður. Ég var einmitt að pæla í að fá mér nýjann mælir. En þá er auðvitað spurningin um hvort að mælirinn sé rétt tengdur hjá mér.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: hvað er túrbína úr 2.8l patta að blása ?

Postfrá hobo » 26.des 2010, 22:09

Þar sem spyrjandinn er bara að spyrja um eðlilegan þrýsting frá túrbínunni, þá veit ég ekki svarið.
Bara ekki vera að hækka þrýstinginn, þá færðu bara vandamál. Það er bara mín skoðun.
Síðast breytt af hobo þann 26.des 2010, 22:22, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: hvað er túrbína úr 2.8l patta að blása ?

Postfrá jeepson » 26.des 2010, 22:19

Ég veit allavega hvernig ég fæ bínuna hjá mér til að blása um 18pund að mig minnir frekar en 16 pund. En ég hafði nú allavega hugsað mér að dollan ætti að endast eitthvað þannig að ég ætla ekki að nota spari blásturinn.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: hvað er túrbína úr 2.8l patta að blása ?

Postfrá LFS » 26.des 2010, 23:06

hvernig geturðu stillt hvað bínan blæs ?
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: hvað er túrbína úr 2.8l patta að blása ?

Postfrá Izan » 27.des 2010, 00:44

jeepson wrote:Boost mælirinn hjá mér virðist vera alveg steindauður


Hvar ertu með hann tengdann?

hobo wrote:Bara ekki vera að hækka þrýstinginn, þá færðu bara vandamál. Það er bara mín skoðun


Engin þrýstingur=enginn kraftur. Alltaf fer um mann svona aulahrollur við að tala um kraft og Patrol á sama tíma.

49cm wrote:hvernig geturðu stillt hvað bínan blæs


Ég setti skinnu undir Wastegatelokamembruhúsið og af því að það dugði ekki setti ég teygju á lokann sjálfann og strekkti fram í grill. Átti bara að vera til prufu en var svona í tæp 2 ár. Gormur gerir sama gagn eða framhjáhleypiloki tengdur við grönnu slönguna til að létta vaccumið á lokanum sjálfum. með honum er hægt að stilla þrýstinginn svolítið nákvæmara en með gormi.

Kv Jón Garðar

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: hvað er túrbína úr 2.8l patta að blása ?

Postfrá jeepson » 27.des 2010, 00:53

Ég er neflilega ekki viss hvar hann er tengdur. Það er stutt síðan að ég keypti bílinn. Sá sem seldi mér hann sagði að það hefði verið annar mælir í honum. en sá mælir hafi bilað. Þessi sem er í núna hafi víst aldrei sýnt það sama og hinn. Ég ætla að kaupa nýjann mælir og sjá hvað gerist.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: hvað er túrbína úr 2.8l patta að blása ?

Postfrá Freyr » 27.des 2010, 02:42

1 bar = 14,7 psi

Orginal í '95 patta sem ég átti blés hún 9 - 10 psi. Ég aftengdi wastegate ventilinn og þá blés hún tæp 20 psi en vældi svakalega, eins og það væri verið að nauðga ketti í húddinu. Tengdi ventilinn aftur en setti skinnur undir membruna til að auka pressuna á hana þar til hún blés tæp 15 psi. Hafði hann svoleiðis án vændræða í þetta u.þ.b. ár sem leið þar til ég seldi hann.

Freyr

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: hvað er túrbína úr 2.8l patta að blása ?

Postfrá hobo » 27.des 2010, 08:46

Izan wrote:
hobo wrote:Bara ekki vera að hækka þrýstinginn, þá færðu bara vandamál. Það er bara mín skoðun


Engin þrýstingur=enginn kraftur. Alltaf fer um mann svona aulahrollur við að tala um kraft og Patrol á sama tíma.


Tja, ég var allavega ekki að tala um patrol og kraft heldur um túrbínur yfir höfuð.


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 6 gestir