nissan terrano vesen


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

nissan terrano vesen

Postfrá magnusv » 13.nóv 2014, 00:20

sælir piltar þannig er mál með vexti að ég var að eignast terrano 2 í eitthverju skiptibraski og þegar ég fer að skoða hann þa er mer sagt að startarinn sé lélegur, allt í lagi með það ég vissi að því en molinn er dreginn í gang og ekkert vandamál að koma honum í gang en um leið og ég stíg inngjöfina niður þá gerist ekkert

ég lét bílinn ganga í þónokkurn tíma öruglega 30-40 mínutur og hann var orðinn heitur og góður en samt vildi ekkert gerast nema ég náði honum uppí ca 2000 snúninga í hlutlausum en ég ætlaði að reyna að keyra hann þá lullaði hann bara í hægagangi og vildi ekkert meir.. hann semsagt tekur ekkert við sér í gír

ég tók líka eftir því að það var kítti kringum pólana á rafgeymunum mig grunaði að startarinn væri að haga sér svona vegna þess að hann fengi ekki nóg straum þannig ég þreif þetta allt henti nýjum geymum í en samt startar hann alltaf bara eins og hann sé að verða rafmagnslaus.. og einnig hitna rafgeyma vírarnir óvenjulega mikið.. (man ómögulega hvað þeir heita)

er þetta tengt olíu verkinu að hann sé ekki að fá næga olíu??

bíllinn varð keyrður þangað sem ég fór að skoða hann 2-3 vikum áður og þá var allt í gúddí nema startarinn

hvað ætli sé að þessu?



User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: nissan terrano vesen

Postfrá svarti sambo » 13.nóv 2014, 03:02

Úr því að hann bætir aðeins við sig, við inngjöf. Þá myndi ég veðja á stíflaða loftsíu eða loftflæðiskynjarinn ónýtur. Það er að segja ef hann gengur hægaganginn eðlilega. Gæti svo sem verið hálf stífluð eldsneytissía líka. Kaplarnir geta hitnað t.d. vegna lélegs sambands eða útleyðsla í startara. Ef þeir hitna bara í ræsingu.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: nissan terrano vesen

Postfrá Sævar Örn » 13.nóv 2014, 08:07

þessir bílar eru flestir eða allir með rafmagnsinngjöf, hún hefur líka verið til vandræða og lýsir sér eins og þetta hjá þér

profaðu að tala við Bílapartar og Þjónusta í hafnarfirði hann gæti kannski lánað þér petala tiul að prófa hvort inngjöfin lifni við



þetta með að vírarnir að startara hitni gæti mögulega verið ónýt jörð milli startara og geymis, en líklegra er að startarinn sé bara brunninn yfir og taki því allt of mikinn straum, þetta gætirðu prófað með því að setja sveran kapal milli mínuspóls og vélar, t.d. með startköplum, ef hann rokstartar þá, þá veistu að jarðsambandið er í sundur
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Steini H
Innlegg: 105
Skráður: 23.nóv 2012, 08:35
Fullt nafn: Þorsteinn Hafþórsson

Re: nissan terrano vesen

Postfrá Steini H » 13.nóv 2014, 12:45

Sælir ég er með ekki ósvipað vandamál eftir að túrbína fór hjá mér og svo skipt um.þá vill hann ekki ganga hægagang drepur bara á sér einsog hann hafi kafnað en síðan gefur hann stundum allt í botn.
vísar þetta á loftflæðiskynjarann ?


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: nissan terrano vesen

Postfrá magnusv » 13.nóv 2014, 14:49

eg er búinn að prófa að opna fyrir loftsíuna og enginn munur, loftsían var engu að síður grútskítug og ógeðsleg. er í lagi að þrífa þessa loftflæðiskynjara?

User avatar

Grásleppa
Innlegg: 164
Skráður: 08.des 2011, 21:05
Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: nissan terrano vesen

Postfrá Grásleppa » 13.nóv 2014, 17:42

Ég lenti í svipuðu með ganginn á mínum Terrano 2 um daginn, skipti um loftsíu, ekkert breyttist, skipti um hráolíusíu og bíllinn eins og nýr!

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: nissan terrano vesen

Postfrá ellisnorra » 13.nóv 2014, 19:12

Ég á uppí hillu nýjan loftflæðiskynjara fyrir zexel olíuverk, ef einhvern vantar.
http://www.jeppafelgur.is/


Steini H
Innlegg: 105
Skráður: 23.nóv 2012, 08:35
Fullt nafn: Þorsteinn Hafþórsson

Re: nissan terrano vesen

Postfrá Steini H » 13.nóv 2014, 19:21

Kemst að því á morgun hvað gæti mögulega verið að hrjá hann. Fer í tölvu og verður lesið úr því skal spyrja í leiðini ef þetta er loftflæðiskynjarinn hvaða kerfi ég sé með.
Hvaða verð ertu með í huga Elmar ?

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: nissan terrano vesen

Postfrá ellisnorra » 13.nóv 2014, 20:11

Hann kostaði nýr 22 þúsund, fékk hann á ebay, ekki original, minnir að original hafi kostarð 90 þúsund í umboðinu, eða hvort það var ekki original. Ég notaði hann í ca 5km og komst að því að það var ekki hann sem var að, setti því gamla aftur í og fann bilunina seinna, þessi fór því uppí hillu, nánast ónotaður.
Fæst á 15 þúsund.
http://www.jeppafelgur.is/


Steini H
Innlegg: 105
Skráður: 23.nóv 2012, 08:35
Fullt nafn: Þorsteinn Hafþórsson

Re: nissan terrano vesen

Postfrá Steini H » 14.nóv 2014, 22:44

Gott að vita af honum ef þetta er hann og ef ég er með sama kerfi


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: nissan terrano vesen

Postfrá magnusv » 14.nóv 2014, 22:45

jæja startarinn er kominn úr, og núna er það bara pælingin hvort er ódýrara að taka þennan upp? eða kaupa notaðann.. vantar startara í svona dót!


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: nissan terrano vesen

Postfrá biturk » 15.nóv 2014, 01:06

fyrsta vers er að lesa bílinn, hann segir þér hvað er að sérí grófum dráttum
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: nissan terrano vesen

Postfrá magnusv » 18.nóv 2014, 22:04

jæja kominn með nýrri startara og nýjan loftflæðiskynjara og núna er þetta byrjað að mala eins og kettlingur!


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir