Túrbína í 99 árg Patrol 2,8
Posted: 14.des 2010, 00:55
Jæja þá er patrol slappur. Það lýsir sér þannig að bíllinn er kraftlaus og töluvert blísturs hljóð. Vorum að skoða þetta í dag og ofan á túrbínunni er svona smá járnpungur sem kemur grönn slanga úr öðrum endanum og armur úr hinum endanum,við settum bílinn í gang og þöndum hann vel en aldrei haggaðist þessi armur,ég fór með hendina þarna niður og reyndi að hreyfa en það var ekki séns(að vísu ekki þægilegt að komast að).Síðan fórum við í hiluxinn hjá mér og viti menn,við ákveðinn snúning á mótornum þá spýttist armurinn á þeirri bínu út og lítið mál að hreyfa með hendinni. Við erum búnir líka að fara yfir allar hosuklemmur og skoða hosurnar sjálfar og það virðist vera í lagi,veit reyndar að ekki þarf stórt gat til að allt sé í steik. Er séns að það sé einfaldlega stífla í þessari grönnu slöngu sem kemur úr pungnum?Er þessi pungur ekki einhver vakúm stjórnun? Endilega koma með einhver ráð og fróðleik um þetta ,væri alveg yndislegt að sleppa við að rífa bínuna úr,lítur ekki út fyrir að vera skemmtilegt lyftulaus:)