Hver gerir upp Patrol bíla?
Posted: 16.okt 2014, 21:36
Sælir
Ég er með Patrol árg. 1999 með 2,8l vélinni. Hann er keyrður um 220 þús.km. og vélin virðist vera í góðu lagi, gírkassinn hefur verið tekinn upp, skipt um kúplingu, drif og annað sem snýst í lagi. En hann er farin að ryðga all verulega, þó er grindin skilst mér heil. Hvað á maður að gera við slíkan grip? Hann er ekki vænleg söluvara en mér datt í hug hvort einhver sem gerir upp svona bíla og ætti bíl á svipuðum aldri sem ekki er að hrynja í sundur af ryði, væri til í að skipta með hæfilegri milligjöf. Annar kostur er að verða sér út um bíl með ónýta vél en gott body og færa vélina á milli. Þriðji kosturinn er að kosta nokkur hundruð þúsund í ryðviðgerðir en mér sýnist hér sé um að ræða a.m.k. tveggja vikna vinnu og þá miðað við að ég máli sjálfur. Hvað segið þið, hvaða kostur er skynsamlegastur?
Kv, Þorgeir
Ég er með Patrol árg. 1999 með 2,8l vélinni. Hann er keyrður um 220 þús.km. og vélin virðist vera í góðu lagi, gírkassinn hefur verið tekinn upp, skipt um kúplingu, drif og annað sem snýst í lagi. En hann er farin að ryðga all verulega, þó er grindin skilst mér heil. Hvað á maður að gera við slíkan grip? Hann er ekki vænleg söluvara en mér datt í hug hvort einhver sem gerir upp svona bíla og ætti bíl á svipuðum aldri sem ekki er að hrynja í sundur af ryði, væri til í að skipta með hæfilegri milligjöf. Annar kostur er að verða sér út um bíl með ónýta vél en gott body og færa vélina á milli. Þriðji kosturinn er að kosta nokkur hundruð þúsund í ryðviðgerðir en mér sýnist hér sé um að ræða a.m.k. tveggja vikna vinnu og þá miðað við að ég máli sjálfur. Hvað segið þið, hvaða kostur er skynsamlegastur?
Kv, Þorgeir