Síða 1 af 1

nissan patrol y61 Bremsu vandamál

Posted: 17.sep 2014, 22:48
frá oddur11
sælir.
ég er að gera upp 1998 nissan patrol y61, vandamálið nú er að ég fæ ekki bremsurnar til að virka rétt.
búin að lofttæma ótal sinnum og ekkert breitist, þær eru voða stífar þegar það er slökkt á bílnum en um leið og hann er setur í gang þá sígur petalinn niður í gólf, ef ég pumpa oft fæ ég hann aftur upp en sígur stax og ég set þrysting á petalinn.
búin að skipta um höfðuðdælu og ekkert breitist.

hvað gæti verið vandamálið?

Re: nissan patrol y61 Bremsu vandamál

Posted: 17.sep 2014, 23:22
frá sigurdurk
Lofttæmdir þú ekki örugglega bremsujafnarann fyrir ofan afturhásinguna? á honum er loftnippill sem á það til að gleymast :)

Re: nissan patrol y61 Bremsu vandamál

Posted: 18.sep 2014, 00:26
frá oddur11
Juú eg passaði mig á að gleyma honum alls ekki, var buin að fa að vita að hann væri oftast til vandræða þegar kæmi að lofttæma

Re: nissan patrol y61 Bremsu vandamál

Posted: 18.sep 2014, 09:13
frá Stebbi
Prufaðu að lofttæma höfuðdæluna sjálfa með því að pumpa og losa upp á rörunum. Loftið ratar ekki alltaf upp í forðabúrið.