Síða 1 af 1

Nissan patrol afl missir

Posted: 23.aug 2014, 08:35
frá krissi200
Goðan daginn.
Vonandi getur einhver hjalpað mer. eÉg er með Patrol 3.0 arg 2002, hann er að stríða mér aðeins. Hann er farinn að missa afl við 3000snúninga undir álagi á ca. 60 til 80kmh. Hvað er til ráða?

Re: Nissan patrol afl missir

Posted: 23.aug 2014, 13:11
frá grimur
Kannski stífluð olíusía?

Re: Nissan patrol afl missir

Posted: 24.aug 2014, 11:26
frá Hansi
Gæti verið súrefniskynjari... léleg disel olíusía líka líkleg.

Re: Nissan patrol afl missir

Posted: 24.aug 2014, 12:13
frá jongud
Logar "check engine" ljósið?

Re: Nissan patrol afl missir

Posted: 24.aug 2014, 12:52
frá vidart
Hjá mér var þetta súrefnisskynjari

Re: Nissan patrol afl missir

Posted: 08.okt 2014, 16:38
frá krissi200
Já check engine ljósið logar stundum. Kemur og fer.

Re: Nissan patrol afl missir

Posted: 09.okt 2014, 18:59
frá biturk
Þa er að lesa hann

Re: Nissan patrol afl missir

Posted: 13.des 2014, 19:57
frá diddim
Sæll.

Félagi minn var einmitt að glíma við svipað vandamál á 3.0 patrol. Hann var fínn á jafnsléttu en um leið og það kom brekka eða þurfti eitthvað að taka á þá missti hann afl. Við kíkum á nissan patrol forums á netinu og það komu fullt af ábengingum. T.d. spurnga í intercooler eða lagnir, loftflæðiskynjari (nota bene ef þú ætlar að þrýfa hann þá má víst ekki þrýfa hann með hverju sem er), inspýtingsdæla, ERG-ventil og vacuum-lagnir í bílnum. Í tilfelli félaga míns var það einmitt ein lítil vacuum-lögn á túrbínunni sem var að valda þessu.

Vona að eitthvað af þessu hjálpar, og gangi þér vel :D

Kv
Kristmundur