skrölt i gírkassa á patrol

User avatar

Höfundur þráðar
LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

skrölt i gírkassa á patrol

Postfrá LFS » 25.nóv 2010, 20:26

er með 92 árgerð af patrol og það skröltir ekkert smá i gírkassanum/kúplingshúsinu en alltaf þegar að eg kúppla þá hættir skröltið svo sleppi eg kúplingunni og þá byrjar það aftur kannast einhver við þettað ?


1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: skrölt i gírkassa á patrol

Postfrá nobrks » 25.nóv 2010, 21:01

hljómar eins og ónýt kúpplingslega


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: skrölt i gírkassa á patrol

Postfrá ivar » 25.nóv 2010, 21:07

Já, þetta er algengt í patrol.
Ég hef heyrt margar mismunandi skýringar.
Allar eru þær sammála um að þetta sé í kúpplingunni (mismunandi hvaða hluta hennar) og ég veit ekki til þess að þetta skemmi nokkuð út frá sér (var sjálfur með þetta svona í c.a. 20.000km) svo ég myndi ekkert hafa áhyggjur.
Sú skýring sem ég er kominn á og er sammála er að í sumum kúpplingsdiskum, að mig minnir úr bílanaust frekar en fálkanum væru með lélegum gorumum og það væri að skrölta í þeim þegar það væri ekkert álag á þessu dóti.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: skrölt i gírkassa á patrol

Postfrá hobo » 25.nóv 2010, 21:22

nobrks wrote:hljómar eins og ónýt kúpplingslega


Ef svo væri þá ætti dæmið að snúa hinsegin, skrölta þegar kúplað er.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: skrölt i gírkassa á patrol

Postfrá Izan » 25.nóv 2010, 22:01

Sæll

Hækkaðu bara í útvarpinu, þetta er bara Patrol.

Þetta heyrist í öllum Patrolum mismikið og mér er sagt af nissan sérfræðingi að sé bara hollt, allavega ekkert að óttast. Hann sagðist hafa tekið sama kassann í þrígang til að komast fyrir þetta og aldrei séð neitt sem var eitthvað slitið eða að skemmast.

Kv Jón Garðar

User avatar

Höfundur þráðar
LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: skrölt i gírkassa á patrol

Postfrá LFS » 25.nóv 2010, 22:21

þettað er buið að vera svona i nokkurn tima fyrri eigandi var buin að rifa kassan undan til að reyna að komast af þvi hvað þettað væri en fann þettað aldrei en þettað virðist ekki skemma neitt nema geðheilsuna fer frekar mikið i taugarnar á mer !
Síðast breytt af LFS þann 25.nóv 2010, 23:54, breytt 1 sinni samtals.
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: skrölt i gírkassa á patrol

Postfrá Brjótur » 25.nóv 2010, 22:39

Hobo þú ert búinn að snúa þessu við skrölt í ónýtri kúplingslegu hættir einmitt undir álagi þ.e. þegar stigið er á hana , en skröltir þegar ekkert er álagið, það er til dæmis nóg að rétt tylla fæti á pedalann til að þagga niður í henni :)

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: skrölt i gírkassa á patrol

Postfrá Járni » 25.nóv 2010, 23:19

Jamm, legan líklegast en getur einnig komið frá gormunum í disknum. Ekki bráð alvarlegt, fyrr en legan hrynur eða diskurinn fer. Þetta á við í öllum beinskiptum bílum.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: skrölt i gírkassa á patrol

Postfrá LFS » 25.nóv 2010, 23:55

svo að það er full ástæða til að líta á þettað ?
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: skrölt i gírkassa á patrol

Postfrá hobo » 26.nóv 2010, 07:11

Jæja þá, best að kíkja á skröltið í hausnum á mér ;)

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: skrölt i gírkassa á patrol

Postfrá Sævar Örn » 26.nóv 2010, 16:58

Þetta er rétt hjá herði, rétt stillt kúpling á að vera þannig að kúplingslegan snúist ekki þegar ekki er stigið á petalann. s.s að vera cirka 2mm frá fingrunum á pressunni.

Ef hún liggur út í gefur augaleið að hún gefur sig langt áður en hún á að byrja að slitna og fer að orsaka hljóð sem svo akkurat hætta þegar kuplingunni er sleppt.

ath að bílar með barka, þá þarf að slaka á barkanum samhliða því að kúplingin fer að eyðast til að sporna við því að legan liggi stöðugt á pressunni.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: skrölt i gírkassa á patrol

Postfrá Brjótur » 26.nóv 2010, 20:52

Já Sævar þú segir rétt stillt, en hér er verið að tala um gamla og sennilega ónýta legu sem glamrar með en þagnar þegar tyllt er á pedalann.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: skrölt i gírkassa á patrol

Postfrá hobo » 26.nóv 2010, 21:05

Nú skil ég ekki, enda nokkuð tregur..
En Brjótur ertu að meina að glamrið komi frá legunni meðan hún situr í sínu sæti án þess að snúast (ókúplað)?


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: skrölt i gírkassa á patrol

Postfrá Izan » 26.nóv 2010, 22:23

Sælir

Það er ekkert að kúplingslegunni. Þegar kúplað er frá þá hætta tannhjólin í gírkassanum að snúast þ.e. inntaksöxullinn og þegar kúplað er saman byrjar öxullinnn að snúast. Kúplingin hefur s.s. tölverð áhrif á fleiri hluti en kúplingsleguna.

Þetta hljóð heyrðist í mínum í rúma 60.000 km og þegar kassinn fór undan var hann ennþá í lagi. Mér fannst hljóðið mikið og hátt og hafði áhyggjur en mér var sagt að hugsa ekki um það fyrr en fer að heyrast leguhljóð í akstri t.d. í 3 og 5 gír. Allt annað er eðlilegt.

Patrolgírkassinn er ekki traustasti hlekkurinn í bílnum og um leið og menn heyra í 3 eða 5 gír ættu menn að íhuga upptekt. Mundu bara að gírstöngin er eins og hátalari beint úr gírkassanum því að ekkert slítur hana frá kassanum annað en lítill plasthringur ofaní kassanum.

Ef kúplingslega á erfitt með gang og er hljómfögur ætti það að koma allt öðruvísi fram. Hún myndi reyna að spóla arminum af sér og þá myndi lítið ganga að reyna að kúpla frá. Eins ætti hún að hljóma þegar þú kúplar frá því að öðrum stundum liggur hún hlutlaus og horfir á kúplinguna. Ekki fyrr en hún er færð að pressunni byrjar hún að snúast.

Kv Jón Garðar

User avatar

Geiri
Innlegg: 127
Skráður: 01.feb 2010, 23:03
Fullt nafn: Sigurgeir Valgeirsson
Bíltegund: Trooper 35"

Re: skrölt i gírkassa á patrol

Postfrá Geiri » 26.nóv 2010, 22:38

Var með L 200 92 árg sem lýsti sér eins, sem sagt skrölt þegar kúpling var uppi en þagnaði þegar stigið var á hana og þá var farinn kúplingslega. En hvernig er þetta hjá þér heyrist í kassanum þegar bíllin er stopp og í gangi eða bara í akstri.


Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: skrölt i gírkassa á patrol

Postfrá Jens Líndal » 27.nóv 2010, 00:52

Það er voða fljótlegt og einfalt að finna út hvort þetta er legan eða gormarnir í disknum sem framkalla þessi hljóð, eins og flestir vita þá er svokallað syncro eða bremsur á hverjum gír í kassanum og ef maður lætur bílinn malla hægagang og þrýstir á gírstöngina eins í til dæmis fyrsta eða annan gír (án þess að rekann í gír) þá ætti hljóðið að breytast eða hverfa ef þetta er diskurinn, ef ekkert breytist þá er það legan.

User avatar

Höfundur þráðar
LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: skrölt i gírkassa á patrol

Postfrá LFS » 27.nóv 2010, 00:53

þettað skrölt heyrist bæði þegar að hann mallar hægaganginn og þegar hann er i akstri einu skiptin sem hun þegir er þegar eg pressa kúplingunni niður skiptir ekki máli hvort billinn se i akstri eða ekki !
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: skrölt i gírkassa á patrol

Postfrá Brjótur » 27.nóv 2010, 19:49

það eru greinilega skiftar skoðanir á þessu og allir hafa rétt fyrir sér:) en Geiri og Jens eru að segja nákvæmlega það sem mér var sagt af fagmanni semsagt þegar legan er orðin léleg fer hún að snúast með þegar ekki er kúplað og óhljóðið í henni þagnar á meðan hún er í átaki, og Hobo legan er ekki í neinu sæti, hún er í gafflinum og þetta er yfirleitt lokuð lega.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: skrölt i gírkassa á patrol

Postfrá Izan » 27.nóv 2010, 20:53

Sælir

Það náttúrulega alveg ljóst að það fæst enginn botn í þetta fyrr en gírkassinn fer frá.

Brjótur, mér finnst kenningin þín athyglisverð en ég er samt ekki að skilja hvernig léleg lega byrjar allt í einu að snúast.

Það er kúplingspressan sem færir leguna frá þegar kúplinunni er sleppt og þrællinn gefur sig til baka. Það svosum má segja að legan komi alltaf við pressuna og þegar diskurinn fer að slitna og pressan færist utar þá gæti plássið sem legan hefur til að færa sig frá farið að verða að skornum skammti. Jafnvel að hún sé skorðuð af milli presunnar og gírkassans.

Hinsvegar þá ef þetta er rétt ætti hljóðið að hætta áður en kúplingin slítur, ætti að hverfa þegar legan byrjar að ýta á pressuna, er það ekki rétt? Allavega tilraunarinnar virði.

Ef ekki geta þetta verið leguhljóð í öllum legum gírkassans á þeim öxli sem snýst þegar hann er í hlutlausum. Þá er hægt að setja millikassann í nautral, sem er milli 4hi og 4lo og setja gírkassann í gír og kúpla saman. Þá snúast allar legur gírkassans og ef bílum er gefið svolítið þannig ætti að heyrast mikið í ónýtum legum.

Málið er að svona hljóð heyrðust í Pattanum mínum frá því að ég fékk hann þangað til dótið fór undan honum ca 70.000km. Dótið fór ekki undan honum af því að gírkassinn væri að klikka heldur af því að stimpilstöng langaði að sjá heiminn og lagði af stað út í hinn stóra heim. Ég skoðaði leguna og diskinn og hvorugtveggja var vissulega orðið slitið en ekki á síðustu metrunum. Ég vissi svosum upp á mig sökuna í sambandi við diskinn en að þæfa upp langa brekku á 38" dekkjum, original hlutföllum með mótor sem ekkert gerir fyrr en í 2000 snúningum fer ekkert sérstaklega vel með kúplingsdiska, en diskurinn var jafnvel í betra ásigkomulagi en ég átti von á.

Gírkassan seldi ég, svosum fyrir lítið, og ég hef ekki spurt kaupandann hvernig hann var. Ekki einu sinni viss um að hann hafi opnað hann ennþá en ég hef alltaf verið svolítið forvitinn um hvaðan hljóðin komu.

Einusinni spurði ég Nissan þjónustuaðila hvað þetta væri og hann sagði mér að hugsa ekki út í þetta. Hann var nýbúinn að taka svona kassa í gegn út af þessu hljóði og sá gírkassi væri í toplagi. 2 mánuðum síðar kom sami eigandi aftur, frekar viðskotaillur og heimtaði aðra upptekt, sama hljóðo væri komið aftur. Verkstæðið dreif kassann í sundur og hann í topplagi.

Ég skal hinsvegar vera innilega sammála því að hljóðið er hrikalega pirrandi og ekkert hundraðprósent að þetta sé sama hljóðið. Úr því sem komið er áttu engra annara kosta völ en að taka kassann aftanúr og grandskoða búnaðinn. Það er ekki svo erfitt, sérstaklega ef bíllinn er upphækkaður. Þú þarft bara góðann hjólatjakk og gott vasaljós, topplyklasett og nokkra fasta lykla. Muna bara eftir rafmagnstengjunum á kassanum og þú ert good to go. Handbremsubarkinn hjá mér slapp þannig að það þarf ekki að aftengja hana.

Kv Jón Garðar

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: skrölt i gírkassa á patrol

Postfrá Brjótur » 27.nóv 2010, 21:24

Ég mæli með að menn tali við bifvélavirkja eða rífi svona í sundur og skoði, og Jón Garðar ef þú hefur skoðað svona legu þá hlýtur þú að skilja hvernig hún vinnur, kanski segi ég þetta ekki rétt með leguna en eins og ég skil þessa virkni þá snertir legan alltaf pressuna og snýst með og síðan þegar legan slitnar þá fer að heyrast í henni NEMA þegar það er kúplað því að þá verður meiri þrýstingur á leguna og þar af leiðandi stoppar hljóðið, ekki satt?

kveðja Helgi

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: skrölt i gírkassa á patrol

Postfrá hobo » 27.nóv 2010, 21:31

Best fyrir mig að hætta að tjá mig um þetta þar sem ég hef hvorki heyrt svona hljóð úr gírkassa/kúplingu né átt patrol :)


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: skrölt i gírkassa á patrol

Postfrá Izan » 29.nóv 2010, 01:51

Sælir

Helgi, ég er alls ekki að segja að þetta geti ekki verið meinið, en ég skil heldur ekki af hverju kúplingslega ætti alltaf að vera að snúast með nema það sé eitthvað sem snýr henni. Kúplingspressan ýtir henni frá en legan fær enga fyrirstöðu til að ferðast eins langt og henni þóknast og þess vegna ætti pressan í raun ekki að vera svo mikið að snúa legunni. Nema diskurinn sé lélegur og pressufjaðrirnar farnar að ganga eitthvað út, nógu mikið til að legan sé þvingaðari en ella milli pressunnar og gírkassans.

Miðað við lýsinarnar þínar þá er málið þannig að á meðan legan snýst hlutlaus og átakslaus er hún að hljóða en þagnar þegar átak kemur á hana. Þetta átak ætti þá að koma um leið og hún byrjar að þrýsta á pressuna og þess vegna segi ég að hljóðið ætti þá að hætta um leið og byrjað er að kúpla.

Kv Jón Garðar


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 37 gestir