Síða 1 af 1

Sérverkfæri fyrir '99 Terrano II

Posted: 19.júl 2014, 00:34
frá Elvar
Þarf einhver sérverkfæri fyrir almenna vinnu með Terrano, s.s. eru einhverjir boltar með hausum í stærðum sem maður finnur ekki toppa eða lykla fyrir í týpískum settum?

Re: Sérverkfæri fyrir '99 Terrano II

Posted: 19.júl 2014, 00:59
frá biturk
ég hef ekki fundið þannig ennþá en þó veit eg ekki hvort það sé venjulegur haus á heddboltunum eða 12kant haus eins og mörg gömlu settin voru fyrir aldamót, það er ennþá aðeins notað í heddboltum og svinghjólsboltum

en ef þú þarft að taka innrabrettin úr geturu gleimt því að nota plast smellurnar aftur, ef þú ert svo heppin að ná þeim ur án þess að borga þær eða álíka þá verða þær klárlega ónýtar samt eftir það

það er mín reinsla eftir að hafa tekið innrabretti úr 3 mismunandi svona bílum, þetta eru plast smellur með stjörnuhaus inní og það er nánast útilokað að ná þessu heilu úr

stilling eiga smellur sem passa í staðinn, þetta er minnir mig 8mm og þær mega ekki vera mjög langar

Re: Sérverkfæri fyrir '99 Terrano II

Posted: 19.júl 2014, 01:25
frá Freyr
Allt ósköp venjulegt í þeim