Síða 1 af 1
Tímareim í Patrol
Posted: 19.maí 2014, 20:59
frá ThOl
Sælir
Ég er með Patrol1999 með 2,9 vélinni og hann er keyrður rúmlega 200 þús.km. Er ekki kominn tími á nýja tímareim? Getið þið bent mér á mann sem getur sett nýja reim fyrir mig og er snöggur að því?
ÞÓ
Re: Tímareim í Patrol
Posted: 19.maí 2014, 21:23
frá solemio
Hvar ertu staddur á landinu
Re: Tímareim í Patrol
Posted: 19.maí 2014, 21:37
frá ThOl
Við Patrolinn erum á höfuðborgarsvæðinu
kv
ÞÓ
Re: Tímareim í Patrol
Posted: 19.maí 2014, 22:09
frá Árni Braga
er þetta ekki 2.8 eða 3.0 litra
Re: Tímareim í Patrol
Posted: 19.maí 2014, 22:19
frá ThOl
Sælir, þetta er 2,8 l vélin, smá innsláttarvilla :-)
Kv
ÞÓ
Re: Tímareim í Patrol
Posted: 19.maí 2014, 22:30
frá jeepson
Það er mjög auðvelt að skipta um reimina í patrol. Ég hef þó ekki gert það sjálfur en reif nú alt framan af mínum fyrir stuttu til að gá hvort að hann væri nokkuð vitlaus á tíma.
Re: Tímareim í Patrol
Posted: 19.maí 2014, 22:38
frá ThOl
Gott að heyra, þá vantar mig bara mann sem hefur gert þetta áður og getur hjálpað mér við þetta og sagt mér hvar sé best að kaua reimina.
kv
ÞÓ
Re: Tímareim í Patrol Aðstoð óskast
Posted: 20.maí 2014, 09:34
frá ThOl
Takk fyrir góð ráð. Nú óska ég eftir aðstoð ykkar við að benda mér á einhvern sem hefur gert þetta áður og getur hjálpað mér við þetta og sagt mér hvar sé best að kaupa reimina.
kv
ÞÓ
Re: Tímareim í Patrol
Posted: 20.maí 2014, 11:42
frá FÞF
Þú færð tímareim t.d. í AB varahlutum, Stillingu, Bílanaust, umboðinu :) o.s.frv. Ég skipti um tímareim nýlega og keypti hana í Stillingu. Ég mæli með að þú kaupir strekkjarann líka, kostnaðurinn er ekki það mikill miðað við vinnuna við að gera það síðar. Þegar ég skipti um þetta þá kom í ljós að það ískraði aðeins í vatnsdælunni þannig að ég skipti um hana í leiðinni.
Ég tók allt framan af bílnum, þ.e. grill, intercooler, vatnskassa, kæliviftu o.s.frv. þannig að þetta er nokkur vinna en alls ekki flókið. Ef þú vilt ekki gera þetta sjálfur þá eru flest verkstæði til í að taka þetta að sér. Persónulega hef ég góða reynslu af Gunna í Motul Smurþjónustunni í smáviðgerðum en ég veit ekki hvort hann taki svona verk að sér.
Ekki bíða með að skipta um tímareimina ef þú hefur áhyggjur af henni. Ef hún slitnar þá siturðu uppi með mjög dýrt tjón.
Re: Tímareim í Patrol
Posted: 20.maí 2014, 11:42
frá FÞF
Þú færð tímareim t.d. í AB varahlutum, Stillingu, Bílanaust, umboðinu :) o.s.frv. Ég skipti um tímareim nýlega og keypti hana í Stillingu. Ég mæli með að þú kaupir strekkjarann líka, kostnaðurinn er ekki það mikill miðað við vinnuna við að gera það síðar. Þegar ég skipti um þetta þá kom í ljós að það ískraði aðeins í vatnsdælunni þannig að ég skipti um hana í leiðinni.
Ég tók allt framan af bílnum, þ.e. grill, intercooler, vatnskassa, kæliviftu o.s.frv. þannig að þetta er nokkur vinna en alls ekki flókið. Ef þú vilt ekki gera þetta sjálfur þá eru flest verkstæði til í að taka þetta að sér. Persónulega hef ég góða reynslu af Gunna í Motul Smurþjónustunni í smáviðgerðum en ég veit ekki hvort hann taki svona verk að sér.
Ekki bíða með að skipta um tímareimina ef þú hefur áhyggjur af henni. Ef hún slitnar þá siturðu uppi með mjög dýrt tjón.
Re: Tímareim í Patrol
Posted: 20.maí 2014, 11:51
frá ThOl
Takk fyrir góð ráð Frank, ég hlýt að finna einhvern sem hefur reynslu af því að skipta um, ég hef aldrei gert það sjálfur en get rifið frá ef því er að skipta.
kv
ÞÓ
Re: Tímareim í Patrol
Posted: 20.maí 2014, 15:45
frá Árni Braga
myndi gera þetta fyrir þig ef ég væri ekki að fara til Tenerife í fyrramálið
þetta er ekkert mál að gera. ef þú verður ekki búin að þessu eftir tvær vikur þá getur þú haft samband
við mig.
Re: Tímareim í Patrol
Posted: 20.maí 2014, 16:45
frá ThOl
Takk Árni, ég athuga það.
kv
þó
Re: Tímareim í Patrol
Posted: 01.jún 2014, 09:36
frá krissi200
Sælir.
Er tímareim í 3000cc bílnum?
Re: Tímareim í Patrol
Posted: 11.jún 2014, 22:03
frá krissi200
?
Re: Tímareim í Patrol
Posted: 11.jún 2014, 23:55
frá Aparass
Neibb, keðja í 3.0