Síða 1 af 1
Lokur í Patrol
Posted: 08.nóv 2010, 20:40
frá iceboy
Það er held ég að fara lokan í bílstjóramegin, það smellur svaka skemmtilega í henni þegar ég set í framdrifið.
Eru þessar lokur dýrar?
Og er þá kannski það lítill verðmunur á að maður ætti bara að setja læsingu í hann að framan líka?
Ég er frekar nýr í þessu sporti og vantar því ráðleggingar.
Re: Lokur í Patrol
Posted: 08.nóv 2010, 20:47
frá hobo
Sæll og takk fyrir síðast.
Ég er nú enginn snillingur heldur en driflokurnar tengjast ekki beint drifinu né læsingum. Lokuna þarf að laga hvort sem þú setur læsingu í framdrifið eða ekki.
Re: Lokur í Patrol
Posted: 08.nóv 2010, 21:21
frá jeepson
Mér var sagt að renniverkstæði Ægirs væri að búa til þessar lokur. Þær væru kallaðar Ægirslokur. En þær kosta víst alveg hellvídas helling. En eru miklu sterkari en orginal lokurnar. Mér skylst að þessar orginal lokur séu algjört drasl. lokurnar í pattanum mínum eru soðnar Þannig að þær eru altaf á. En ég víl nú tekið þær af þegar mér hentar. Þannig að ég verð að gera eitthvað í þessu.
Re: Lokur í Patrol
Posted: 08.nóv 2010, 21:52
frá stebbi1
sæll. félagi minn var að fá sér patrol og á seinustu 2 vikum er hann búnn að eyðileggja 2 lokur vinnstra meiginn, hann er að vísu læstur þannig að það reynir meira á þetta. En einsog framm hefur komið þá hafa menn verið að leysa þetta vandamál með ægislokunum.
Re: Lokur í Patrol
Posted: 08.nóv 2010, 21:58
frá jeepcj7
Er ég eitthvað að misskilja eða eru ekki Ægis (lokurnar) bara fastir flangsar en ekki eitthvað sem menn setja á og af eins og venjulegar lokur?
Re: Lokur í Patrol
Posted: 08.nóv 2010, 22:40
frá hjotti
Jú rétt Olli ægislokurnar eru fastir flangsar. Eru þar að segja alltaf á. Best að eiga bara 2 sett, ægislokur eða soðnar og svo eitthvað bílanaust-drasl á móti í svona léttann akstur þar sem u gætir þurft að setja í en vilt oftast hafa þær af.
Re: Lokur í Patrol
Posted: 08.nóv 2010, 23:02
frá Izan
Sælir
Bara svo það sé á hreinu þá eru orginal Patrol lokurnar nautsterkar. Hinsvegar ef menn eru að böðlast í snjó og ófærð með þær stilltar á auto þá er alveg pottþétt að þær fara í klessu. Ég er með, eftir því sem ég best veit, með lokusett nr.2 í Pattanum mínum og hann er ekinn 340.000 km rúmlega og síðustu 10.000 km með 6.2 chevy. Lokur sem þola þetta eru ekki handónýtt drasl.
Það er líka leikur einn að skemma mikið að framan með miklu átaki í fullri beygju svo ekki sé minnst á að ef læsingin er á.
Það er hægt að fá Borg Werner lokur á Patrol en hann bryður þær eins og smartís. (hef ekki prófað, þetta er meira svona orðrómur)
"Lokurnar" sem renniverkstæði Ægis selur og smíðar eru ekki lokur heldur hnappar sem læsa öllu saman og ef þær fara geta menn bara þakkað fyrir það því að annars er restin af drifbúnaðinum í stórhættu.
Driflokur er það fáránlegasta sem nokkurntíma hefur verið sett í jeppa. Meðan ég hafði t.d. lokurnar mínar í auto fann ég aldrei mun á eyðslu. Ég er þannig sinnaður að mér finnst bara allt í lagi að vélbúnaður snúist og ég er sannfærður um að svona öflugur búnaður eins og framdrif undir Patrol þoli býsna lengi að dóla með átakslaust. Ef þetta er löngum tíðum stopp þá liggja alltaf sömu hlutir saman og nuddast saman meðan bíllinn vibrar (í gangi). Þannig getur það gerst að búnaðurinn misslitnar og skemmist. Drifið fær ekki olíu þar sem það nuddast saman og olían endurnýjast ekki í legum inní drifkögglinum. Þá þarf ekki mikin raka til að rústa þeim úr ryði og menn komast ekki að því fyrr en allt fer í steik einhversstaðar lengst uppi á fjalli eftir að hafa tengt lokurnar.
Lokurnar mínar fóru á Lock fyrir 4 árum og koma til með að verða þannig þangað til þær fara og þá kaupi ég Ægishnappana.
Kv Jón Garðar
Re: Lokur í Patrol
Posted: 08.nóv 2010, 23:32
frá Hagalín
Látta sjóða orginal lokurnar. Það er málið. Kostar sama og ekki neit.( Ef þú átt orginalinn fyrir)
Búnaður sem svíkur ekki. Allt í lagi að láta þetta snúast með á engu átaki.
Re: Lokur í Patrol
Posted: 08.nóv 2010, 23:41
frá Brjótur
Sammála 2 síðustu ræðumönnum Ægisflangsar er rétta nafnið á þessu og það munar engu hvort framdrifið snýst með eða ekki bara gott mál.
Re: Lokur í Patrol
Posted: 08.nóv 2010, 23:45
frá Kalli
Svo á Kiddi Bergs á Selfossi 3 gerðir af orginal lokum í pattan.
ps. orginal lokurnar eru bestar ekki kaupa ruslið sem (Bílanaust) N1 er með.
kv. Kalli
Re: Lokur í Patrol
Posted: 09.nóv 2010, 12:47
frá Hansi
ég á original lokur
Kv. Hans
S.8965973
hansthor@simnet.is
Re: Lokur í Patrol
Posted: 09.nóv 2010, 15:21
frá jeepson
Einhver sagði mér að orginal lokurnar væru fínar fyrstu 5þús km. Ég veit ekki meir. eins og ég segi þá er ég bara ný kominn á svona bíl og er bara nokkuð sáttur að svo stöddu.
Re: Lokur í Patrol
Posted: 09.nóv 2010, 17:45
frá Stjóni
Ein leiðin til að eyðinleggja lokur er fylla þær af koppafeiti þegar skift er um hjólalegur. Það leiðir til þess að þær fara ekki alveg á og byrja yddast. Stundum svíkja þær með miklum smellum með mælast á Richer. Það getur gerst þegar bílinn er undir engu álagi því það getur verið mikil spenna milli fram og afturdrifsins
Re: Lokur í Patrol
Posted: 09.nóv 2010, 20:56
frá Alpinus
Ég var alltaf með orginal lokurnar mínar á Lock þegar framdrifið var á en samt fóru þær í steik. Lét Kidda Bergs sjóða þær fasta þangað til ég fékk mér AVM HD (heavy duty) og eru þær töluvert sterkari en orginal AVM. Soðnu lokurnar eru svo bara með í bílnum ef að hinar gefa upp öndina.
ps. Orginal Patrol lokur MANUAL eru sterkastar fyrir utan fastar en fást ekki nema fyrir mikla penge.
Re: Lokur í Patrol
Posted: 09.nóv 2010, 21:17
frá iceboy
ég er með orginal lokur, manual. það smellur svakalega í annari í framdrifinu í háadrifinu en ekki nema örlítið annaðslagið í lágadrifinu.
ég er bara að velta fyrir mér kostnaði og hvaða valmöguleikar eru í stöðunni
Re: Lokur í Patrol
Posted: 09.nóv 2010, 21:48
frá ThOl
Hefur einhver hugmynd um hve miklu munar í eyðslu að hafa alltaf í Lock miðað við Auto? Ef þær eru alltaf í Lock þá snýst draslið bara eins og í bíl með sítengdu aldrifi og ég get ekki séð annað en það ætti að vera í lagi, sérstaklega ef sjálfvirki búnaðurinn er til vandræða. Það hvarflar ekki að mér að hræra neitt í þessu, hann er bara í Lock og mismunadrifið sér um að það er ekkert átak í beygjum.
ÞÓ
Re: Lokur í Patrol
Posted: 09.nóv 2010, 23:08
frá Kalli
iceboy wrote:ég er með orginal lokur, manual. það smellur svakalega í annari í framdrifinu í háadrifinu en ekki nema örlítið annaðslagið í lágadrifinu.
ég er bara að velta fyrir mér kostnaði og hvaða valmöguleikar eru í stöðunni
þá er málið að sjóða hana ekki seinna en strax
Re: Lokur í Patrol
Posted: 10.nóv 2010, 12:48
frá birgthor
.
Re: Lokur í Patrol
Posted: 10.nóv 2010, 16:52
frá jeepson
Ég sé að þið eruð nú farnir að ræða hjóla legur líka. Ég hef einmitt að heyrt að framhjólalegur í patrol séu algjört rusl. en svo hég líka heyrt að ef að menn nenna að herða upp á þeim einusinni eða tvisvar á ári þá endist þetta alveg helling og sé ekkert vandamál. Þekkir einhver inná þetta?
Re: Lokur í Patrol
Posted: 10.nóv 2010, 17:23
frá Izan
Sæll
Ég þykist vita að það séu uþb 3 hjólalegusettið í mínum núna og orðið tímabært að skipta. Þessar legur eru uþb 3-4 ára gamlar og keyrðar 40-50.000 km á 38" dekkjum. Hræðileg ending það.
Tilfellið er að það er alltof stutt á milli þeirra. Legurnar eru hvorki betri né verri en þegar það er svona stutt á milli er vogarátakið svo mikið að þær skemmast mjög hratt og sérstaklega á stórum dekkjum 44" og breiðum felgum.
Ægishnapparnir einir og sér eru ekki lausnin á þessu heldur eru þeir búnir að smíða nýja nafstúta og leguhús á framhásinguna og sjálfsagt setja menn hnappin þar á í staðin fyrir loku. Með þessu er allavega önnur legan stækkuð tölvert og lengt á milli þeirra og þar munar mestu.
Tilfelið er að ég veit um bíla sem klára eitt hjólalegusett á ári og það að herða útí er ekki möguleiki, þær eyðileggjastog svo eyðileggja þær meira út frá sér. Ef menn heimfæra þetta á aðra jeppa þá get ég ekki betur séð en að þeir sem annast jeppana sína almennilega eru að opna, smyrja og herða legurnar hjá sér einu sinni til tvisvar á ári. Af og til skemmast hjólalegur í öðrum jeppum en þetta er einn þriggja galla við Patrol.
Kv Jón Garðar
Re: Lokur í Patrol
Posted: 10.nóv 2010, 18:11
frá birgthor
.
Re: Lokur í Patrol
Posted: 10.nóv 2010, 21:21
frá Brjótur
Sælir það er ég sem lét Ægir smíða þetta eftir minni hugmynd og já þetta er að svínvirka bilið orginal er 11 mm ! já ótrúlega lítið, og voru framhjólalegur farnar að endast niður í 5 vikur hjá mér á 44unum, en núna skifti ég um legur eftir 10 mánuði án þess að þær séu farnar í steik og á þessum 10 mánuðum er ég sennilega að keyra þetta sem Ægir talar um 40.000 km, og já bilið á milli leganna hjá mér er um 40-45 mm og burðarmeiri ytri lega. Ég ætti að fara fram á prósentur hjá Ægi þar sem að þetta er komið í fullt af bílum núna ;)
kveðja Helgi
Re: Lokur í Patrol
Posted: 10.nóv 2010, 21:59
frá AgnarBen
jeepson wrote:Ég sé að þið eruð nú farnir að ræða hjóla legur líka. Ég hef einmitt að heyrt að framhjólalegur í patrol séu algjört rusl. en svo hég líka heyrt að ef að menn nenna að herða upp á þeim einusinni eða tvisvar á ári þá endist þetta alveg helling og sé ekkert vandamál. Þekkir einhver inná þetta?
Endingin á framhjólalegunum á 38" Patrol er miklu betri en á 44" bíl. Kíktu á þetta 1 á ári og hertu upp á og smyrðu ef þarf og keyrðu svo bara. Þetta var aðeins misjafnt hjá mér á 44" 2001 Patrolnum, ég keyrði hann eitthvað um 60 þús.km á 3,5 ári, ég setti fljótlega í hann nýjar legur eftir að ég keypti hann og þær voru bara í fínu standi þegar ég skipti þeim út eftir 30-40 þús km en seinni legurnar fóru öðru megin eftir aðeins 10-15 þús km, líklega út af því að ég smurði allt of lítið í þær.
Re: Lokur í Patrol
Posted: 10.nóv 2010, 22:00
frá LFS
smyrji þið þær með koppafeiti ?
Re: Lokur í Patrol
Posted: 10.nóv 2010, 22:32
frá Kalli
AgnarBen wrote:jeepson wrote:Ég sé að þið eruð nú farnir að ræða hjóla legur líka. Ég hef einmitt að heyrt að framhjólalegur í patrol séu algjört rusl. en svo hég líka heyrt að ef að menn nenna að herða upp á þeim einusinni eða tvisvar á ári þá endist þetta alveg helling og sé ekkert vandamál. Þekkir einhver inná þetta?
Endingin á framhjólalegunum á 38" Patrol er miklu betri en á 44" bíl. Kíktu á þetta 1 á ári og hertu upp á og smyrðu ef þarf og keyrðu svo bara. Þetta var aðeins misjafnt hjá mér á 44" 2001 Patrolnum, ég keyrði hann eitthvað um 60 þús.km á 3,5 ári, ég setti fljótlega í hann nýjar legur eftir að ég keypti hann og þær voru bara í fínu standi þegar ég skipti þeim út eftir 30-40 þús km en seinni legurnar fóru öðru megin eftir aðeins 10-15 þús km, líklega út af því að ég smurði allt of lítið í þær.
svo er málið að herða alls ekki of mikiðkv. Kalli
Re: Lokur í Patrol
Posted: 11.nóv 2010, 13:55
frá Hagalín
Er sammála þarna. EKKI herða of mikið. Held að það sé oft vandamálið að menn herða of mikið. Þetta skipti sem ég skipti um hjá mér öðru megin að framan þá herti ég temmilega, fót út og keyrði 10km kom inn aftur , tók lokuna af herti eins lítið og ég gat þannig að skrúfan fór í næsta mögulega gat. Og ef þarf að þá endurtakið. Herða bara eins lítið í einu og hægt er.
Re: Lokur í Patrol
Posted: 11.nóv 2010, 14:21
frá Izan
Sælir
Ég hef reyndar oft velt fyrir mér þetta að "herða temmilega" og hvað það þýðir. Hvernig eru menn að herða þessar legur? Ég hef aldrei verið viss um hversu mikið á að herða að þessu.
Kv Jón Garðar
Re: Lokur í Patrol
Posted: 11.nóv 2010, 15:50
frá AgnarBen
Bara herða þangað til slagið er svo gott sem horfið og svo endurtaka eins og Hagalin lýsir.
Re: Lokur í Patrol
Posted: 11.nóv 2010, 16:31
frá Eiríkur Örn
Izan wrote:Sælir
Ég hef reyndar oft velt fyrir mér þetta að "herða temmilega" og hvað það þýðir. Hvernig eru menn að herða þessar legur? Ég hef aldrei verið viss um hversu mikið á að herða að þessu.
Kv Jón Garðar
Einhvern tíman heyrði ég það að eftir að þú ert búinn að vera að vesenast í þessu þá ætti maður að fara út að keyra aðeins og míga svo á nafið, ef allt er í lagi á hlandið bara að leka niður, annars þarf að losa uppá þessu :D
En ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti þetta, hef ekki prufað þetta sjálfur.
Re: Lokur í Patrol
Posted: 11.nóv 2010, 17:19
frá Hagalín
AgnarBen wrote:Bara herða þangað til slagið er svo gott sem horfið og svo endurtaka eins og Hagalin lýsir.
Nákvæmlega. Herða þangað til að slagið er farið og gera svo aftur eins og ég lýsti.
Re: Lokur í Patrol
Posted: 11.nóv 2010, 18:10
frá jeepson
AgnarBen wrote:Bara herða þangað til slagið er svo gott sem horfið og svo endurtaka eins og Hagalin lýsir.
Þetta hefur maður ný yfirleitt gert við afturhjólalegur á framdrifsbíl.allavega gerði ég þetta á golf sem að ég átti. En ég er búinn að ræða við 2 um þetta framhjóla legu mál. Og þeir segja einmitt báðir að herða bara einusinni til tvisvar á ári á þessu og smyrja þetta uppá nýtt.
Re: Lokur í Patrol
Posted: 11.nóv 2010, 20:16
frá Brjótur
Sælir aftur
Endingin á legum í Patrol er sennilega jafn misjöfn og þeir eru margir en það er alveg klárt að fyrsta settið sem þeir koma á er mjög sterkt en legurnar sem við kaupum svo eru ekki nándarjafn góðar þó svo að maður telji sig vera að kaupa original legur hjá I.H ég þekki persónulega nokkur dæmi þess að menn segjast aldrei eiga í veseni með legurnar, en svo kemur að því að það er skift út original legunum sem búið er að keyra 120.000 og kanski meira, en viti menn eftir kanski 20.000 km á næsta setti er allt í steik og jafnvel stútur líka, en ok þó menn segist keyra á þessu í þrjú ár þá er þessi þriggja ára akstur það sem við í túristabransanum erum að keyra á einu ári þannig að eitthvað reynir nú meira og öðruvísi á þetta.
kveðja Helgi
Re: Lokur í Patrol
Posted: 11.nóv 2010, 20:58
frá Kalli
Muna að smyrja líka spindillegurnar.
Re: Lokur í Patrol
Posted: 11.nóv 2010, 22:21
frá AgnarBen
AgnarBen wrote:jeepson wrote:Ég sé að þið eruð nú farnir að ræða hjóla legur líka. Ég hef einmitt að heyrt að framhjólalegur í patrol séu algjört rusl. en svo hég líka heyrt að ef að menn nenna að herða upp á þeim einusinni eða tvisvar á ári þá endist þetta alveg helling og sé ekkert vandamál. Þekkir einhver inná þetta?
Endingin á framhjólalegunum á 38" Patrol er miklu betri en á 44" bíl. Kíktu á þetta 1 á ári og hertu upp á og smyrðu ef þarf og keyrðu svo bara. Þetta var aðeins misjafnt hjá mér á 44" 2001 Patrolnum, ég keyrði hann eitthvað um 60 þús.km á 3,5 ári, ég setti fljótlega í hann nýjar legur eftir að ég keypti hann og þær voru bara í fínu standi þegar ég skipti þeim út eftir 30-40 þús km en seinni legurnar fóru öðru megin eftir aðeins 10-15 þús km, líklega út af því að ég smurði allt of lítið í þær.
Það má bæta því við að ég keyrði öll sumur á 38" dekkjum, það hjálpaði örugglega mikið upp á endinguna.