Síða 1 af 1
Y60 Patrol — Ofvirkur snúningshraðamælir
Posted: 31.okt 2013, 18:11
frá hvati
Sækjum aftur í reynslupokann hjá ykkur.
Snúningshraðamælirinn er úti á túni, sýnir bara eitthvað og stundum ekkert.
Einhverjar hugmyndir við lausnum?
Hefur einhver annar lent í þessu?
Re: Y60 Patrol — Ofvirkur snúningshraðamælir
Posted: 31.okt 2013, 19:34
frá nervert
Er ekki bara skynjarinn ónýtur. Hann er staðsettur fyrir aftan tímareimahjólið á olíuverkinu
Re: Y60 Patrol — Ofvirkur snúningshraðamælir
Posted: 31.okt 2013, 19:56
frá hvati
Það er klárlega möguleiki! Einhver leið fyrir, betri en önnur, til þess að komast að því?
Re: Y60 Patrol — Ofvirkur snúningshraðamælir
Posted: 02.nóv 2013, 15:23
frá villi58
hvati wrote:Það er klárlega möguleiki! Einhver leið fyrir, betri en önnur, til þess að komast að því?
Nú þekki ég ekki þessa bíla en alltaf sterkur leikur að fá lánað og skipta út ef auðvelt er að komast að, eins þarf að huga að leiðslum hvort allt sé eðlilegt þar. Kanski hægt að lesa af honum í tölvu, veit ekki, örugglega margir hér sem vita það.
Re: Y60 Patrol — Ofvirkur snúningshraðamælir
Posted: 02.nóv 2013, 16:21
frá flækingur
ég á skynjara ef þú vilt prufa að skipta um hann. þarf reyndar að kippa honum af relluni.
Re: Y60 Patrol — Ofvirkur snúningshraðamælir
Posted: 02.nóv 2013, 17:33
frá Kjartan Óli
Þetta er þekkt dæmi í Y60 bílnum. Hef heyrt tvennum sögum af hvað valdi, annars vegar að það fari að spansgræna inní tölvunni sem er í hliðinni við hægri löppina á farþeganum. Hins vegar að mælaborðið sjálft klikki. Getur prófað að skipta um skynjarann en hann er líklega ekki vandamálið.
Re: Y60 Patrol — Ofvirkur snúningshraðamælir
Posted: 02.nóv 2013, 17:35
frá solemio
prufaðu að hreinsa plug eða skynjarann sjálfann sem er staðsettur á bakvið trissuna við oliuverkið,rafmagnsplugið er hjá oliuverkinu,milli þess og hedds
Re: Y60 Patrol — Ofvirkur snúningshraðamælir
Posted: 02.nóv 2013, 18:33
frá villi58
Varst þú eitthvað að vinna í bílnum í kringum skynjarann eða annað sem getur valdið sambandleysi eða eitthvað ?
Bara svona tékk :) Kveðja!
Re: Y60 Patrol — Ofvirkur snúningshraðamælir
Posted: 03.nóv 2013, 11:28
frá hvati
flækingur wrote:ég á skynjara ef þú vilt prufa að skipta um hann. þarf reyndar að kippa honum af relluni.
Takk fyrir það — ég fæ að hafa þig bakvið eyrað ef ég þarf að fara í svo drastískar aðgerðir :)
solemio wrote:prufaðu að hreinsa plug eða skynjarann sjálfann sem er staðsettur á bakvið trissuna við oliuverkið,rafmagnsplugið er hjá oliuverkinu,milli þess og hedds
Já, ég ætla að skoða þetta og spansgrænuna :)
villi58 wrote:Varst þú eitthvað að vinna í bílnum í kringum skynjarann eða annað sem getur valdið sambandleysi eða eitthvað ?
Bara svona tékk :) Kveðja!
Nei, mælirin var svona hress þegar ég kaupi bílinn og fyrir eigandi hafði ekki hugmynd um hvað olli þessu. En gott tékk ;) Þetta hefur jú gerst hehe — takk :)
Re: Y60 Patrol — Ofvirkur snúningshraðamælir
Posted: 03.nóv 2013, 20:36
frá hvati
Það er búið að leysa þetta — í bili.
Hreinsaði tengið og tilheyrandi og baðaði í WD-40, setti í gang og allt eins og það á að vera :)
Takk fyrir ábendingarnar piltar!