Síða 1 af 1

Y60 lekur olíu

Posted: 16.okt 2013, 14:19
frá hvati
Hvernig stendur á því að þessir skriðdrekar fara að leka svona olíu?

Fyrri eigandi sagði mér bara að gelda pípuna og þá mundi þetta stoppa en svo lærði ég að þessi pípa tilheyrir olíukælingunni — sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Í bjartsýni langar mig að heyra frá ykkur hvort þið kannist við þetta vandamál. Hann semsagt lekur töluvert af olíu við þetta svæði, hægra megin við vélina.

Image

Ég er bara ekki nægilega fróður um vélar til þess að gera mér grein fyrir þessum leka en mér datt í hug að það ætti kannski að vera hosuklemma á þessu röri hér en það er barmafullt af olíu:

Image

Ég er einsog argasti rakki og merki hvert einasta stæði sem ég legg í!

Hefur einhver svör/lausn við þessum leka?

Re: Y60 lekur olíu

Posted: 16.okt 2013, 14:40
frá biturk
Skipts um o hringinn eða eyrhringinn sem er þarna a milli

Re: Y60 lekur olíu

Posted: 16.okt 2013, 20:04
frá hvati
Þá í vinkilrörinu?

Re: Y60 lekur olíu

Posted: 16.okt 2013, 23:22
frá Izan
Sæll

Þetta er lögnin í olíkælinn og þú skalt ekki blinda hana, Patrol veitir ekkert af þeirri kæligu sem hann á möguleika á og ef þú blindar þetta færðu enga olíu á legurnar.

Tengin eru pressuð við slöngurnar og hólkurinn sem þú myndaðir er bara tuðra utanum rörið. Prófaðu bara að skrúfa þetta í sundur og þrífa og herða svo vel saman aftur.

Kv Jón Garðar

Re: Y60 lekur olíu

Posted: 17.okt 2013, 16:48
frá hvati
Takk fyrir það Jón Garðar! Þetta verður skurðaðgerð helgarinnar!

Re: Y60 lekur olíu

Posted: 17.okt 2013, 19:06
frá villi58
Ef þarf að skipta út slöngunum þá eru þeir liprir í að útbúa nýjar í Landvélum.

Re: Y60 lekur olíu

Posted: 17.okt 2013, 19:14
frá Ásgeir Þór
Þarft líka að passa ef þú ætlar að losa lögnina af smurolíukælingum að niplarnir á hann eru voðalega viðkvæmir bara við að losa rörin af hjá mér eyðilögðust gengjurnar á nipplinum á kælinum.

Re: Y60 lekur olíu

Posted: 17.okt 2013, 21:16
frá hvati
Takk Villi og Ásgeir! Gott að hafa þetta bakvið eyrað :)

Væri ekki ráðlegt að hafa eitthvert ílát undir þessu meðan ég er að losa? Gubbast ekkert út einhver olía?

Re: Y60 lekur olíu

Posted: 18.okt 2013, 01:19
frá Ásgeir Þór
jú allavega þegar ég losaði minn olíukæli frá þá var slatti af smurolíu í honum, svo betra ef þú vilt ekki hafa allt í olíubaði.

Re: Y60 lekur olíu

Posted: 31.okt 2013, 18:07
frá hvati
Það virtist vera nóg að herða örlítið á þessari ró.

Image

Nú þarf bara að baða vélarsalinn í olíuhreinsi og skola af honum subbuskapinn.

Takk fyrir hjálpina drengir!