Olíusmit í gegnum vélaröndun á 2.8
Posted: 16.okt 2013, 10:27
Sælir
Ég á í vandræðum með mikið olíusmit/leka í gegnum vélaröndun frá ventlaloki á 2.8 Patrol.
Þetta lýsir sér þannig að það er mikið olíusmit út fyrir framan túrbínu eða þar sem loftinntakið kemur á túrbínuna. Þegar loftintakið er tekið frá túrbínunni og skoðað þá er það all löðrandi í olíu alveg upp að þar sem öndunin tengist inn á hana og svo er öll lögning fyrir öndunina löðrandi af olíu líka, af þessum sökum tel ég víst að þetta komi frá önduninni en ekki frá túrbínunni enda er ekki olía inn í henni og ekki óeðlilegt slag í henni. (Ég hef líka grun um að bílinn reyki óeðlilega mikið af sömu ástæðu þar sem einhver hluti af smurolíunni hlýtur að komast alla leið inn í túrbínu og þar af leiðandi inn á mótor)
Hver getur verið orsökin fyrir þessu og hvernig er hægt að stoppa þetta?
Það er einhverskonar snúður/gildra ofan á ventlalokinu aftast sem mér dettur í hug að eigi að hindra olíuna í að komast lengra, ég er búinn að taka hann af og hreinsa en sé ekkert að honum nema ef það er óeðlilegt að vatn renni hindrunarlaust í gegnum hann þegar maður setur hann undir vatnskranann?
Ég hef líka leitað svolítið eftir þessu á félaga Google og virðist helst að Ástralinn kannist við þetta og setji þá olíudós/gildru sem tekur þessa olíu. Þeir selja svona kit þar en mér hefur ekki tekist að finna svoleiðis hér, kannast einhver við svoleiðis?
Kv.
Doddi
Ég á í vandræðum með mikið olíusmit/leka í gegnum vélaröndun frá ventlaloki á 2.8 Patrol.
Þetta lýsir sér þannig að það er mikið olíusmit út fyrir framan túrbínu eða þar sem loftinntakið kemur á túrbínuna. Þegar loftintakið er tekið frá túrbínunni og skoðað þá er það all löðrandi í olíu alveg upp að þar sem öndunin tengist inn á hana og svo er öll lögning fyrir öndunina löðrandi af olíu líka, af þessum sökum tel ég víst að þetta komi frá önduninni en ekki frá túrbínunni enda er ekki olía inn í henni og ekki óeðlilegt slag í henni. (Ég hef líka grun um að bílinn reyki óeðlilega mikið af sömu ástæðu þar sem einhver hluti af smurolíunni hlýtur að komast alla leið inn í túrbínu og þar af leiðandi inn á mótor)
Hver getur verið orsökin fyrir þessu og hvernig er hægt að stoppa þetta?
Það er einhverskonar snúður/gildra ofan á ventlalokinu aftast sem mér dettur í hug að eigi að hindra olíuna í að komast lengra, ég er búinn að taka hann af og hreinsa en sé ekkert að honum nema ef það er óeðlilegt að vatn renni hindrunarlaust í gegnum hann þegar maður setur hann undir vatnskranann?
Ég hef líka leitað svolítið eftir þessu á félaga Google og virðist helst að Ástralinn kannist við þetta og setji þá olíudós/gildru sem tekur þessa olíu. Þeir selja svona kit þar en mér hefur ekki tekist að finna svoleiðis hér, kannast einhver við svoleiðis?
Kv.
Doddi