Kæliviftukúpling í Terrano II.


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Kæliviftukúpling í Terrano II.

Postfrá thor_man » 02.okt 2010, 09:52

Hafa menn hér reynslu af því að losa um kæliviftukúplingu í Terrano II 2,7 tdi sem orðin er nánast alveg föst, og þá hvernig?



User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Kæliviftukúpling í Terrano II.

Postfrá Freyr » 02.okt 2010, 23:09

Ertu að tala um að losa um þannig að hún snúist eða ertu að reyna að ná henni af dælunni? Hún kemur áföst vatnsdælunni frá verksmiðju og mig minnir að það sé ekki hægt að losa það neitt í sundur. Ef hún snýst hinsvegar ekkert myndi ég burja á að kæla hana og hita til skiptis með því að dýfa henni í ískalt/vel heitt vatn og reyna svo að snúa....

Freyr


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Kæliviftukúpling í Terrano II.

Postfrá thor_man » 03.okt 2010, 10:12

Sæll.
Takk fyrir svarið Freyr. Já, kúplingin sjálf er nánast alveg föst, það næst aðeins að hnika henni til. Hún stelur sjálfsagt einhverjum hestöflum og aukalítrum svona og vélin lengur að hita sig, ekki alveg það ákjósanlegasta. Hafði séð eitthvað um að þetta væri sambyggt vatnsdælunni en vildi sannreyna það hér. Sjálfsagt fokdýrt stykki, reyni þessa aðferð við fyrsta tækifæri.

Þorvaldur.


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 25 gestir