PATROL Y60 1993,""OLÍUÞRÝSTINGUR""!!!! ?


Höfundur þráðar
fritz82
Innlegg: 125
Skráður: 25.apr 2012, 18:03
Fullt nafn: Friðrik Sigurðsson
Bíltegund: LC 60 38", 4,2 Diese
Staðsetning: Rvk

PATROL Y60 1993,""OLÍUÞRÝSTINGUR""!!!! ?

Postfrá fritz82 » 06.okt 2013, 14:33

Patrol Y 60 1993 2.8.
Meðfylgjandi eru myndir af olíuþrýstingsmælinum ásamt snúningsmæli til hliðsjónar :)

Olíuþrýstingsmælirinn er út um allt, eða allt frá 0.5 upp í 4 á mæli og það í sömu ökuferð án þess að drepa á hér innanbæjar, en alltaf mestur kaldur.
Heyri engin óhljóð í vél, túrbínu o.þ.h. Hann hefur verið svona um tíma eða s.s. bara vika síðan eg tok eftir þessu, gæti hafa verið mikið lengur þar af leiðandi.
Hef heyrt fra Patrolmanni að þessir mælar séu upp og ofan í þessum bílum og ef ekkert er um óhljóð, merki o.þ.h að þá sé þetta bara smurpungurinn að ljúga.
Hann hitar sig ekkert bíllinn,þá meina ég ekkert of mikið. Er eðlilegur.
Þið sjáið á neðstu 2 myndum er þrýstingur ( á mæli þ.e.a.s. ) fallinn sama hvað þegar liðið er á ökuferð en á það til að koma aftur og vera eðlilegur.

Hvað segið þið um þetta vinir ? :)





2013-10-04 18.30.08.jpg
2013-10-04 18.30.08.jpg (156.69 KiB) Viewed 3386 times
2013-10-03 18.27.42.jpg
2013-10-03 18.27.42.jpg (187.5 KiB) Viewed 3386 times
2013-10-03 18.26.56.jpg
2013-10-03 18.26.56.jpg (168.58 KiB) Viewed 3386 times
2013-10-03 18.20.43.jpg
2013-10-03 18.20.43.jpg (197.42 KiB) Viewed 3386 times
2013-10-03 18.18.47.jpg
2013-10-03 18.18.47.jpg (160.31 KiB) Viewed 3386 times
2013-10-03 18.18.11.jpg
2013-10-03 18.18.11.jpg (187.99 KiB) Viewed 3386 times


Virðingarfyllst Friðrik :)


cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: PATROL Y60 1993,""OLÍUÞRÝSTINGUR""!!!! ?

Postfrá cameldýr » 06.okt 2013, 15:00

Mér sýnist allt vera eins og það á að vera, nema trúlega er smurpúngurinn orðin lélegur, það er víst standard á þessari sort.
Nissan Patrol Y60 TD2.8

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: PATROL Y60 1993,""OLÍUÞRÝSTINGUR""!!!! ?

Postfrá jeepson » 06.okt 2013, 17:04

Ég sé ekkert að þessu hjá þér.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
fritz82
Innlegg: 125
Skráður: 25.apr 2012, 18:03
Fullt nafn: Friðrik Sigurðsson
Bíltegund: LC 60 38", 4,2 Diese
Staðsetning: Rvk

Re: PATROL Y60 1993,""OLÍUÞRÝSTINGUR""!!!! ?

Postfrá fritz82 » 06.okt 2013, 17:26

Takk fyrir þetta vinir.
En jeepson, seinni 2 myndir sýna nanast engann þrysting en miklu meiri a sama snuning a öðrum myndum i sömu ökuferð. Er það sem sagt bara eðlilegt að þessir bilar seu upp og niður s.s. mælir ekki að segja satt ?
Virðingarfyllst Friðrik :)


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: PATROL Y60 1993,""OLÍUÞRÝSTINGUR""!!!! ?

Postfrá Izan » 06.okt 2013, 17:49

Daginn

Það er mjög eðlilet að smurþrýstingurinn sé hærri þegar vélin er köld því að þá er olían köld líka og þynnist þegar hún hitnar. Þegar hún þynnist á hún auðveldara með að ferðast um vélina og þá fellur þrýstingurinn.

Ég myndi ekki vilja sjá svona lágann þrýsting í nýjum mótor en þessi vél er væntanlega nálægt tuttugu ára gömul.

Í svona gömlum bílum gera svona mælar lítið annað en að auka taugaveiklun en ef þú sérð smurljósið kvikna einhverntíma skaltu hafa áhyggjur, það hinn raunverulegi mælikvarði hvort eitthvað sé ónýtt eða ekki.

Bara smyrja nógu reglulega og þá tollir þetta drasl í topplagi.

Kv Jón Garðar

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: PATROL Y60 1993,""OLÍUÞRÝSTINGUR""!!!! ?

Postfrá AgnarBen » 06.okt 2013, 18:27

Ég pældi einmitt mikið í þessu líka þegar ég eignaðist minn fyrsta Y60 Patrol. Í þeim bíl skipti ég um pung og þá sýndi hann aðeins skárri tölur en sveiflurnar voru þó alltaf til staðar. Síðan er ég búinn að eiga þrjá svona bíla og var alveg hættur að nenna að horfa á þetta, svona er þetta bara en ef þér líður betur þá skaltu bara skipta um punginn og sjá hvað gerist.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: PATROL Y60 1993,""OLÍUÞRÝSTINGUR""!!!! ?

Postfrá jeepson » 06.okt 2013, 18:35

Þetta virðist vera pínu misjafnt milli bíla. Ég er með tvo patrola. Annar 94 með 96 krami. 38" dekk og bla bla bla. Ekinn 220þús Hann er að sýna svona rétt rúm 2kg í langkeyrslu á 2500sn heitur. Hinn er 94 með orginal kraminu og á 33" Ekinn 325þús. Hann er að sýna um 4kg heitur í langkeyrslu á 2500sn. Svo sýnir hann stundum ekki nema 2kg. Það hefur reyndar hvarlað að mér að skipta hreinlega um smurolíu dæluna í 38" pattanum og sjá hvað gerist.. Prufaðu að setja einn brúsa af Prolong Oil Stabilaizer á pattann og sjáðu hvað gerist þegar að þú ert búinn að keyra í smá tíma og vélin búin að ná að hita olíuna vel. Ég set einn svona brúsa við hver olíu skipti og þetta hjálpar að halda þrýstinginum uppi. Og þetta gerir ekkert annað en gott fyrir vélina.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
fritz82
Innlegg: 125
Skráður: 25.apr 2012, 18:03
Fullt nafn: Friðrik Sigurðsson
Bíltegund: LC 60 38", 4,2 Diese
Staðsetning: Rvk

Re: PATROL Y60 1993,""OLÍUÞRÝSTINGUR""!!!! ?

Postfrá fritz82 » 06.okt 2013, 19:34

Þakka ykkur kærlega fyrir þetta.
Hvar fæ ég Prolong Oil Stabilizer ( Jeepson ) ? :)
Virðingarfyllst Friðrik :)


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 7 gestir