Titringur í stýri - ofhitnuð felga


Höfundur þráðar
Nýr Patti
Innlegg: 2
Skráður: 08.sep 2013, 14:53
Fullt nafn: Björn Lárus Örvar
Bíltegund: Nissan Patrol

Titringur í stýri - ofhitnuð felga

Postfrá Nýr Patti » 08.sep 2013, 15:17

Sælir jeppamenn
Eignaðist nýlega Nissan Patrol ´02, ekinn 100þ km, alltaf í góðu viðhaldi. Allt í einu tók hann upp á því að titra mjög í stýri á meira en 80 km hraða - fann að vinstri framfelgan varð sjóðheit og mikið sót á henni. Hvað gæti verið hér á ferðinni (hef MJÖG LITLA þekkingu á jeppamekaník)



User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Titringur í stýri - ofhitnuð felga

Postfrá Kiddi » 08.sep 2013, 15:36

Ónýt hjóllega. Það er væntanlega mikið slag í framhjólinu, ef það reynist rétt þá er orðin talsverð hætta á að hjólið hreinlega detti undan sé þetta ekki lagfært strax!


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Titringur í stýri - ofhitnuð felga

Postfrá sukkaturbo » 08.sep 2013, 17:04

Sæll tjakka upp bílinn, hjólið undan skoða bremsudiska og klossa og svo athuga með hjólalegu. Ekki aka meira á þessu fyrr en búið er að laga. kveðja guðni


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Titringur í stýri - ofhitnuð felga

Postfrá Navigatoramadeus » 08.sep 2013, 19:34

tjakka bílinn upp, setja búkka undir.

slá þéttingsfast í dekkið ofantil, ef það heyrist "klonk" eða ókennilegt hljóð, hrista hjólið ofan og neðan til, ef það er slag bendir það til legu.

ef það er ekki slag, prófa að snúa hjólinu, ef það er stíft/nánast fast bendir það til bremsu, (stimpill fastur í dælu) ef það snýst léttilega athuga hljóðið sem kemur, finnur hvort séu kúlur í legunni að skrölta eða surg frá bremsum.

líklega eru þetta bremsur fyrst það kom sót, klossar og diskar eru að snarslitna og hafa hitnað það mikið að bremsudiskurinn hefur undið upp á sig (verpst) og ónýtur (að mínu mati tekur því yfirleitt ekki að renna diska sem hafa hitnað mikið).

sést líka stundum hitablámi á disknum eftir ofhitnun.

einnig tími á að skipta um bremsuvökva ef það hefur ekki verið gert, taka dælurnar upp beggja megin og athuga að aftan.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Titringur í stýri - ofhitnuð felga

Postfrá Izan » 08.sep 2013, 21:34

Sælir

Ég er sammála síðasta ræðumanni, myndi skoða bremsudælurnar og þá sérstaklega stimpilinn og boltana sem hún rennur á til og frá. Diskurinn líklegast ónýtur og mögulega búinn að grilla leguna með því að ofhita hana. Bara byrja að skrúfa og sjá.

Kv Jón Garðar


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Titringur í stýri - ofhitnuð felga

Postfrá olei » 09.sep 2013, 02:38

Fyrst: ítreka það sem sagt er hér ofar, ekki hreyfa bílinn fyrr en búið er að rannsaka málið - það er nefnilega hugsanlegt að framhjólið sé hreinlega að detta undan. Svo er líka kostnaðarhlið á málinu, ef um er að ræða ónýtar hjóllegur geta síðustu kílómetrarnir orðið ansi dýrir.

Það væri gríðarleg heppni ef vandamálið liggur í bremsunum og þær liggja útí vegna stirðleika. Það sem er líklegra miðað við lýsingu er að það séu að hrynja hjóllegur í viðkomandi framhjóli -eins og bent er á hér að ofan. Patrol Y61 er einmitt útsettur fyrir því vandamáli.

Þegar slag kemur í framhjólalegur fer hjólið augljóslega að halla og þá kemur að því - fyrr eða síðar- að hallinn verður það mikill að bremsudiskurinn leggst út bremsuborðann öðru megin og fríhlaupið í dælunni er komið á tamp. Við þetta liggur bíllinn út í bremsu sem veldur mikilli hitamyndum og sóti meðan bremsuklossi og diskur slitna upp. Í raun má segja að þegar svona er komið þá eru það bremsurnar sem halda hjólinu undir bílnum. Það er síðan takmarkað hvað öxullinn hefur mikið pláss inni í nafstútnum og einhversstaðar í ferlinu leggst hann utan í stútinn og nuddast þar með tilheyrandi fjöri. Hann er festur í nafið gegnum framdrifslokuna (eða hub) og því mæðir mikið á lokunni líka.

Tjón af svona löguðu getur -og hefur oft- innifalið:
Ónýtar hjóllegur og pakkdósir (líka þessa litla inni í hásingarrörinu)
Ónýtt naf
Ónýtan nafstút
Ónýtan ytri öxul
Ónýta framdrifsloku
Ónýtan bremsudisk og klossa

Svona tjón kostaði á tímabili álíka og vikuferð í Karabískahafið með bestu skemmtiferðaskipum, það hefur vonandi eitthvað lagast með tilkomu eftirmarkaðs varahluta.


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Titringur í stýri - ofhitnuð felga

Postfrá Navigatoramadeus » 09.sep 2013, 07:13

flott lýsing hjá þér Ólafur, vantar "læk" takkann hérna :)


runar7
Innlegg: 169
Skráður: 06.nóv 2012, 15:58
Fullt nafn: Rúnar Hlöðversson

Re: Titringur í stýri - ofhitnuð felga

Postfrá runar7 » 09.sep 2013, 17:47

Tjón af svona löguðu getur -og hefur oft- innifalið:
Ónýtar hjóllegur og pakkdósir (líka þessa litla inni í hásingarrörinu)
Ónýtt naf
Ónýtan nafstút
Ónýtan ytri öxul
Ónýta framdrifsloku
Ónýtan bremsudisk og klossa

þetta telur sirka allt upp sem gerðist við mussoinn hjá mér þegar ég ákvað að það væri í lagi að skjótast smá stutt á honum mæli alls ekki með því

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Titringur í stýri - ofhitnuð felga

Postfrá StefánDal » 09.sep 2013, 17:56

Svo má bæta við þetta skemmdum á body hlutum ef dekkið fer undan.


Stjóni
Innlegg: 48
Skráður: 08.jún 2010, 11:29
Fullt nafn: Kristjón Jónsson

Re: Titringur í stýri - ofhitnuð felga

Postfrá Stjóni » 09.sep 2013, 19:28

Menn hafa greinilega miklar áhyggjur af því hér að hjólið fari undan.
Hvernig á það að geta gerst á bíl með diskabremsum ?

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Titringur í stýri - ofhitnuð felga

Postfrá HaffiTopp » 09.sep 2013, 19:52

Það er náttúrulega munur á að hjól fari undan (eins og vill gerast með hálffljótandi hásingar) og að brotni eða festist lega/leguhöbb og hjólið skekkist undir bílnum. Hvaða pakkdós sér um að halda drifolíunni í framdrifinu á Patrol?

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Titringur í stýri - ofhitnuð felga

Postfrá Kiddi » 09.sep 2013, 20:12

Spurt er, hvernig á framhjólið að geta farið undan.
Svarið er að bremsubúnaðurinn ræður ekkert við að halda þessu saman, það brotnar allt í spað sem er alveg rosalega skemmtilegt. Eða ekki!


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Titringur í stýri - ofhitnuð felga

Postfrá Navigatoramadeus » 09.sep 2013, 20:43

spurt er; af hverju verður bensín dökkt og illbrennanlegt eftir að hafa verið í áltanki í nokkra mánuði ?

svarið er......


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Titringur í stýri - ofhitnuð felga

Postfrá Brjotur » 16.sep 2013, 12:34

Sælir eg ætla að deila sma reynslusögu varðandi þetta mal er reyndar sammala um að þetta bendi a bremsurnar frekar, en varðandi að hjolið fari undan nei , eg er buinn að lenda alloft i þessu framhjloaleguveseni , alltaf a 44 dekkjum en einu sinni var eg að koma ofan af Eyjafjallajökli og þa for framhjolalega en sökum þess að eg var að aka með einungis 2 pund i dekkjum fann eg það ekki timanlega og keyrði lengi , of lengi a onytri legunni og a Hamrgarðsheiðinni þa festist hjolið og var billinn ekki hreyfður meira i það skiftið :( daginn eftir mæti eg með verkfærin nyjan stut legur og alles og geri klart til aksturs, en eg gat ekki með nokkru moti komið bremsdælunni a diskinn og skrufað fast :( við nanari skoðun kom i ljos að bremsudæluhaldarinn sem er nu nokkuð voldugt stykki var bogið innavið eftir að eg hafði keyrt of lengi a þvi , mitt point er semsagt að diskurinn er að halda hjolinu a sinum stað,

Kveðja Helgi Brjotur

User avatar

Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Titringur í stýri - ofhitnuð felga

Postfrá Eiður » 16.sep 2013, 13:05

Brjótur þú segist hafa verið á 2pundum og þar af leiðandi ekki á ýkja mikilli ferð? og stykkið bognar, hvað ef þú hefðir verið á 70-90 km/klst. þegar hjólið festist?

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Titringur í stýri - ofhitnuð felga

Postfrá StefánDal » 16.sep 2013, 13:15

Þeir eru misjafnir bremsudiskarnir. Eflaust getur nýlegur og sterkur diskur haldið í einhvern tíma. En ég hef enga trú á því að gamall og þunnur diskur haldi. Maður hefur séð þessa diska hrökkva í sundur við lítil átök.


Stjóni
Innlegg: 48
Skráður: 08.jún 2010, 11:29
Fullt nafn: Kristjón Jónsson

Re: Titringur í stýri - ofhitnuð felga

Postfrá Stjóni » 16.sep 2013, 18:42

Eiður wrote:Brjótur þú segist hafa verið á 2pundum og þar af leiðandi ekki á ýkja mikilli ferð? og stykkið bognar, hvað ef þú hefðir verið á 70-90 km/klst. þegar hjólið festist?


Ég hef lennt í þessu á c.a. 80-90 km/klst á 44 tommu Patrol, dekkið fór ekki undan og þetta var engin voða panik. Það sem var ónýtt eftir þetta voru legurnar, legustúturinn og ABS skynjarinn, einnig skemmdust aðeins rillurnar allra fremst á öxlinum en hann var nothæfur samt. Ég hafði tekið eftir því áður en þetta gerðist að pumpa þurfti upp bremsurnar, það var ekki fyrr en legurnar fóru að ég fattaði af hverju það var.
Þetta er bara eitt dæmi og sannar því ekki að dekkið geti ekki farið undan.


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Titringur í stýri - ofhitnuð felga

Postfrá Brjotur » 17.sep 2013, 02:21

Sælir aftur vissulega rettmætar efasemdir herna, en hjolið hefði ekki bremsað a þeirri ferð , þa hefði draslið bara skrallað lengur, en eg reyndar held að allir myndu vera bunir að finna þetta a þeirri ferð og a malbikskeyrslu , tel ekki að það þurfi jeppakall með reynslu til að finna þegar hjolalega er farin svona i rusl uti a vegi , eg hef fundið þegar þegar lega fer i akstri uti a vegi og þa það snemma að ekkert skemmist :)

kveðja Brjotur

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Titringur í stýri - ofhitnuð felga

Postfrá Hfsd037 » 17.sep 2013, 03:02

Diskurinn heldur dekkinu, ég hef prufað það á 30km löngum akstri á sirka 20-30km hraða og var það í algjörri neyð..
En það er nokkuð öruggt að gengjurnar á nafinu eyðileggist ef legan losnar á ferð, ég náði að lemja splitti á nafið svo legan myndi ekki renna af, en áður en ég gerði það þá var ég búinn að keyra 4-5 km á öðrum disknum.
Þetta gerðist á sirka 80km hraða og kom mér á óvart hvað þetta gerðist mjúklega..

En þú átt að finna það á bremmsunni hvort að legan sé laus, bremmsupedallinn fer neðar en vanalega sé ekki nógu vel hert að legunni, dælan gliðnar í sundur sé eitthvað slag í legunni..
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Titringur í stýri - ofhitnuð felga

Postfrá sukkaturbo » 17.sep 2013, 07:47

Sælir félagar hvernig væri að fá fréttir af hvað það var sem olli þessum vibring og hita. kveðja Guðni


Höfundur þráðar
Nýr Patti
Innlegg: 2
Skráður: 08.sep 2013, 14:53
Fullt nafn: Björn Lárus Örvar
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Titringur í stýri - ofhitnuð felga

Postfrá Nýr Patti » 26.sep 2013, 15:32

Sælir,
Þakka ykkur fyrir öll svörin og pælingarnar. Ég hef lært heilmikið af þessum umræðum en ég fór með jeppann - keyrði löturhægt - til bifvélavirkja. Ekkert reyndist að hjólalegum, bremsudiski eða klossum (!), en pústfestingar reyndust lausar sem geta valdið titringi að sögn bifvélavirkjans. Hann gat þó ekki útskýrt sótið á framfelgu og hvers vegna hún hitnaði svona, nema þá að klossar hafi legið út í en ekki lengur. Allavega, eftir þessa skoðun skellti ég mér í mína fyrstu ferð með Litlunefnd 4X4, Hungurfits-leið, um síðustu helgi. Jeppinn var næstum "sjúkdómalaus", nema hvað sama felgan hitnaði aðeins á leiðinni austur, og ég varð var við smá titring (mun minni en áður) á smá kafla en svo hvarf hann. Á bakaleiðinni varð ég einskis vart og felgan hitnaði ekkert.

Af öðru: - Forsvarsmenn þessarar ferðar eiga svo hrós skilið fyrir einstakt skipulag og fróðlegar upplýsingar.
Enn og aftur, kærar þakkir.

Björn


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Titringur í stýri - ofhitnuð felga

Postfrá Izan » 26.sep 2013, 21:15

Sæll

Ég ætla að leyfa mér að vera ósammála bifvélavirkjanum þínum því að ef felgan hitanar í akstri þannig að þú getir ekki komið við hana þá er eitthvað að.

Ég sagði hérna á undan og hef heldur styrkst í þeirri skoðun minni að bremsudælurnar séu fastar þ.e. annaðhvort stimpillinn fastur úti eða boltarnir sem færa bremsudæluna til svo að báðir klossarnir taki jafnt á. Þetta er leikur einn að athuga, bara taka dekkið undan og klossana úr og þá geturðu prófað bæði boltana og stimpilnn. Boltarnir eiga að vera laflausir en stimpillinn á að gefa eftir af meiri yfirvegun en þú finnur strax ef hann er fastur.

Kv Jón Garðar


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Titringur í stýri - ofhitnuð felga

Postfrá grimur » 26.sep 2013, 23:29

Alveg sammála. Nafið á að rétt volgna í keyrslu, aðallega útaf því að það leiðir hita frá bremsudisknum. Ef felgan er heit er eitthvað að. Líklega stirðleiki í dælu eða stýringunum sem hún liggur í. Það er alltaf gott að rífa það dót reglulega. Hreinsa upp og fylla með góðri feiti. Stimplarnir eru erfiðari, rétt að fá fagmann eða vanan kunningja í að laga til og skipta um þau gúmmí, stimpla og þéttingar. Ef stimplarnir eru liðugir og ganga inn átakalaust þá er líklega best að láta þá vera.

Kv
G


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 4 gestir