Síða 1 af 1

Kraftlaus td27

Posted: 20.aug 2013, 01:48
frá oddur11
sællir.
ég er með nissan duble cab '95 2.7 turbo dísel með vandamál sem lýsir þannig að hann fer ekki yfir 1500snúninga og algörlega kraftlaus.
næ honum ekki hraðar en 80 niður brekku og en verra upp.
er búin að skipta um síuna og ekki lagaðist það.

er einhver hér sem hefur lent í svipuðu vandamáli eða veit hvað þetta er?

Re: Kraftlaus td27

Posted: 20.aug 2013, 02:41
frá olei
Ef þessi bíll er með EGR Þá er fyrsta vers að taka vakúmslönguna úr EGR ventlinum og tékka hvort að það sé sog á henni í hægagangi - sem á ekki að vera. Standi ventillinn opinn reykir græjan í lausagangi við inngjöf og vinnur ekki baun.

Re: Kraftlaus td27

Posted: 20.aug 2013, 12:49
frá Grímur Gísla
Wastegate lokinn gæti staðið opinn. Þ.E. lokinn sem er á túrbínunni og getur opnað milli loftsins og pústsins, þessi loki getur stífnað vegna sóts.

Re: Kraftlaus td27

Posted: 20.aug 2013, 13:12
frá oddur11
Mér heyrist túrbínan ekki snúast ,getur þetta ekki tengst olíuverkinu ??

Re: Kraftlaus td27

Posted: 20.aug 2013, 20:35
frá thor_man
Þetta er loftflæðiskynjarinn, lýsingin er nakvæmlega eins og hjá mér þegar hann bilaði á samskonar bíl. Gat haldið honum í brúk stutta stund í einu með sérstöku hreinsispreyi, en ný svona græja er óhugnalega dýr orginal.

Re: Kraftlaus td27

Posted: 20.aug 2013, 20:50
frá oddur11
thor_man wrote:Þetta er loftflæðiskynjarinn, lýsingin er nakvæmlega eins og hjá mér þegar hann bilaði á samskonar bíl. Gat haldið honum í brúk stutta stund í einu með sérstöku hreinsispreyi, en ný svona græja er óhugnalega dýr orginal.


ég er bara ekki að fynna neinn loftlæðiskynjara :/

Re: Kraftlaus td27

Posted: 20.aug 2013, 20:57
frá birgiring
Er nokkur loftflæðiskynjari í árg.1995?? Ég efast stórlega um það.

Re: Kraftlaus td27

Posted: 20.aug 2013, 21:17
frá oddur11
birgiring wrote:Er nokkur loftflæðiskynjari í árg.1995?? Ég efast stórlega um það.


ég er farinn að halda að svo sé ekki!

Re: Kraftlaus td27

Posted: 21.aug 2013, 11:22
frá Izan
Sælir.

Ég átti Nissan 2.5 diesel og svipað vandamál kom upp í honum. Ég skipti um hráolíusíu og ekkert breyttist en var þá sagt frá fínni netsíu í olíuverkinu sem var smekkfull af einhverjum fínum þráðum sem mér var sagt að kæmu úr vitlausri gerð af hráolíusíum. Kíktu á þetta, sían ætti að vera staðsett undir olíurörinu og jafnvel frekar djúpt þar ofaní.

Kv Jón Garðar

Re: Kraftlaus td27

Posted: 21.aug 2013, 12:50
frá oddur11
Izan wrote:Sælir.

Ég átti Nissan 2.5 diesel og svipað vandamál kom upp í honum. Ég skipti um hráolíusíu og ekkert breyttist en var þá sagt frá fínni netsíu í olíuverkinu sem var smekkfull af einhverjum fínum þráðum sem mér var sagt að kæmu úr vitlausri gerð af hráolíusíum. Kíktu á þetta, sían ætti að vera staðsett undir olíurörinu og jafnvel frekar djúpt þar ofaní.

Kv Jón Garðar

Er nu þegar buin að leita þar og ekkert

Re: Kraftlaus td27

Posted: 23.aug 2013, 07:44
frá oddur11
náði að laga þetta með smá blöndu (veit ekki alveg hvernig mér datt þetta í hug).. 2.5 litrar af bensín, slump af 2gegnis bætiefni og topað 5litra með dísel.

helti því á tankinn startaði gaf í, og allt í einu kom stórt svart ský og allur krafturinn kominn aftur :)

Re: Kraftlaus td27

Posted: 23.aug 2013, 08:57
frá jongud
oddur11 wrote:náði að laga þetta með smá blöndu (veit ekki alveg hvernig mér datt þetta í hug).. 2.5 litrar af bensín, slump af 2gegnis bætiefni og topað 5litra með dísel.

helti því á tankinn startaði gaf í, og allt í einu kom stórt svart ský og allur krafturinn kominn aftur :)


Greinilega drullugir spíssar eða lagnir...

Re: Kraftlaus td27

Posted: 23.aug 2013, 12:10
frá villi58
oddur11 wrote:
Izan wrote:Sælir.

Ég átti Nissan 2.5 diesel og svipað vandamál kom upp í honum. Ég skipti um hráolíusíu og ekkert breyttist en var þá sagt frá fínni netsíu í olíuverkinu sem var smekkfull af einhverjum fínum þráðum sem mér var sagt að kæmu úr vitlausri gerð af hráolíusíum. Kíktu á þetta, sían ætti að vera staðsett undir olíurörinu og jafnvel frekar djúpt þar ofaní.

Kv Jón Garðar

Er nu þegar buin að leita þar og ekkert

Þessa þræði hef ég séð í síum og þeir koma með olíunni ekki úr síunni, hef oft heyrt svipaðar sögur.