Síða 1 af 1

Kúplingsvandræði í patrol Y60

Posted: 17.aug 2013, 19:12
frá jeepson
Sælir félagar. Nú þarf ég að fá alla til að leggja höfuðið í bleiti fyrir mig. Í dag skiptum við um kúplinguna í frúar pattanum. Þannig að nú er nýr diskur,pressa og lega. Bíllinn heldur áfram að snuða í öllum gírum. Enda er aflið svo gríðalega mikið. Um leið og ég aftengi hjálpar átakið snuðar hann síður. Þegar að vacumið er á þá snuðar hann í öllum gírum á jafnsléttu. En þegar að ég aftengi þetta snuðar hann síður og jafnvel þá bara pínu upp brekkurnar. Einnig við það að aftengja vacumið fæ ég dauðafærslu í pedalan. Það gerist reyndar líka fyrst með vacuminu tengdu en eftir svona 1-2mín er pedallinn farinn að taka alveg í topp. Það liggur við að það sé nóg að horfa á pedalann til þess að láta drusluna kúpla. Hvað gæti verið vandamálið??? Þetta tengist klárlega eitthvað vacuminu, en ég finn engar stýringar eða ventla sem tengjast kúplinguni.

Re: Kúplingsvandræði í patrol Y60

Posted: 17.aug 2013, 21:30
frá Hfsd037
Hljómar eins og það sé loft inn á kerfinu, checkaðu á því.

Re: Kúplingsvandræði í patrol Y60

Posted: 17.aug 2013, 21:49
frá jeepson
Ekki alveg. Við skiptum um höfuðdæluna með kútnum og svo settum við nýjann vökva á draslið. Og alt eins og það á að vera. Nem að nú þarf ég að læra að kúpla uppá nýtt þar sem að ég ekki vanur því að hafa kúplinguna svona létta og fína :)

Re: Kúplingsvandræði í patrol Y60

Posted: 17.aug 2013, 23:16
frá StefánDal
Stendur þrællinn á sér? Kemst kannski ekki alveg inn aftur?

Re: Kúplingsvandræði í patrol Y60

Posted: 17.aug 2013, 23:39
frá jeepson
StefánDal wrote:Stendur þrællinn á sér? Kemst kannski ekki alveg inn aftur?


Hann hlýtur að gera það fyrst að alt virkar eðlilega eftir að við skiptum um höfuðdæluna :) Kúplingin er líka létt og fín núna. Hún var frekar stíf. og tók alveg efst nema að maður tæki vacumið af henni. En núna virkar þetta alt eins og á að gera. Ég á svo eftir að taka gömludæluna í sundur og skoða inní hana.

Re: Kúplingsvandræði í patrol Y60

Posted: 18.aug 2013, 21:36
frá Steinmar
Það sem er að gerast er að kúplingsdælurnar eru að ýta á kúplinguna og þessvegna snuðar hún.

Þetta hljómar dálítið eins og það hafi verið búið að "stilla" slitið úr. Athugaðu hvort ekki er hægt að stilla legginn/pinnan sem kemur út úr þrælnum (stytta hann). Einnig er venjulega hægt að stilla pedalann/pinnan undir mælaborðinu.

Gangi þér vel með þetta.

Kv. Steinmar

Re: Kúplingsvandræði í patrol Y60

Posted: 18.aug 2013, 21:56
frá jeepson
Lesa betur strákar. Það er búið að laga þetta. Líklegast var membran í vacum kútinum á höfuðdæluni ónýt.

Re: Kúplingsvandræði í patrol Y60

Posted: 18.aug 2013, 22:23
frá Sævar Örn
Ef þú skiptir einnig um höfuðdæluna þá er ég nokkuð viss um að öxullinn úr henni sem tengist við petalann hafi verið skrúfaður út einhverntíma áður,
þ.e.a.s. þessari gömlu dælu sem þú tókst úr
sem gerir það að verkum að þegar þú settir nýju kúplinguna í, þykkari disk og þessháttar þá var kúplingin í raun alltaf hálfvegis á vegna þess að höfuðdælan slakaði aldrei alveg til baka.

sennilega hafði ekkert verið fiktað í öxlinum á "hinni" höfuðdælunni og því virkar kúplingin svona vel

þetta er þekkt dæmi og að mínu mati bara til trafala þegar fólk fer að fikta í þessari stillingu, oftast gerir hún nánast ekkert gagn þegar kúplingar eru á annað borð farnar að snuða

Re: Kúplingsvandræði í patrol Y60

Posted: 18.aug 2013, 23:05
frá StefánDal
Það væri gott að skrifa "Þetta er komið í lag" Gísli ;)

Re: Kúplingsvandræði í patrol Y60

Posted: 19.aug 2013, 08:31
frá jongud
StefánDal wrote:Það væri gott að skrifa "Þetta er komið í lag" Gísli ;)


Hann gerði það...

jeepson wrote:Ekki alveg. Við skiptum um höfuðdæluna með kútnum og svo settum við nýjann vökva á draslið.
Og alt eins og það á að vera.
Nem að nú þarf ég að læra að kúpla uppá nýtt þar sem að ég ekki vanur því að hafa kúplinguna svona létta og fína :)