Verðkönnun á kúplings setti í patrol Y60
Posted: 11.júl 2013, 19:02
Jæja smá verð könnun í dag. Ég hringdi í nokkra aðila og athugaði verð á kúplingssetti í patrol. Semsagt disk, pressu og legu. Hjá Stillingu kostar settið 65þús hjá fálkanum 50þús, Bílanaust 48þús og AB varahlutir buðu besta verðið 42þús Ég á reyndar eftir að hringja í Poulsen og kanna verðið þar. Einnig klikkaði ég á að athuga hvort að það væri 4x4 afsláttur hjá öllum nema Bílanaust. Og þá kostaði kúplingssettið rúm 41þús með aflsætti hjá þeim.
P.S mig minnti að það ætti að vera til þráður hérna sem hét neytendavaktin. Ég finn hann ekki.
P.S mig minnti að það ætti að vera til þráður hérna sem hét neytendavaktin. Ég finn hann ekki.