Síða 1 af 1

Terrano 2.4i vélavandræði

Posted: 02.júl 2013, 20:53
frá magnum62
Sælir. Í bílnum er bensín 2.4i Ford Maveric vél og lýsa vandræðin sér eftirfarandi. Í keyrslu dó bíllinn allt í einu. Búið er að athuga allt í bensínlögn og rafmagni þ.e.a.s. kerti kveikiþræði, háspennukefli, rafgeymi og annað og nú þegar hefur verið leytað til umboðs og þjónustuverkstæða, þá hefur svarið verið að það verði að koma með bílinn og kóðalesa hann. !!! Það er eitthvað með loftskynjara eða svo er mér sagt sem virðist vera málið, en það getur enginn upplýst hvar eða hvernig á að gera við hann. Því leita ég hingað. :)