Patrol Y61, Tækniþráður

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Patrol Y61, Tækniþráður

Postfrá íbbi » 23.maí 2013, 20:56

síðustu viku tvær hef ég verið að skoða patrola fyrir félaga minn,

bílarnir sem ég hef verið að skoða eru 38-44" breyttir og það verður að segjast að úrvalið af þeimm fullbreyttum er töluvert, og útfærslunar af þeim líka.

ég hef ekki átt svona bíl sjálfur, en grunaði það áður og veit það núna að ég myndi ekki leyta lengra ef ég væri að fá mér jeppa.
mér hefur hinsvegar mikið langað að komast í ótæmandi viskubrunn um tæknihliðar þessa bíla. hvað varðar viðhald, breytingar og allt þetta venjulega, það er mikið af þeim og margir með mismunandi skoðanir.
það er svo leiðgjarnt að setja inn stakar spurningar varðandi allt sem maður er að spá, þannig að mig datt í hug að menn væru ekki til í góðan tækni/upllýsinga þráð um patrolana.

ég tek það fram að ég fann ekki patrol tækniþráð þegar ég leyta, en fann pajero og cherokee þræði.

mbk, ívar


1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Patrol Y61, Tækniþráður

Postfrá Járni » 23.maí 2013, 21:26

viewtopic.php?f=23&t=150

Hér er smá milligírsfróðleikur. Þess má til gamans geta að þetta hefur reynst mér vel, engar bilanir og bráðnauðsynlegt að mínu mati.
Hraðakstur er ofmetinn.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Patrol Y61, Tækniþráður

Postfrá íbbi » 24.maí 2013, 00:12

ég hef tekið eftir að sílsarnir á þeim virðast ryðga dáldið hressilega,

er ekki hissa m.v reynslu mína af terrano og flr nissan,

eru fleyri ryðsæknir staðir í þessum bílum?
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Kalli
Innlegg: 410
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Patrol Y61, Tækniþráður

Postfrá Kalli » 24.maí 2013, 00:59

grindin riðgar líka.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol Y61, Tækniþráður

Postfrá jeepson » 24.maí 2013, 05:14

Grindurnar vilja fara að aftan.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


dors
Innlegg: 190
Skráður: 01.feb 2010, 22:32
Fullt nafn: Halldór Bogi Sigurððson

Re: Patrol Y61, Tækniþráður

Postfrá dors » 24.maí 2013, 09:55

hér er ágætis fróðleikur að vísu y60 bíllinn
http://patrol-gr.net/pages.php?pageid=512

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Patrol Y61, Tækniþráður

Postfrá íbbi » 24.maí 2013, 10:09

þetta er allt á réttri leið drengir 8)

hvar fer grindin? þetta er atriði sem maður þarf að hafa í huga
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Kárinn
Innlegg: 180
Skráður: 08.apr 2010, 10:13
Fullt nafn: Kári Rafn Þorbergsson

Re: Patrol Y61, Tækniþráður

Postfrá Kárinn » 24.maí 2013, 11:22

Grindin riðgar í kringum tankinn og í rauninni þar sem hún byrjar að fara upp fyrir afturhásingu og allveg aftur, þetta er misjafnlega mikið eftir bílum, fer sennilega eftir riðvörn og hvað þeir hafa verið mikið í saltinu. Gólfið undir bílstjóranum á það til að riðga sem og boddýfestingar á grindinni, skottið og sílsarnir, og síðast en ekki síst Brettin að framan og aftan, á breittu bílunum sem hefur ekki verið gengið nægilega vel frá undir köntunum á þetta til að koma uppundan þeim. þetta er komið í marga Y60 bílanna en hugsa nú að 61 sé ekki eins slæmur.
Lokurnar eiga það til að svíkja, annað hvort fara dýru leiðina og kaupa fastar lokur hjá renniverkstæði ægis eða sjóða bara orginallokur, virkar eins.
hjólalegurnar endast 20 þúsund á 44" ef þú endurnýjar ekki feitina í þeim, hef rifið þetta á 10þús km fresti og þá endast þær 60 þús allavega.
Framhásingin þolir ílla langstökk og þarf að styrkja hana vel út við hjól.
Topplúan á það til að stirna, handfangið til að opna afturhurðina gengur ekki sjálfkrafa til baka,
membran fyrir afturlásinn á til að fyllast af vatni, þarf að skoða þetta á hálfsársferesti, hreinsa og gera.
þegar þú ert kominn með 350+ hestafla vél þá geta framöxlar farið að brotna ef ekki er farið varlega, en aldrei verið vandamál með 3,0 eða 2,8
Mæl með V8 vél í þetta og þá eru þetta með skemmtilegustu bílum

þetta er svona það helsta sem ég man eftir í augnablikinu, búinn að halda nokkrum ferðaþjónustubílum gangandi í nokkur ár, þeir eru notaðir og enginn malbikskeyrsla, snjóakstur, ár, og allt það nánast engöngu. Búinn að reyna landcruiser 80 í þessu og ég seldi hann mjög fljótt. Búinn að eiga 15 patrola sjálfur og eiga örugglega eftir að vera fleiri. örugglega einhverjir með aðra skoðun á þessu en þetta er mín reynsla

kv. Kárinn

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Patrol Y61, Tækniþráður

Postfrá jongud » 24.maí 2013, 14:58

Maður hefur heyrt ýmislegt misjafnt um Patrol, og þá sérstaklega Y60 týpuna.
Ég tek fram að ég hef ekki átt Patrol, þetta er allt eitthvað sem "maður hefur heyrt"
Hinsvegar finnst mér fáir jeppar standast honum snúning þegar kemur að þægindum í langkeyrslu.
Sumt virðist japaninn hafa lagað þegar Y61 kom.

Einhverja sögur heyrði maður af mikilli eyðslu á 2.8 vélinni en það átti að hafa batnað með tölvustýringunni, en þá varð allt rafmagnsdótið til vandræða.

Gírkassarnir eiga að vera betri (sterkari) í Y61
Gamli Y60 var með eilíf hedd- og vatnskassavandræði, það fer tvennum sögum af því hvort það hafi lagast með Y61


Stjóni
Innlegg: 48
Skráður: 08.jún 2010, 11:29
Fullt nafn: Kristjón Jónsson

Re: Patrol Y61, Tækniþráður

Postfrá Stjóni » 24.maí 2013, 15:12

Það er meira hvað sumir geta verið óheppnir, ég hef átt Patrola í tólf ár og ekki lent í neinu nema skifta um bremsu klossa og þessháttar. Á núna Y61 ekinn c.a. 220.000 og nóg eftir af honum. Þegar ég seldi þann gamla (Y60) var hann kominn í 300.000+. Ég ætti hann örugglega ennþá ef hann hefði ekki verið svona riðgaður.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Patrol Y61, Tækniþráður

Postfrá íbbi » 24.maí 2013, 16:15

ég hef séð grindurnar stappryðgaðar í Y60,

fúlt að grindin sé svona í Y61 líka
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

RunarG
Innlegg: 194
Skráður: 24.sep 2010, 08:55
Fullt nafn: Rúnar Þór Gestsson

Re: Patrol Y61, Tækniþráður

Postfrá RunarG » 24.maí 2013, 16:58

það eru alveg sömu grindur i y60 og y61 bílunum ;)
Nissan Patrol 44" fulllæstur með lógír og öllu draslinu

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol Y61, Tækniþráður

Postfrá jeepson » 24.maí 2013, 19:09

Pattinn er gríðalega skemtilegur og góður bíll. Menn þurfa bara að læra bæði kostina og gallana sem fylgja þessum bílum. Það er auðvitað engin jeppi galla laus. Ég er búinn að eiga pattann minn í 2 1/2 ár. Hann hefur reynst mér mjög vel. Alveg rosalega góður og þægilegur ferða jeppi. Það hefur lítið bilað. Ég er búinn að ganga í gegnum túrbínu skipti og púst/soggreina pakingar skipti. Svo núna hef ég verið að dunda við að setja nýjar stýringar frá landvélum fyrir aftur lásin. Og skipti um vacum pungin fyrir læsinguna að aftan. Bíllinn er lítið ryðgaður grindin er strá heil Ég skipti nú reyndar um fram öxla fyrir páska og pakkdósir í hásinga stútunum og liðhúsa sköfurnar. Öxla vandræðið stóð af því að það var búið að auka beygju radíusinn þannig að bíllinn lagi hrikalega vel á. En þessu var svo breytt svo að ég myndi nú ekki eyðileggja liðina í hinum öxlunum. Mér var sagt að skipa um vatnskassa á 150þús km fresti og vatnsdælur reglulega. Hvað sem reglulega þýðir. Ætli meigi ekki ganga útfrá því að maður skipti um dælurnar á svona 80þús km fresti. Ef að þetta væri gert þá væri ekkert hedd vandamál. Og kaupa svo grænan eða bláan frostlög og skipta um einu sinni á ári.. Ég er allavega það sáttur við þessa jálka að ég ætla að skipta cherokeeinum mínum út fyrir annan patrol á 33"
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Patrol Y61, Tækniþráður

Postfrá Járni » 25.maí 2013, 09:54

Meiri tækni, minna offtopic.

Manual fyrir Y61 1998 árgerð
https://mega.co.nz/#!QE9znTJR!cEphuCvS2 ... aCGf3LwR-4 (34.3 MB)
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Patrol Y61, Tækniþráður

Postfrá Hfsd037 » 26.maí 2013, 17:55

Jú, rétt, leyfum þessum þræði að njóta sín.. Verst er samt hvað menn eru latir að rita um Patrol hingað inn, hvað varð um alla Patrol eigendur allt í einu?

Mér þætti gaman að sjá hvaða leiðir menn hafa farið í 44" breytingum, þær hljóta að vera nokkrar, varla fara allir eftir sömu uppskriftinni?
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Patrol Y61, Tækniþráður

Postfrá Járni » 26.maí 2013, 21:48

Ef ég fæ eitt like á það tek ég til í þessum þræði.
Pjúra prófessionalismi, kemur bílaeign minni ekkert við, ég lofa.

Edit - Eftir stutta atkvæðagreiðslu tók ég til í þræðinum.

Annars má geta þess að hægt er að koma strípaðri Finidælu inn í vinstra afturbrettið, setja mjög stabílla og fína fartölvufestingu mælaborðið á eldri pre facelift bílunum sem eru ekki með risa útvarpi og 10cm hækkun á fjöðrun er algeng fyrir 38" breytingu en 17cm fyrir 44". Boddýhækkun er sjaldan framkvæmd, eftir því sem ég best veit.
Land Rover Defender 130 38"


thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Patrol Y61, Tækniþráður

Postfrá thorjon » 26.maí 2013, 22:01

....LIKE.... þá er það komið ;)
en að FINI dælunni í v. brettið,, hef einmitt verið að velta þessu fyrir mér og gott að heyra að þetta hefur verið gert. En áttu einhverjar myndir eða annað hvernig er gengið frá þessu ?

User avatar

GFOTH
Innlegg: 1025
Skráður: 18.apr 2010, 20:42
Fullt nafn: G.Fannar Ó.Thorarensen
Bíltegund: NISSAN PATROL

Re: Patrol Y61, Tækniþráður

Postfrá GFOTH » 26.maí 2013, 22:02

Like á það
Nissan Patrol 2000 44" Y61
Nissan Patrol 1991 33" Y60 SELDUR
Nissan Terrano 1999

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Patrol Y61, Tækniþráður

Postfrá Járni » 26.maí 2013, 22:48

thorjon wrote:....LIKE.... þá er það komið ;)
en að FINI dælunni í v. brettið,, hef einmitt verið að velta þessu fyrir mér og gott að heyra að þetta hefur verið gert. En áttu einhverjar myndir eða annað hvernig er gengið frá þessu ?


Ég á engar myndir frá mixinu sjálfu en tók eina mynd af því hvernig þetta lítur út akkúrat núna. Þessu er klambrað saman af mér, ég hef ekki séð hvernig þetta er gert í öðrum bílum.

image_2 (Medium).jpeg

Ég skar smávegis úr klæðningunni til að koma henni fyrir. Einnig bætir það loftflæði.
Þarna bakvið er einnig pressustatið. Kúturinn er á innanverðri grindinni, hægra megin rétt fyrir aftan miðju.
Á langtíma planinu er að setja eitthvað vírnet að grind yfir þetta, því kæliviftan er enn á sínum stað og því leiðinlegt ef eitthvað færi þarna niður.

image (Medium).jpeg

Og hér má sjá tölvuborðið og festinguna. Ég er með 10" netbók með Win8 og ssd disk. Gamalt göngutæki tengist við tölvuna sem og 12v hleðslutæki.

image_1 (Medium).jpeg
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol Y61, Tækniþráður

Postfrá jeepson » 27.maí 2013, 19:00

Flott tölvu borð :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 12 gestir