Síða 1 af 1
[Konið] Hjálp, engin ljósá parkperur að aftan og framan!
Posted: 16.maí 2013, 13:05
frá eyberg
Vantar hjálp.
Það koma ekki ljós á parkperur hjá mér að afta né að framan þegar ég set ljósin á.
Þegar dagljósa búnaður er á þá kemur ljós á parkperur að aftan en ekki að framan!
Hvað getur þetta verið og hvaða lausn væri á þessu vandamáli.
Er búinn að skoða öryggi inni og í húddi.
Fékk ekki skoðun á bílin.
Re: Hjálp, engin ljósá parkperur að aftan og framan!
Posted: 16.maí 2013, 13:38
frá villi58
Eru engin önnur öryggi ?
Re: Hjálp, engin ljósá parkperur að aftan og framan!
Posted: 16.maí 2013, 14:10
frá Kristinn
Ég myndi skoða dagljósabúnaðinn sjálfan.. var með sunny sem hagaði sér eins og þetta og það voru farnar lóðningar inni í búnaðinum sem gerðu þetta rugl á ljósum..( það er hægt að lóða það upp á nýtt).b kv Kristinn
Re: Hjálp, engin ljósá parkperur að aftan og framan!
Posted: 16.maí 2013, 15:00
frá eyberg
Er búinn að finna út að þetta er þessi heili sem stýrir dagljósum.
Hér er þetta.


Vantar svona er víst í nokrum gerðum af Nissan bílum.
Re: Hjálp, engin ljósá parkperur að aftan og framan!
Posted: 16.maí 2013, 18:14
frá StefánDal
Prufaru ekki að hreinsa upp þessi plögg og sprauta á þau smá contact spreyji?
Re: Hjálp, engin ljósá parkperur að aftan og framan!
Posted: 16.maí 2013, 18:49
frá eyberg
Gerði það :-) en það hefur komist vatn á prentplötuna líka.
Ég finn þetta ekki á hinum stóra veraldavef, en miða við að þetta sé að klikka þá er ekkert talað um þetta á netinu :-)
Er að vona að þetta finist hér heima.
Re: Hjálp, engin ljósá parkperur að aftan og framan!
Posted: 16.maí 2013, 19:15
frá íbbi
lausnin er að fjarlægja heilan og tengja framhjá honum,
þetta er alveg klassískt terrano fail, nesradio eru með e-h patentlausn á þessu, þeir löguðu annann bílinn hjá mér
Re: Hjálp, engin ljósá parkperur að aftan og framan!
Posted: 16.maí 2013, 19:25
frá eyberg
íbbi wrote:lausnin er að fjarlægja heilan og tengja framhjá honum,
þetta er alveg klassískt terrano fail, nesradio eru með e-h patentlausn á þessu, þeir löguðu annann bílinn hjá mér
Þetta er líka spurning að láta þetta virka heldur en að rífa alltaf allt í burtu :-)
Re: Hjálp, engin ljósá parkperur að aftan og framan!
Posted: 16.maí 2013, 19:30
frá íbbi
já vissulega,
en það hefur gengið upp og ofan hjá mönnum, þegar þetta gerðist hjá mér voru öll svör á somu leið.
síðan það var tengt framhjá hjá mér hafa ljósin á bílnum í fyrsta skipti ever verið til friðs
Re: Hjálp, engin ljósá parkperur að aftan og framan!
Posted: 16.maí 2013, 19:49
frá eyberg
Já er búinn að heira þetta fra öðrum líka en ég er bara þanig að ef það er minsti möguleiki að gera við þetta þá geri ég það :-)
Er búinn að om mæla plötuna og hún er í lagi, ef ég get ekki reddað mér öðru stikki þá fer maður í að lóða og fiffa :-) en ég mun færa þetta stikki inní húddið svo þetta fari ekki somu leið.
Re: Hjálp, engin ljósá parkperur að aftan og framan!
Posted: 17.maí 2013, 13:14
frá eyberg
Jæja er búinn að tengja þetta uppá nýtt og færa þennan búnað frá því eða vera ínní frambretti hægra megin og setti það við öryggisboxið inni í huddi svo þetta sé ekki í ausandi vasgangi, á eftir að ganga frá þessu betur.
Fékk skoðun og allt virka.
Myndir af lausn.




Re: [Konið] Hjálp, engin ljósá parkperur að aftan og framan!
Posted: 17.maí 2013, 17:28
frá Stebbi
Ef þú vilt ganga 110% frá tenginu þá er hægt að fá í S.Guðjónson og Ískraft epoxy steypu sem þú getur hellt ofaní gamla tengið. Þá ætti þetta að vera algjörlega vatnshellt.
Re: [Konið] Hjálp, engin ljósá parkperur að aftan og framan!
Posted: 17.maí 2013, 17:33
frá eyberg
Stebbi wrote:Ef þú vilt ganga 110% frá tenginu þá er hægt að fá í S.Guðjónson og Ískraft epoxy steypu sem þú getur hellt ofaní gamla tengið. Þá ætti þetta að vera algjörlega vatnshellt.
Takk fyrir það, var að vonast að þetta færi að koma fljótlega (Plasti Dip)
https://www.facebook.com/plastidipislandÞeir eru með liquid tape.

Re: [Konið] Hjálp, engin ljósá parkperur að aftan og framan!
Posted: 17.maí 2013, 17:48
frá Haffi
áts.. ég myndi klippa gamla tengið frá og lóða þetta saman og setja herpihólk utanum það. Þetta verður aldrei til friðs svona ;)
Re: [Konið] Hjálp, engin ljósá parkperur að aftan og framan!
Posted: 17.maí 2013, 18:11
frá eyberg
Haffi wrote:áts.. ég myndi klippa gamla tengið frá og lóða þetta saman og setja herpihólk utanum það. Þetta verður aldrei til friðs svona ;)
er í vinslu, seti þetta svona til að prufa poxið, þetta er ekki fullklárað hjá mér, sendi in mind þegar étta er klárt.
En takk samt fyrir þetta koment.
Re: [Konið] Hjálp, engin ljósá parkperur að aftan og framan!
Posted: 17.maí 2013, 18:45
frá olihelga
Persónulega er mér illa við lóaðaða víra í bíl, þeir geta verið svo stökkir að lóðningarnar brotna myndi frekar eiða meiri tíma og fyrirhyggju í að loka þessu frá vatni með tektil, koppafeiti eða einhverju enn betra. Ég man ekki eftir að hafa séð lóðaða víra orginal í bíl og vil meina að það sé ástæða fyrir því.
Kveðja Óli
Re: [Konið] Hjálp, engin ljósá parkperur að aftan og framan!
Posted: 17.maí 2013, 20:41
frá StefánDal
olihelga wrote:Persónulega er mér illa við lóaðaða víra í bíl, þeir geta verið svo stökkir að lóðningarnar brotna myndi frekar eiða meiri tíma og fyrirhyggju í að loka þessu frá vatni með tektil, koppafeiti eða einhverju enn betra. Ég man ekki eftir að hafa séð lóðaða víra orginal í bíl og vil meina að það sé ástæða fyrir því.
Kveðja Óli
Ástæðan fyrir því sé nú frekar að það er tímafrekt og þar með dýrt fyrir bílaframleiðendur.
Re: [Konið] Hjálp, engin ljósá parkperur að aftan og framan!
Posted: 17.maí 2013, 21:28
frá Haffi
olihelga wrote:Persónulega er mér illa við lóaðaða víra í bíl, þeir geta verið svo stökkir að lóðningarnar brotna myndi frekar eiða meiri tíma og fyrirhyggju í að loka þessu frá vatni með tektil, koppafeiti eða einhverju enn betra. Ég man ekki eftir að hafa séð lóðaða víra orginal í bíl og vil meina að það sé ástæða fyrir því.
Kveðja Óli
Vissulega getur þetta verið vesen ef lóðningarnar eru kaldar og lélegar, en ef þetta er vel lóðað þá er það jafnvel betra en öll tengi, því tengi geta alltaf losnað með tímanum af því að þú særir vírinn alltaf eitthvað við það að klemma hann. Góð lóðning er skotheld, og ég tala nú ekki um ef notaður er herpihólkur til að halda vatni algjörlega frá þessu.
Re: [Konið] Hjálp, engin ljósá parkperur að aftan og framan!
Posted: 17.maí 2013, 22:34
frá olihelga
Þarf ekki kaldar og lélegar lóðningar til, vírinn verður svo stífur og leiðinlegur þegar hann er lóðaður að hann á það til að brotna jafnvel stundum ekki á samsettningunni heldur aðeins frá. Ég hef allavegana lent oftar í vandræðum með lóaðaðan vír í bíl heldur en ef hann er setur í tengi og gengið almennilega frá honum hvort sem það er úti eða inni í bíl. Varðandi verð þá gef ég því nú ekki háa einkun enda miklu ódýrara að lóða heldur en að fjárfesta í tengjum svo við getum alveg tekið það tal út af borðinu strax. Tek það fram að þetta er mín skoðun og hún þarf ekki endilega að vera rétt en hún er byggð á yfir 20 ára reynslu í þessum bransa :)
Kveðja Óli
Re: [Konið] Hjálp, engin ljósá parkperur að aftan og framan!
Posted: 18.maí 2013, 08:45
frá jongud
olihelga wrote:Persónulega er mér illa við lóaðaða víra í bíl, þeir geta verið svo stökkir að lóðningarnar brotna myndi frekar eiða meiri tíma og fyrirhyggju í að loka þessu frá vatni með tektil, koppafeiti eða einhverju enn betra. Ég man ekki eftir að hafa séð lóðaða víra orginal í bíl og vil meina að það sé ástæða fyrir því.
Kveðja Óli
Það er ákveðin ástæða fyrir því. Ég man ekki hvar ég las það en mig minnir að Bandaríski herinn hafi ákveðið að nota klemmutengi frekar en lóðningar eftir miklar prófanir (að mig minnir í samvinnu við USAF (flugherinn)).
Ástæðan var sú að lóðuð samskeyti áttu til að jagast frekar í sundur þar sem titringur var til staðar.
Önnur ástæða var sú að prófanir bentu til (þá) að lóðtin sem var skylt að nota í bílaiðnaði nýlega myndi tærast með tímanum.
Þessi tæring er nefnilega farin að hrekkja bílaframleiðendur, einhverjar innkallanir hafa orðið vegna þess að tin hefur tærst í samrásum.
Re: [Konið] Hjálp, engin ljósá parkperur að aftan og framan!
Posted: 18.maí 2013, 11:23
frá eyberg
Takk fyrir þetta alt, veit ekkert hvað ég á að gera núna!
Jæja ég finn eithvað hehehe
Re: [Konið] Hjálp, engin ljósá parkperur að aftan og framan!
Posted: 18.maí 2013, 14:15
frá villi58
Ég hef lóðað allt saman þar sem hætta er á raka eða vatnaustri og notað herpihólk með lími. Enginn bíll sem ég veit um hefur bilað vegna þess í í c.a. 40 ár. Ég vil minna ykkur á það að fæstir bílar ná þessum aldri sérstaklega í seldudrullunni.
Það er varla raunhæft að fara bera saman einhver hernaðartól sem er fjandi slæmt að klikki þegar notkunar er þörf.
Mikilvægi þess að vírar fari í sundur í bíl eða flugvél er varla samberanlegt.
Með þessum tengjum sem eru pressuð á vír þau eiga ekki að vera óvarin, t.d. hægt að nota límkítti og strjúka utanum vírinn og reyna að pressa ofaní tengið, þetta er bara að virka en þarf að gefa því þurktímann.
Lóðning er bara það skásta sem sem við getum gert þangað til að eitthvað annað kemur til.