Nissan navara mótorending

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Nissan navara mótorending

Postfrá ellisnorra » 15.maí 2013, 22:55

Ég var að spekulera, ég veit til þess að nissan navara var ekki með góðar vélar í kringum 2003 og voru þær að hrynja í umvörpum. Ég þekki til eins svona bíls sem var heljarinnar bras með, mótorinn hrundi og kostaði það margra mánaða skak en hafðist að fá tjónið bætt að einhverjum hluta allavega. Ég man þessa sögu reyndar ekki alveg nógu vel.

Nú er vinnufélagi minn að spekulera í Navara 2006 með 2.5 mótornum, vitið þið hvernig þetta hefur verið að koma út í nýrri bílum?

Eða gamlar bilanareynslusögur úr bílum rétt eftir aldamótin?


http://www.jeppafelgur.is/


Gísli Þór
Innlegg: 93
Skráður: 18.aug 2011, 19:18
Fullt nafn: Gísli Þór Þorkelsson

Re: Nissan navara mótorending

Postfrá Gísli Þór » 15.maí 2013, 23:48

Nýrri Navarran hefur komið vel út mótorlega séð 2005 til 2007 euro3 vélin eyðir minna en 2007my upp,, eða eftir að hún varð euro 4 þá jókst eyðslan um ca 2-3 lítra eftir dekkjastærð en þá er hann kominn með sótsíu í pústið. en almennt hafa þeir komið vel út
kv Gísli


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Nissan navara mótorending

Postfrá Navigatoramadeus » 26.jún 2013, 13:26

eldri vélin (136hp) sprakk ansi oft í loft upp, rámar í að það hafi verið lekir spíssar og á endanum var smurolían orðin að gasolíu eða eitthvað í þá áttina, Nissan bætti þetta amk á árum árum.

þá kom Navara vélin (175hp) og tímagírsbúnaðurinn er ekki að gera góða hluti, tímakeðjusleðar/stýringar að krassa og kostnaður uppá 600-1000þkr "aðeins", of algengt fyrir minn smekk og þessar upphæðir, þetta hrundi hjá í Navara 2007 hjá mömmu og ég leitaði mér upplýsinga og þetta er frekar algengt, það þarf að slíta vélina úr bílnum og varahlutir í Nissan kosta sitt.

annað í þessum bílum, beinskiptir kassar eru með stæla tengda kúplingunni, sjálfskiptu eru/voru með vandamál tengd kælunum svo lak á milli sjálfskiptiolíunnar og frostlögs svo lögurinn fór á skiptinguna sem að sjálfsögðu snarhætti að smyrja sig með tilheyrandi skemmdum.

og þar fyrir utan eyða þeir (ssk) alltof miklu þykir mér eða um 13-14ltr/100km innanbæjar og alveg óratíma að hitna, þá eru sætin afturí frekar cheap bekkir þó séu með leðri, skálabremsur og blaðfjaðrir, þetta heillar mig amk ekki :/


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Nissan navara mótorending

Postfrá Fordinn » 26.jún 2013, 20:17

Vinnuveitandinn minn var með svona bíl... man ekki nákvæmlega árgerðina... enn hann var komin með nokkrar A4 síður með viðgerðum sem framkvæmdar höfðu verið á bílnum á stuttum tíma.... þessu veifaði hann framan í umboðið og spurði hvort þeir heldu að einhver vildi eiga svona bíl.... hann fékk annan minnir mig og losaði sig svo við þetta......


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 16 gestir