Kerrutengi Terrano 2.7 tdi 2001
Posted: 14.maí 2013, 21:20
frá Skemill
Sælir ég fæ ekki bremsuljós á kerrutengið mitt en allt annað virkar, það virkaði seinasta sumar, einhverjar hugmyndir eða
vitið þið um einhverja sem eru góðir í bílarafmagni og hóflegir í verði?
Re: Kerrutengi Terrano 2.7 tdi 2001
Posted: 21.maí 2013, 22:54
frá Gonsales
ef það koma bremsuljós á bílinn en ekki í kerrutengilinn þá er vírinn sem er tengdur inn á bremsuljósin sem liggur niður í kerrutengil farinn í sundur eða þá sambandsleysi í tengilinum, prófaðu að setja WD-40 í tengilinn á bílnum og tengdu svo kerruna við og prófaðu að taka úr sambandi og setja í samband og ef það kemur ljós þá eru óhreinindi í tenglinum,
settu meira af WD-40 og settu í samband svo drullan fari úr tenglinum, ef þetta virkar ekki þá er vírin í sundur frá bremsuljósum og niður í kerrutengil, getur laga annan vír og ef réttu vírar hafa verið lagðir í bílinn ætti vírinn að vera rauður fyrir bremsuljós