Síða 1 af 1

Nýr Patrol - V8

Posted: 07.maí 2013, 08:25
frá muggur
Kannski eruð þið búinir að sjá þetta. Patrol virðist ætla að fara sömu leið og flestir jeppar, þ.e. að verða risa stór jepplingur.

http://news.drive.com.au/drive/motor-news/first-drive-allnew-nissan-patrol-20120912-25rpz.html

Re: Nýr Patrol - V8

Posted: 07.maí 2013, 08:35
frá Wrangler Ultimate
Mér sýnist þeir vera loksins að fara í rétta átt :)

After a brief pause the 5.6-litre V8 lurches to life and uses its muscular 560Nm and 298kW to good effect

nú þarf bara að henda undir hann hásingum undan gömlum patrol... og málið dautt... í staðinn fyrir að þurfa að skipta um vél í gömlum patrol... tvær leiðir að sömu niðurstöðu...

(aflvana bíll með hásingar eða aflmikill bíll án hásinga) Tja það virðist nú reyndar vera að þeir hafi aldrei verið á neinni átt... :)

Reyndar gæti verið að þeir séu ekki með almennilegu unibodyi...

Landrover og Wrangler (og hestatrukkar) ... einu hásingabílarnir í dag... erum við orðnir gamaldags.... eða allir hinir bílaframleiðendurnir

spurning.

Re: Nýr Patrol - V8

Posted: 07.maí 2013, 09:21
frá Óskar - Einfari
2,8 tonn
rándýr sjálstæð fjöðrun framan og aftan
svipaður verðflokkur og LandCruiser 200 (patrolinn er eitthvað ódýrari)

neeeeeei takk... frekar myndi ég vilja wrangler eða landrover.

Það er reyndar doldið síðan að þessi patrol kom á markaðinn... ef hann hefur ekki verið fluttur inn til landsins nú þegar er spurning hvort að við eigum eftir að sjá eitthvað af honum?

Re: Nýr Patrol - V8

Posted: 07.maí 2013, 12:39
frá Eiður
skítt með það hvað hann kostar, getið þið ýmindað ykkur víraflækjuna og þessar rúmu þrjár herdeildir af skynjurum í ÖLLU!

Re: Nýr Patrol - V8

Posted: 07.maí 2013, 16:13
frá lecter
við vitum það allir að hásingalausir bilar henta bara ekki til breytinga

ég var einmitt að horfa á þátt um bil sem var að fara á suðurskautið það var búið að eiða 3 árum i að undirbúa ferðina hann komst 50 km þá brotnaði allt klafa ruslið undan bilnum

Re: Nýr Patrol - V8

Posted: 07.maí 2013, 20:01
frá gislisveri
Hvað með Arctic Trucks Hilux bílana sem bruna Suðurskautið þvert og endilangt á hverju ári?

Re: Nýr Patrol - V8

Posted: 07.maí 2013, 20:22
frá arni_86
lecter wrote:við vitum það allir að hásingalausir bilar henta bara ekki til breytinga

ég var einmitt að horfa á þátt um bil sem var að fara á suðurskautið það var búið að eiða 3 árum i að undirbúa ferðina hann komst 50 km þá brotnaði allt klafa ruslið undan bilnum


Er nu tøluvert frost tharna nidurfrà sem hefur sitt ad segja. Held thad se nokk sama hvernig typa fjodrunarkerfid er

Re: Nýr Patrol - V8

Posted: 07.maí 2013, 22:13
frá StefánDal
lecter wrote:við vitum það allir að hásingalausir bilar henta bara ekki til breytinga

ég var einmitt að horfa á þátt um bil sem var að fara á suðurskautið það var búið að eiða 3 árum i að undirbúa ferðina hann komst 50 km þá brotnaði allt klafa ruslið undan bilnum


Hahahahahahaha!

Re: Nýr Patrol - V8

Posted: 08.maí 2013, 08:55
frá Kiddi
arni_86 wrote:
lecter wrote:við vitum það allir að hásingalausir bilar henta bara ekki til breytinga

ég var einmitt að horfa á þátt um bil sem var að fara á suðurskautið það var búið að eiða 3 árum i að undirbúa ferðina hann komst 50 km þá brotnaði allt klafa ruslið undan bilnum


Er nu tøluvert frost tharna nidurfrà sem hefur sitt ad segja. Held thad se nokk sama hvernig typa fjodrunarkerfid er


Jebb. Stál hefur sömu efniseiginleika hvort sem það er í sjálfstæðri fjöðrun eða með hásingu...

Re: Nýr Patrol - V8

Posted: 08.maí 2013, 19:34
frá lecter
jú jú Artic trucks hafa verið að aka suðurskautið á svona toyota en haldið þið að þetta hafi ekkert bilað

það er bara takmörkuð föðrun og stutt i svona klafabilum nema að leingja stifurnar svera spindlana helst yfir 20mm og hreinlega smiða allt upp aftur motorbitan allt ef þetta á að halda fyrir 44" svo eru þetta bilar sem hafa verið 3 ár i smiðum og þróun ,, en fyrir jeppa sem er bara fyrir malbik á 35-38" heldur þetta svona i vinnuna

ég nota ekki svona veikan búnað á föllum

Re: Nýr Patrol - V8

Posted: 08.maí 2013, 21:03
frá Óskar - Einfari
skrítið ef þetta bilar svona mikið að það þeir skuli alltaf vera að smíða fleiri og fleiri bíla með svona fjöðrun og senda á suðurskautið. Sérstaklega í ljósi þess að ef maður er staddur á suðurskautinu og eitthvað bilar að þá eru mörg þúsund kílómetrar í næsta bílaumboð og maður er klárlega ekki að fara að hringja í vin.....

Re: Nýr Patrol - V8

Posted: 08.maí 2013, 21:24
frá Stebbi
lecter wrote:við vitum það allir að hásingalausir bilar henta bara ekki til breytinga

ég var einmitt að horfa á þátt um bil sem var að fara á suðurskautið það var búið að eiða 3 árum i að undirbúa ferðina hann komst 50 km þá brotnaði allt klafa ruslið undan bilnum


Þessi búnaður hefur ekki verið til meiri vandræða á suðurskautinu en hérna á Íslandi. Aftur á móti hafa grindur brotnað og aðrir ótrúlegustu hlutir vegna frosts. Og það að segja að þetta sé ónýtt drasl og henti ekki til jeppabreytinga ætti ekki að koma frá manni sem á 20 jeppa nema þeir séu allir smíðaðir í og rétt eftir síðari heimsstyrjöld.

Re: Nýr Patrol - V8

Posted: 08.maí 2013, 21:27
frá Tjakkur
Ætli Hannibal Cummings hafi sést yfir það að fyrstu bílarnir á báða póla voru á sjálfstæðri fjöðrun:
viewtopic.php?f=2&t=17765

Re: Nýr Patrol - V8

Posted: 08.maí 2013, 23:21
frá lecter
afsakið að sleppa þessum orðum hér ut og skemma þráðinn kanski , ,, en ja einmit með 30 ára reinslu af breytingum jeppa og eg á 10 jeppa i dag og hef átt um 1000 bila á þessum tima veit ekki hvað marga jeppa ,, ca 300 kanski þá sé ég bara ekkert við klafa bilana og þessi litlu drif sem er verið að nota i þessu ,, en ég á lika 4Runner 38" með svona klafa að framan

en skoðum frekar þennan nissan og hvað men vilja gera úr honum eg held að flestir klafa bilar geti þolað 38" en það verður að styrkja motorbitan annars gliðnar allt og endalausar hjólastilingar hilux 38" nissan terrano 35" , þetta var alveg ferlegt dót við smiðuðum undir alla auka byta til að halda þessu i lagi ,, samt dugði það ekki fyrir suma ,,, og fara með þetta svo á polana vitandi að þetta gæti brotnað á hverri min , ótrúleg heimska ,,alla vega væri ég ekki til i að fara gangandi heim ,,þvi það getur tekið 2 manuði i -40 og vind 20-30
ég hef lesið flest sem hefur komist á pólana frá þvi Hillary fór á suðurpólinn á masseferguson og beltabil ,

ja af hverju eru allir að fara i klafa .jú salan er i hraðbrautar jeppum ekki torfæru jeppum

jeppar aka bara á vegum i dag ,, en jeppar hér áður voru fyrir vegleisur

Re: Nýr Patrol - V8

Posted: 08.maí 2013, 23:36
frá Rodeo
Tjakkur wrote:Ætli Hannibal Cummings hafi sést yfir það að fyrstu bílarnir á báða póla voru á sjálfstæðri fjöðrun:
viewtopic.php?f=2&t=17765

Image

Var ekki Edmund Hillary sá hinn sami og rölti á fyrstur manna á Everest fyrstur til að keyra á Suðurpólinn og það á MF traktor!

http://www.nzhistory.net.nz/media/photo ... e-tractors

Re: Nýr Patrol - V8

Posted: 08.maí 2013, 23:55
frá lecter
jú en við erum komnir út á tún með þennan þrað ,,,

jú hillary gerði þetta allt fyrstur manna,,,1953 cool snjóbillinn frændi minn Guðmundur Jónasson (stofnaði ferðaskrifstofu sem er i borgarúni og heitir eftir honum ) hann var fyrsti til að fara yfir vatnajökul á snjóbil sem er en til menn voru cool hér áður og þetta gamla dót var bara að virka flott þá og gerir en

Re: Nýr Patrol - V8

Posted: 09.maí 2013, 01:49
frá Stebbi
Einar frændi minn segir að allir jeppar í framtíðinni verði á klöfum að framan og aftan og það þýði ekkert að vera að rembast eins og rjúpan við hásingu, það er bara gamladags og lummó.

Re: Nýr Patrol - V8

Posted: 09.maí 2013, 10:16
frá Óskar - Einfari
Ég hef oft gaman af þessari klafa umræðu.... sérstaklega þegar að menn fara að bera saman sérsmíðaða hásingafjöðrun við óbreytta IFS fjöðrun........ það vita allir hver vinnur þann samanburð! :)

En ég var nú einusinni þeirra skoðunar að IFS væri drasl og ætti ekki heima í jeppa. Þrátt fyrir þessa skoðun mína keypti ég nýjan hilux með IFS fjöðrun 2007. Á þeim tíma var ekki komin nein reynsla af ráði á þessa bíla þannig að ég vissi að ég var doldið að renna blint í snjóinn :) Núna eru 153000 km að baki á þessum bíl og óhætt að segja að það sé komin smá reynsla á bílinn. Jújú... spindilarmarnir bognuðu í prufutúr númer tvö! þetta er þekkt í dag og ætti ekki að koma neinum á óvart. Núna eru þessir spindilarmar styrktir í breytingaferlinu á öllum svona bílum og hafa ekki verið til vandræða. Síðan þá hef ég þurft að skipta um eina pakkdós, eins öxulhosu, eina hjólalegu og einn balancestangarenda...... thats it! meira hefur ekki þurft að gera fyrir þessa hræðilegu IFS fjöðrun! ENN helvítis afturhásingin! þessi heila hásing sem menn lofa í hástert því þær eru svo mikklu sterkari en IFS, bila og brotna aldrei!!!! var að gera mig geðveikan! Eftir 11 hjólalegur, 4 öxla, 3 drif, 3 leguhús og 3 hjöruliðskrossa var sú hásing skorin burt og sett stærri og sterkari hásing í staðin! :)

pointið er..
hásing er ekki það sama og hásing
ifs er ekki það sama og ifs

Kv.
Óskar Andri

Re: Nýr Patrol - V8

Posted: 09.maí 2013, 11:08
frá dabbigj
Þeir eru ennþá að framleiða gamla patrolinn úti og sömuleiðis að selja hann

Re: Nýr Patrol - V8

Posted: 09.maí 2013, 12:03
frá reyktour
Wrangler Ultimate wrote:Mér sýnist þeir vera loksins að fara í rétta átt :)

After a brief pause the 5.6-litre V8 lurches to life and uses its muscular 560Nm and 298kW to good effect

nú þarf bara að henda undir hann hásingum undan gömlum patrol... og málið dautt... í staðinn fyrir að þurfa að skipta um vél í gömlum patrol... tvær leiðir að sömu niðurstöðu...

(aflvana bíll með hásingar eða aflmikill bíll án hásinga) Tja það virðist nú reyndar vera að þeir hafi aldrei verið á neinni átt... :)

Reyndar gæti verið að þeir séu ekki með almennilegu unibodyi...

Landrover og Wrangler (og hestatrukkar) ... einu hásingabílarnir í dag... erum við orðnir gamaldags.... eða allir hinir bílaframleiðendurnir


spurning.


Báðar tegundir eru ekkert að stressa sig á neinu nútíma drasli.
Keep it simpel and built for offroading.