Milligír
Posted: 07.feb 2010, 00:56
Jæja, hér kemur mitt fyrsta innlegg í tækniumræðuna. Ég vona að sem flestir bæti inn með tíð og tíma, óþarfi að vera sí og æ að finna upp hjólið.
Eftir 44" breytinguna á Patrol jókst aflið voðalega lítið svo pantaður var milligír frá Ljónsstöðum. Kassinn er að hluta til millikassi úr Patrol ásamt sérsmíðuðum hluta. Það væri gaman að komast að því hvort það sé steypt hér heima, veit það einhver? Hlutfallið í honum er það sama og í millikassanum, eða 2,02:1
Ég fékk að líta undir bíl í vinnslu hjá þeim í Breyti og þakka ég fyrir það.
Í grófum dráttum þarf að gera eftirfarandi;
Lengja og stytta drifsköftin.
Síkka styrkingu milli grindarbitanna.
Skera úr gírkassabitanum fyrir framskaftinu.
Skera úr styrkingu í gólfinu til að búa pláss fyrir handbremsuna.
Breyta festingu fyrir handbremsubarkann.
Einnig þarf að smíða nýjan skiptibúnað fyrir millikassann og gírinn. Ég fékk sett frá Breyti sem ég notaði fyrir millikassann svo stöngin fyrir hann virkar enn á sama hátt og áður. Það þarf þó aðeins að möndla stöngina sjálfa. Gírinn er svo loftskiptur. Tjakkinn og stýringuna fékk ég hjá Landvélum.
Á kössunum er víralúm fyrir fjórhjóladrifsljósið og hraðamælinn. Það dugar að leggja það aðeins öðruvísi til að ná, að mig minnir, millikassatenginu í samband en það þarf að lengja í hinu, þ.e. fyrir hraðamælinn.
Hér er kassinn kominn á sinn stað. Búinn að skera rörið undan og úr gólfinu. Það er lítið bil á milli bakplötu handbremsunnar nog gólfsins en það virðist þó ekkert rekast í.
Búið að skera úr gírkassabitanum fyrir framskaftinu.
Nóg pláss
Festingar smíðaðar á rörið, það fært neðar og aftar.
Lítið mál er að koma handbremsubarkanum fyrir. Festingin á grindinni er færð aftar.
Hluti af settinu frá breyti. Stykkið vinstra megin er ætlað fyrir barkaskiptingu, ég notaði það ekki.
Brakketið og armarnir.
Stýringin fyrir tjakkin ásamt rofanum fyrir loftdæluna. Ég setti einnig auka rofa fyrir tjakkinn til að útiloka möguleikann á því hann sé virkjaður fyrir slysni.
Mig vantar mynd af skiptibúnaðinum tilbúnum, bæti því inn við tækifæri.
Ég vona að þetta hjálpi sem flestum í þessu brasi, þetta er tiltörulega lítið mál en ávinningurinn er töluverður.
- Árni
Eftir 44" breytinguna á Patrol jókst aflið voðalega lítið svo pantaður var milligír frá Ljónsstöðum. Kassinn er að hluta til millikassi úr Patrol ásamt sérsmíðuðum hluta. Það væri gaman að komast að því hvort það sé steypt hér heima, veit það einhver? Hlutfallið í honum er það sama og í millikassanum, eða 2,02:1
Ég fékk að líta undir bíl í vinnslu hjá þeim í Breyti og þakka ég fyrir það.
Í grófum dráttum þarf að gera eftirfarandi;
Lengja og stytta drifsköftin.
Síkka styrkingu milli grindarbitanna.
Skera úr gírkassabitanum fyrir framskaftinu.
Skera úr styrkingu í gólfinu til að búa pláss fyrir handbremsuna.
Breyta festingu fyrir handbremsubarkann.
Einnig þarf að smíða nýjan skiptibúnað fyrir millikassann og gírinn. Ég fékk sett frá Breyti sem ég notaði fyrir millikassann svo stöngin fyrir hann virkar enn á sama hátt og áður. Það þarf þó aðeins að möndla stöngina sjálfa. Gírinn er svo loftskiptur. Tjakkinn og stýringuna fékk ég hjá Landvélum.
Á kössunum er víralúm fyrir fjórhjóladrifsljósið og hraðamælinn. Það dugar að leggja það aðeins öðruvísi til að ná, að mig minnir, millikassatenginu í samband en það þarf að lengja í hinu, þ.e. fyrir hraðamælinn.
Hér er kassinn kominn á sinn stað. Búinn að skera rörið undan og úr gólfinu. Það er lítið bil á milli bakplötu handbremsunnar nog gólfsins en það virðist þó ekkert rekast í.
Búið að skera úr gírkassabitanum fyrir framskaftinu.
Nóg pláss
Festingar smíðaðar á rörið, það fært neðar og aftar.
Lítið mál er að koma handbremsubarkanum fyrir. Festingin á grindinni er færð aftar.
Hluti af settinu frá breyti. Stykkið vinstra megin er ætlað fyrir barkaskiptingu, ég notaði það ekki.
Brakketið og armarnir.
Stýringin fyrir tjakkin ásamt rofanum fyrir loftdæluna. Ég setti einnig auka rofa fyrir tjakkinn til að útiloka möguleikann á því hann sé virkjaður fyrir slysni.
Mig vantar mynd af skiptibúnaðinum tilbúnum, bæti því inn við tækifæri.
Ég vona að þetta hjálpi sem flestum í þessu brasi, þetta er tiltörulega lítið mál en ávinningurinn er töluverður.
- Árni