Milligír

User avatar

Höfundur þráðar
Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Milligír

Postfrá Járni » 07.feb 2010, 00:56

Jæja, hér kemur mitt fyrsta innlegg í tækniumræðuna. Ég vona að sem flestir bæti inn með tíð og tíma, óþarfi að vera sí og æ að finna upp hjólið.

Eftir 44" breytinguna á Patrol jókst aflið voðalega lítið svo pantaður var milligír frá Ljónsstöðum. Kassinn er að hluta til millikassi úr Patrol ásamt sérsmíðuðum hluta. Það væri gaman að komast að því hvort það sé steypt hér heima, veit það einhver? Hlutfallið í honum er það sama og í millikassanum, eða 2,02:1
Ég fékk að líta undir bíl í vinnslu hjá þeim í Breyti og þakka ég fyrir það.

Í grófum dráttum þarf að gera eftirfarandi;
Lengja og stytta drifsköftin.
Síkka styrkingu milli grindarbitanna.
Skera úr gírkassabitanum fyrir framskaftinu.
Skera úr styrkingu í gólfinu til að búa pláss fyrir handbremsuna.
Breyta festingu fyrir handbremsubarkann.

Einnig þarf að smíða nýjan skiptibúnað fyrir millikassann og gírinn. Ég fékk sett frá Breyti sem ég notaði fyrir millikassann svo stöngin fyrir hann virkar enn á sama hátt og áður. Það þarf þó aðeins að möndla stöngina sjálfa. Gírinn er svo loftskiptur. Tjakkinn og stýringuna fékk ég hjá Landvélum.
Á kössunum er víralúm fyrir fjórhjóladrifsljósið og hraðamælinn. Það dugar að leggja það aðeins öðruvísi til að ná, að mig minnir, millikassatenginu í samband en það þarf að lengja í hinu, þ.e. fyrir hraðamælinn.

IMG_2658.jpg
IMG_2658.jpg (172.64 KiB) Viewed 2206 times

Hér er kassinn kominn á sinn stað. Búinn að skera rörið undan og úr gólfinu. Það er lítið bil á milli bakplötu handbremsunnar nog gólfsins en það virðist þó ekkert rekast í.

IMG_2648.jpg
IMG_2648.jpg (187.12 KiB) Viewed 2206 times

Búið að skera úr gírkassabitanum fyrir framskaftinu.

IMG_2673.jpg
IMG_2673.jpg (182.04 KiB) Viewed 2206 times

Nóg pláss

IMG_2669.jpg
IMG_2669.jpg (168.23 KiB) Viewed 2206 times

Festingar smíðaðar á rörið, það fært neðar og aftar.

IMG_2668.jpg
IMG_2668.jpg (199.45 KiB) Viewed 2206 times

Lítið mál er að koma handbremsubarkanum fyrir. Festingin á grindinni er færð aftar.

IMG_2662.jpg
IMG_2662.jpg (159.67 KiB) Viewed 2206 times

Hluti af settinu frá breyti. Stykkið vinstra megin er ætlað fyrir barkaskiptingu, ég notaði það ekki.

Picture 020.jpg
Picture 020.jpg (195.72 KiB) Viewed 2206 times

Brakketið og armarnir.

IMG_2684.jpg
IMG_2684.jpg (189.99 KiB) Viewed 2206 times

Stýringin fyrir tjakkin ásamt rofanum fyrir loftdæluna. Ég setti einnig auka rofa fyrir tjakkinn til að útiloka möguleikann á því hann sé virkjaður fyrir slysni.

Mig vantar mynd af skiptibúnaðinum tilbúnum, bæti því inn við tækifæri.

Ég vona að þetta hjálpi sem flestum í þessu brasi, þetta er tiltörulega lítið mál en ávinningurinn er töluverður.

- Árni


Land Rover Defender 130 38"

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Milligír

Postfrá gislisveri » 07.feb 2010, 08:23

Glæsilegt, í hverju endað kostnaður?

User avatar

Höfundur þráðar
Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Milligír

Postfrá Járni » 07.feb 2010, 10:18

Það var u.þ.b. 250þ.
Sem er gjöf en ekki gjald.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Milligír

Postfrá Brjótur » 07.feb 2010, 13:35

Sælir í sambandi við svona milligír þá er til einfaldari og ódýrari leið, ég veit að ljónin verða ekki ánægð með þetta en ég læt það samt flakka það þarf ekkert að sérsmíða svona hús utn um gírinn eins og þeir gera, þú tekur bara millikassa úr patrol og sagar af honum framdrifslærið og býrð til lok á það og það þarf að smíða eða stytta einn öxul og græjan er tilbúin til ísetningar en þetta á bara við ..held.. ég ef þú ætlar ekki í ástralíuhlutföll ég hef ekki kynnt mér hvernig það er en sjálfsagt eru menn ekki tilbúnir í ástralíuhlutföll núna skilst að það kosti 180.000 kallinn núna, vinur minn er búinn að gera þetta,og kostnaður við þetta fer eftir hvað þú færð kassann á en þetta ætti ekki að þurfa að fara mikið yfir 110.000 kallinn
miðað við að menn geti unnið sjálfir mest af vinnunni.
Ég setti gír í minn fyrir tveimur árum og þá kostaði gírinn frá ljónunum að mig minnir 230.000 en svo var ég svo heppinn að ná í ástralíuhlutfall á 80.000 kall svo gírinn fór í 310.000 og þá átti ég eftir að setja hann í en ég gerði það sjálfur og var ekki mikið mál en ég er ekki hlynntur lofti eða rafmagni í gírstöngum vil bara handstýrt hitt vill eða getur svikið ég sauð flatjárn á rillustykkið sem fer á öxulinn í milligírnum ca 12-15 cm boraði gat í fjærendann og síðan sauð ég klof á endann á járntein boraði göt í endann á klofstykkinu og boltaði í flatjárnið boraði gat upp úr gólfinu við hliðina á stokknum á móts við
millikassastöngina þegar hún er í low og þar kemur teinninn upp svo toga ég bara upp til að setja í lolo og niður aftur klikkar aldrei, ég vona að þetta skiljist :)

kveðja Helgi

User avatar

Rauðhetta
Innlegg: 51
Skráður: 01.feb 2010, 01:07
Fullt nafn: Kristján Jóhannesson

Re: Milligír

Postfrá Rauðhetta » 13.mar 2010, 15:55

Sælir
ég fann þetta á netinu um daginn

þessi kassi kostar að mig minnir 1200 ástrlíudollara
og hann er með skiptistöng eins og sést á myndinni

MFK1595-A1.jpg

MFK1595-C1.jpg

MFK1595-C2.jpg

MFK1595-A2.jpg

User avatar

eidur
Stjórnandi
Innlegg: 128
Skráður: 30.jan 2010, 22:35
Fullt nafn: Eiður Ágústsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Reykjavík

Re: Milligír

Postfrá eidur » 13.mar 2010, 16:09

Hér er hlekkur á síðu seljandans:
http://www.marks4wd.com/products/gearmaster/Nissan-gq-gu-dual-tc.htm

Þetta lítur vel út, en grunnsettið kostar yfir 200 þúsundkall og því borgar sig bara að velja íslenskt og kíkja á Ljónsstaði, eða smíða sjálfur.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Milligír

Postfrá AgnarBen » 13.mar 2010, 20:48

Smá viðbót við annars ágætan fróðleik,

- Ef bíllinn er boddýhækkaður þá þarf ekki að hreyfa við neinum bitum nema styrkingu á milli grindarbita sem þarf að færa niður.
- Breyta þarf festingu fyrir aukatank ef hann er festur á styrkingu á milli grindarbitanna.
- Nýja milliplatan (húsið) sem festist á gírinn er steypt hér heima.

Þetta er mjög flott smíði hjá þeim á Ljónsstöðum og hefur reynst bilanafrítt sem mér finnst vera talsvert mikils virði. Þegar ég setti þetta í hjá mér á því herrans ári 2007 þá kostaði þetta í komið 350 þús kr með Ástralíuhlutföllunum og ég gerði ekkert sjálfur nema að redda öllum verkliðum eins ódýrt og hægt var :-)

kv/AB
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 4 gestir