óbreyttur patrol í 35"patrol


Höfundur þráðar
TWIN 2
Innlegg: 211
Skráður: 15.apr 2010, 17:09
Fullt nafn: Óttar Þór Ágústsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Akranes

óbreyttur patrol í 35"patrol

Postfrá TWIN 2 » 02.júl 2010, 23:06

sælir meistarar. hef verið að lesa nokkra þræði hér og mér sýnist þið hafa svör við öllu sem við kemur jeppu og er sú reynsla og þekking mikils virði.....

en mér langaði að forvitnast hjá ykkur um breytingu ef breytingu má kallast en það er 35" breyting á patrol. er það ekki bara 4cm hækkun, brettakantar og dekkin undir eða hvað? hvernig er best að fara að þessu?

tek það fram að ég er algjör viðvaningur í þessu en einhverstaðar verða menn að byrja:)


Nissan Patrol 44" 3.0 ssk
Nissan Terrano II 33" 2.7 ssk

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: óbreyttur patrol í 35"patrol

Postfrá Freyr » 03.júl 2010, 01:31

Sæll

Þetta er nokkuð nærri lagi hjá þér en vantar eitthvað uppá samt:

-Síkka samsláttarpúða
-Síkka demparafestingar, lengja dempara eða kaupa lengri dempara. Þarf að passa mjög vel að samsláttarpúðarnir taki samsláttinn þannig að dempararnir nái aldrei að slá alveg saman, annars skemmast þeir strax.
-Athuga að bremsuslöngur séu nógu langar til að mæta hækkuninni.
-Hjólastilla til að fá stýrið á réttan stað eftir hækkunina.
-Slökkvitæki og sjúkrakassi (fyrir breytingaskoðun).
-Viktarseðill (fyrir breytingaskoðun).
-Breytingaskoðun.
-Mæli sterklega með 3 raða vatnskassa ef hann er ekki kominn í nú þegar, líkur á að álagið verði meira á bílinn þegar hann kemur á stærri dekk.

Svo þarf að passa vel að ryðverja allsstaðar þar sem er skorið/klippt og kringum borskrúfur fyrir brettakannta (ef þú skrúfar þá á, ég er einungis með kítti en engar skrúfur hjá mér á 38" cherokee).

Kv. Freyr

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: óbreyttur patrol í 35"patrol

Postfrá jeepson » 03.júl 2010, 01:50

Einnig verðuru að fá hraðamæla vottorð ef að þú ætlar í breytingarskoðun. Svo má vigtarnótan ekki vera eldri en vikugömul. En afhverju ekki fara bara í 38 eða strax?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
TWIN 2
Innlegg: 211
Skráður: 15.apr 2010, 17:09
Fullt nafn: Óttar Þór Ágústsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Akranes

Re: óbreyttur patrol í 35"patrol

Postfrá TWIN 2 » 04.júl 2010, 12:45

ok takk fyrir þetta. ætla að fara að skoða þessa hluti....
takk takk
Nissan Patrol 44" 3.0 ssk
Nissan Terrano II 33" 2.7 ssk


rottinn
Innlegg: 120
Skráður: 24.mar 2011, 00:42
Fullt nafn: Böðvar Stefánss
Bíltegund: Chevy Silverado 6.6

Re: óbreyttur patrol í 35"patrol

Postfrá rottinn » 28.nóv 2015, 05:05

Ég var með óbreyttan y61 bíl á orginal 16tommu felgum. Ég setti 315/75 á orginal felgurnar og það flaug undir og rakst hvergi í. Ekkert vez


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 8 gestir