Terrano II 35"?


Höfundur þráðar
JBF
Innlegg: 19
Skráður: 05.apr 2010, 22:23
Fullt nafn: Jón Bjarni Friðriksson

Terrano II 35"?

Postfrá JBF » 20.jún 2010, 13:34

Núna eru 33" dekkin undir Terranoinum orðin nokkuð slitin og ljóst að ég þarf að fjárfesta í nýjum á næstunni er þá ekki upplagt að fá sér 35" dekk fyrir veturinn eða hvað?. Ég er nýr í þessum jeppa bransa hinsvegar ekki alveg viss hvað þurfi að gera fyrir bílinn til að geta komið 35" undir og hvað það mundi kosta mig. Er nóg að hækka hann á fjöðrun eða þarf að boddyhækka?, með hverju mæla menn?

Bílinn er hækkaður eitthvað í dag, kubbur í gormum, soðin framlenging á dempara að aftan, veit ekki hvort hann sé skrúfaður eitthvað upp að framan.

mér finnst allavega líklegt að ég þurfi eitthvað að gera þó svo að ég fari aftur á 33" dekk, því slitnu dekkin sem eru undir núna rekast í ef ég beygi krappt eða fjaðra í beygju það myndi væntanlega versna með nýjum dekkjum

kv JBF




Rúnarinn
Innlegg: 274
Skráður: 02.feb 2010, 11:50
Fullt nafn: Rúnar ólafsson
Bíltegund: Terrano II

Re: Terrano II 35"?

Postfrá Rúnarinn » 20.jún 2010, 16:47

Þú verður að bodyhækka hann, eða þora skera vel og mikið úr.


Höfundur þráðar
JBF
Innlegg: 19
Skráður: 05.apr 2010, 22:23
Fullt nafn: Jón Bjarni Friðriksson

Re: Terrano II 35"?

Postfrá JBF » 26.jún 2010, 16:13

Ég hringdi á nokkur jeppaverkstæði þetta kostar um og yfir miljón að láta gera þetta fyrir sig þar. Svo það er allavega útúr myndininni.

En hvað segiði mér af body hækkun, Er það stórmál? ég er búinn að laumast undir nokkra bíla hér og þar um bæinn. Er þetta meira en að setja kubbana undir og færa vatnskassann.?

maður ætti kannski bara að kaupa sér stærri jeppa eða hvað.

kv JB


Rúnarinn
Innlegg: 274
Skráður: 02.feb 2010, 11:50
Fullt nafn: Rúnar ólafsson
Bíltegund: Terrano II

Re: Terrano II 35"?

Postfrá Rúnarinn » 27.jún 2010, 15:53

það er töluverð vinna sem liggur á bakvið að hækka bíll uppá body,
en kostnaðurinn við íhluti þarf ekki að vera mikill.
Þegar ég hækkaði minn upp á body þá reif ég mest allt innan úr honum til þess að loka ryðgötum á gólfinu
og að hækka hann upp og gera það sem þarf að gera tók að mig minnir 4 daga, svo átti ég pjattið eftir og tók það á aðeins lengri tíma, en ég notaði járnhólka sem ég sauð á grindinna og notaði orginal boltana áframn

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Terrano II 35"?

Postfrá Stebbi » 27.jún 2010, 16:45

Rúnarinn wrote:það er töluverð vinna sem liggur á bakvið að hækka bíll uppá body,
en kostnaðurinn við íhluti þarf ekki að vera mikill.


Þetta fer alfarið eftir því hvaða bíl er verið að hækka, það tók ekki nema ca. 2-3 tíma og sitthvorn bjórinn fyrir 2 menn að hækka upp gamlan pajero og kostnaðurinn var um 5000 kall með bjórnum. Boddýhækkun er einfaldasta hækkunin þó hún sé kanski ekkert endilega sú besta.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
JBF
Innlegg: 19
Skráður: 05.apr 2010, 22:23
Fullt nafn: Jón Bjarni Friðriksson

Re: Terrano II 35"?

Postfrá JBF » 27.jún 2010, 21:09

Þetta er allt mjög áhugavert. En það er allavega ljóst að þó svo að ég hætti þessum draumum um 35" þá þarf ég að gera eitthvað því það er vonlaust að hann geti ekki einu sinni beygt krappt eða hvað þá fjaðrað almennilega á 33 tommum.

Ekki getið þið bent mér á eitthvað gott lesefni um þessi mál?

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Terrano II 35"?

Postfrá Stebbi » 28.jún 2010, 17:18

mér finnst allavega líklegt að ég þurfi eitthvað að gera þó svo að ég fari aftur á 33" dekk, því slitnu dekkin sem eru undir núna rekast í ef ég beygi krappt eða fjaðra í beygju það myndi væntanlega versna með nýjum dekkjum


Í hvað eru þau að rekast? Ef þau rekast í stuðaran þá er það auðleyst með smá snikki á plastinu. Ef þú ert sáttur við 33" dekkin og drifgetuna þá gætirðu hækkað bílinn um 20-30mm á boddý til að 'jeppa' hann aðeins upp. Það er mjög einföld aðgerð og kallar ekki á nein vandræði. Oft er jafnvel svigrúm á stuðarafestingum til að hækka þá með og losna við nánast alla smíðavinnu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
JBF
Innlegg: 19
Skráður: 05.apr 2010, 22:23
Fullt nafn: Jón Bjarni Friðriksson

Re: Terrano II 35"?

Postfrá JBF » 28.jún 2010, 17:37

Dekkin rekast í hjólaskálina að aftanverðu( ekki stuðara megin set mynd). Ég er svosem nokkuð ánægður með hann á 33 ef hann rækist ekki í,þetta er bara einhver helvítis gredda í manni að velja alltaf meira.
Viðhengi
rekst í.jpg
rekst í.jpg (22.09 KiB) Viewed 2838 times


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 29 gestir