Vantar upplýsingar um patrol


Höfundur þráðar
freyr44
Innlegg: 111
Skráður: 09.mar 2010, 17:10
Fullt nafn: Hilmar Freyr Gunnarsson

Vantar upplýsingar um patrol

Postfrá freyr44 » 05.jún 2010, 21:44

Er að pæla að skipta út hiluxinum sem er á 38" fyrir stærri bíl svo það verði meira pláss fyrir fjölskylduna og er þá að velta fyrir mér að kaupa patrol 91-96 árgerð á 38"-44".
Það sem mig langar að vita er.

Hvað eru þessir bílar að eyða á 100 og á hvaða hlutföllum koma þeir orginal og hvaða hlutföll eru í boði?
Hvernig eru þessir bílar að standa sig á 38" eða verða þeir að vera á 44" til að komast eitthvað?

Kv.Hilmar



User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Vantar upplýsingar um patrol

Postfrá AgnarBen » 05.jún 2010, 23:22

sælir
Þeir koma á 1:4.625 hlutföllum orginal og duga þau fyrir 38" í flestum tilfellum þó þau séu auðvitað pínu há fyrir snjóinn. Eitthvað er búið að setja 5.13 í þessa bíla en ef búið er að lækka hlutföllin þá eru það yfirleitt 5.42 sem sett hafa verið í. Ég hef ekki heyrt um önnum lægri hlutföll í þessum bílum. Ég hef átt þrjá svona bíla á 38", tveir voru á org hlutföllum og einn á 5.42. Þú mátt búast við eyðslu í kringum 14-16 á hundraði í blönduðum akstri ef allt er í lagi, meiri eyðsla á lægri hlutföllum. Patrol er 2-300 kg þyngri en Hiluxinn og því flýtur hann ekki eins vel en bætir þó eitthvað upp með snilldar fjöðrun. Ég ferðaðist mikið með Hilux á sínum tíma og þurfti aldrei að skammast mín neitt ofsalega, þú kemst fullt á þessu svo lengi sem þú heldur þyngdinni niðri. Góðir ferðabílar en doldið aflvana en þú ert víst vanur því ;-)
kv
Agnar
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Vantar upplýsingar um patrol

Postfrá Izan » 06.jún 2010, 12:28

Sæll

Ég get ekkki sagt að pattinn minn hafi verið mikið undir 20l í blönduðum akstri. Það er svolítill pistill um eyðslu svona ökutækja einhversstaðar hér á Jeppaspjall.is.

Best að taka fram að það eru náttúrulega trúabrögð í þessu eins og öðru þannig að þó að ég segist ekki vera sammála Agnari er ég ekki að segja að hann sé að bulla.

Original hlutföllin eru ca 4.60:1 og þau duga bílnum vel allt að 36" dekkjum. Ég hef verið með minn á 38" og mér finnst hlutföllin ekki passa nógu vel. Hann er þungur af stað og af því hvað hann togar lítið á lágsnúningi er hann erfiður í mjög þungu færi. Ég myndi segja að 5.13:1 séu fín fyrir 38" dekkin en 5.42:1 séu nauðsynleg fyrir 44" eða stærra. 5.42:1 eru óþarflega mikil gírun fyrir 38" því að hann er kominn á mikinn snúning á þjóðvegarakstri.

Patrolinn er fyrirtaksjeppi og þú þarft ekki að kvíða því að skipta Hilux fyrir Patrol. Patrolinn er með yfirburða fjöðrun sem vegur mjög hátt á móti þyngdinni. Þú náttúrulega veist að það að komast árfam á fjöllum er ekki allt spurning um flot heldur þarf stundum að brölta þannig að það reynir á fjöðrun, læsingar, mótor og drif. Flotið og léttleikinn er bara eitt af mörgu sem þarf að hyggja að.

Áður en þú kaupir Patrol skaltu athuga hvort grindin sé ryðguð við afturhjólin og hvort hann hafi fengið góða þjónustu. Þessa bíla er leikur einn að eyðleggja með lélegri smurþjónustu. Sjáðu svo til þess að viftan sé í topplagi og vatnskassinn, smyrðu framhjólalegurnar 2 ára fresti og hafðu aldrei eldri olíu á gír og millikassanum en ársgamla.

Kv Jón Garðar


Höfundur þráðar
freyr44
Innlegg: 111
Skráður: 09.mar 2010, 17:10
Fullt nafn: Hilmar Freyr Gunnarsson

Re: Vantar upplýsingar um patrol

Postfrá freyr44 » 06.jún 2010, 15:25

Sælir
Ég þakka fyrir svörin.
Það er ágætt að hafa þessa punkta þegar ég fer og skoða bíla núna í vikunni.

Kv.Hilmar

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Vantar upplýsingar um patrol

Postfrá AgnarBen » 06.jún 2010, 23:20

sæll
Ekki gleyma heddi og heddpakkningu, sem þumalputtareglu þá fara heddin í þeim í kringum 140-160 þús km og gott að það sé búið að skipta um það fyrir ekki svo löngu síðan. Það er alveg rétt hjá Jóni Garðari að umhirðan um þessa bíla skiptir miklu máli, gormaskálar að aftan og platan sem lokar U-próflnum í grindinni eiga það til að ryðga illa og ég hef sé menn rústa hverju heddinu og heddpakkningunin á fætur öðrum með því að huga ekki vel að kælikerfinu.
kveðja
Agnar
p.s. eyðslutölurnar mínar byggja á mælingum og eiga við um hefðbundna þjóðvegakeyrslu við venjulegar aðstæður. Það er sjálfsagt mismunandi hvernig þessi tæki eru notuð og hvar og allir eiga sínar útgáfur af "sannleikanum" ;-)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Vantar upplýsingar um patrol

Postfrá Freyr » 07.jún 2010, 00:16

Ég átti '95 bíl á 38" MTZ, 5.42 hlutföll. Hann eyddi 14-15 í langkeyrslu og um 18-19 í blönduðum sumarakstri á malbiki og hálendinu. Í snjó tókst mér aldrei að klára tankinn á einum degi (er 95 ltr. ef ég man rétt), fór oft með 60 - 80 ltr. minnir mig.

Vinur minn var á '94 bíl með háþekju á 41" irok, 5.42 hlutföll. hann var í um 17-20 á langkeyrslu en veit ekki aðrar tölur hjá honum.

Freyr


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir