Síða 1 af 1

Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 11.júl 2012, 22:24
frá Alpinus
Góða kvöldið

Allt í einu tekur bíllinn upp á því að missa aflið í miðjum brekkum og þá aðallega á meiri hraða, 90-100km, kemst ekki upp í 4.gír sem var áður ekkert mál. Það er eins hann bara detti hreinlega út og missi allt torkið. Þarf þá að skipta niður í þriðja og lulla upp og á hann þá til að hitna töluvert, svo á leiðinni niður verður allt eðlilegt aftur. Öll keyrsla undir 70-80km er ekkert vandamál.

Hann var hjá BFÓ í dag var allur tekinn í gegn og lesinn (samt kom aldrei check engineljós) en ekkert óeðlileg að sjá, allir skynjarar í toppstandi ásamt síum o.fl. og þeir klóra sér bara í hausnum. Eg finn ekkert fyrir þessu innabæjar en um leið og maður er kominn á siglingu á þjóðvegunum og þarf torkið í 4. og 5. gír, þá dettur hann bara út.

Kannast einhver við svona lagað í sínum bíl?

Kv Hansi

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 11.júl 2012, 23:04
frá jeepson
Björgunarsveitar bíllinn heima er 3.0 og er voðalega afl lítill. Ég veit að björgunarsveitar pattinn á Suðureyri var svona líka. Og það var búið að dæma olíuverkið ónýtt í honum. Þeir í sveitinni á Suðureyri settu brúsa af spíssa hreinsir á hann og hann lagaðist. Mér skyldist að menn á verkstæðinu sem að skoðaði hafi víst fengið vægt sjokk þar sem að þeir voru búnir að dæma olíu verk í nokkrum 3.0 bílum ónýt.

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 11.júl 2012, 23:40
frá vp36
pattin er viðkvæmur fyrir olíu síuni kanski laus slanga eða gat á henni við intercoolerin þá æti að koma svartur reykur
misti úr hjá mer á 70-80 það var olíu sían

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 12.júl 2012, 01:29
frá Einar Kr
Erum einmitt með einn sjálfskiftann sem er með leiðindi í brekkum og þegar þarf að nota aflið eitthvað, yfir hundrað. Hann koðnar niður og missir allann mátt (þann litla sem hann hafði), en ef maður sleppir olíugjöfinni og stígur hann aftur, þá tekur hann við sér alveg þar till hann skiftir sér upp, þá koðnar hann aftur. Búnir að prufa loftflæðiskynjarann og það virðist ekki breyta miklu (en aðeins skárri þó). Það er alltaf sett á hann spíssahreinsir við hver olíuskifti, kemur enginn svartur reykur eða slíkt, virðist ekki hita sig neitt óeðlilega þó. Þeir hjá kraftbílum vildu meina að þetta væri útslátturinn (álagsvörnin) á túrbínunni og eru eitthvað búnir að reyna stilla kvikindið en ekkert skánar.

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 12.júl 2012, 09:04
frá Bóndinn
Góðan dag
Á soggreininni eru spjaldlokar sem eiga það til að bila þannig að þeir lokast við mikin túrbínu þrýsting! Þessa spjald loka þarf að festa opna!! Það er eitthvað vacume sýstem á þessu dóti.

Kv Geiri

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 12.júl 2012, 18:49
frá Alpinus
vp36 wrote:pattin er viðkvæmur fyrir olíu síuni kanski laus slanga eða gat á henni við intercoolerin þá æti að koma svartur reykur
misti úr hjá mer á 70-80 það var olíu sían


Ég lét smyrja hann rétt áður en hann fór að láta svona. Hann hefur aldrei sýnt þessa hegðun þau fjögur ár sem ég hef átt hann. Ég set reglulega spíssahreinsi og skipti regluga um allar síur. Var sían hjá þér laus eða hvað gerðist?

Bóndinn wrote:Góðan dag
Á soggreininni eru spjaldlokar sem eiga það til að bila þannig að þeir lokast við mikin túrbínu þrýsting! Þessa spjald loka þarf að festa opna!! Það er eitthvað vacume sýstem á þessu dóti.

Kv Geiri


Er mikið mál fyrir vana menn að laga þessa spjaldloka? Mér finnst þetta frekar líkleg skýring og þess virði að athuga.

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 12.júl 2012, 21:10
frá halldorrj
Bóndinn wrote:Góðan dag
Á soggreininni eru spjaldlokar sem eiga það til að bila þannig að þeir lokast við mikin túrbínu þrýsting! Þessa spjald loka þarf að festa opna!! Það er eitthvað vacume sýstem á þessu dóti.

Kv Geiri


ertu að tala um spjaldlokann sem er í soggreininni beint undir intercooler ? eða þeim hluta sem boltast á soggreinina, er búinn að vera berjast við þetta leiðinda mál í mínum bíl í langan tíma, sem sagt að hann sé fínn þegar er verið að keyra hann upp en svo þegar er farið að keyra á jöfnum snúning þá koðnar hann, nóg að sleppa olíugjöfinni og gefa aftur, þá er hann góður í smástund, en svona lætur hann reglulega á keyrslu

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 12.júl 2012, 21:55
frá JLS
Væri ekki ráð að athuga áður en út í mikið og kostnaðarsamt vesen er farið að athuga hvort pústið sé í lagi, Það kemur fyrir að þau stíflast þó það sé ekki algengt.

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 12.júl 2012, 23:18
frá AgnarBen
Ég lenti í svipuðu á mínum 2001 bíl og þá var þetta hráolíusían sem var að stríða mér. Það kom reyndar check engine ljós og tölvulestur benti á olíuverkið en þeir hjá FÓ bentu mér á að skipta út síunni fyrst. Það virkaði fínt í smá tíma en svo gerðist þetta aftur stuttu síðar. Ég skoðaði þá síuna MJÖG vel og uppgötvaði pínulitlar flögur í síunni sem komu líklega úr aukatankinum en þetta var nóg til að valda kraftleysi í bílnum. Ég setti þá síu á aukatanklögnina yfir í aðaltankinn og skipti aftur um hráolíusíu og ég varð ekkert var við þetta eftir það. Patrol er afar viðkvæmur fyrir drullu eða aðskotahlutum í hráolíusíunni.

Veit ekkert hvort þetta hjálpar ykkur en sakar ekki að deila og það kostar ykkur ekki krónu að athuga þetta vel áður en farið er út í stórar aðgerðir :)

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 12.júl 2012, 23:41
frá halldorrj
ég setti nýja síu í hann í gær og hann breyttist ekkert, :/

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 13.júl 2012, 09:26
frá Bóndinn
Sælir
Þessir spjaldlokar eru á soggreinini undir intercoolernum. Þeir geta líka fest lokaðir ef það er komið mikið sót og drulla í soggreinina.

Vona að þetta hjálpi.

Kv Geiri

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 13.júl 2012, 12:53
frá halldorrj
takk fyrir þetta, ætla að kíkja á þetta hjá mér, þykir líklegt að þetta sé að hrjá bílinn hjá mér.

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 15.júl 2012, 23:02
frá Alpinus
halldorrj wrote:
Bóndinn wrote:Góðan dag
Á soggreininni eru spjaldlokar sem eiga það til að bila þannig að þeir lokast við mikin túrbínu þrýsting! Þessa spjald loka þarf að festa opna!! Það er eitthvað vacume sýstem á þessu dóti.

Kv Geiri



Hann er alveg eðlilegur í öllum akstri... nema þegar farið er upp langar brekkur: Brattabr, Kambar, Vatnaleið, sem ég er búinn að fara allar nýlega. Þegar komið er upp í miðja brekku ca þá byrjar hann að koðna niður og þó ég sleppi inngjöfinni og reyni aftur breytir það engu. Þar sem kemst vanalega upp í 4gír er nú orðið erfitt í 3gír og þegar toppurinn nálgast byrjar hitamælirinn að stíga og það ansi vel. Svo þegar svo á jafnsléttu er komið byrjar hann að kólna og allt verður eðlilegt aftur.
Ég var uppi á Fjallabaki alla helgina og engin vandamál þar. Stuttar brattar brekkur er ekkert vandamál og hár snúningur á litlum hraða veldur engum vandræðum.
Þessi skýring þin hljómar sennileg og virðist passa við hvernig bíllinn hagar sér þó svo að ég viti ekkert um hvernig þessir hlutir virka.
Veistu hvert ég get farið með bílinn til að sannreyna þessa getgátu þína?
Kv Hansi

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 15.júl 2012, 23:35
frá nicko
Getur verið að EGR ventillinn standi opinn?

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 15.júl 2012, 23:49
frá Alpinus
Ég veit ekki, hvað gerir hann?

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 15.júl 2012, 23:50
frá Alpinus
Vélin er keyrð 215þ og ekki að furða ef allt er orðið sótað og pikkfast:/
Það þyrfti nú sjálfsagt að taka allt í sundur og hreinsa þetta allt saman almennilega. En það myndi nú kosta sitt:/

.

Posted: 16.júl 2012, 22:55
frá Kalli
.

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 30.júl 2012, 20:59
frá Alpinus
Ok, það er ekki búið að finna út úr þessu, bíllinn er enn leiðinlegur í brekkunum en það veldur mér meiri áhyggjum þegar hann hitnar alltaf líka. Ætlaði upp að Hlöðufelli frá Laugarvatni i gær en snéri við í brekkunni, orðinn alveg sjóðheitur.

Ég veit að margt getur valdið því að hann hitni en er einhver með getgátur hvers vegna bara í lengri brekkunum. Það er klárlega tregða einhversstaðar, en bara spurning hvar?


Kv
Hansi

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 30.júl 2012, 21:26
frá olei
Hans, reykir bíllinn eitthvað þegar þetta lætur á sér kræla?

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 30.júl 2012, 22:20
frá Alpinus
Sæll, nei ég hef ekki orðið var við það. Bara krafleysi aflleysi og stígandi hiti.

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 30.júl 2012, 22:34
frá olei
Er búið að skipta um loftflæðiskynjara í þessum bíl?
Þessi lýsing hjá þér er svolítið lík veseni sem ég lenti í með terrano 99, ég las hann með Nissan lesara og skynjarinn í honum sýndi eðlileg gildi í hægagangi og við akstur og það kom ekkert check engine ljós - en hann var samt vandamálið. Ég tók samt ekki eftir því að hitinn á vélinni færi upp þegar hann var að detta út.

Það er spurning hvort að hitinn tengist þessu vandamáli beint. Ef t.d vélina skortir loft á móti olíu þá missir hún vissulega afl og afgashitinn ríkur upp en því fylgir líka vænn svartur reykjarmökkur sem ætti ekki að leyna sér.

Ef olíuskortur er vandamálið þá ætti hann ekki að reykja neitt, en ég sé ekki rökin fyrir því að vélarhitinn ætti að rísa, síður en svo reyndar.

Ef EGR ventillinn stendur opinn er það verst í hægagangi og á lágum snúning og því fylgir reykjarmökkur. Vissulega fylgir því líka almennt kraftleysi en mest á lægri snúning og þegar hann er kaldur.

Ertu síðan viss um að þetta vandamál sé einskorðað við brekkur, hvað með stífan mótvind í háum gír á jafnsléttu - er eðlileg vinnsla í honum við þær aðstæður?

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 31.júl 2012, 17:13
frá íbbi
er búið að eiga eitthvað við olíuverkið?

gamli terranoinn minn gerði akkurat það sama, í endanum á löngum brekkum fór hann að hitna og missa afl. boostmælirinn sýndi samt alltaf sama blástur.

þegar ég var e-h að skoða þetta sýndist mér að afashiti væri að valda þessu. þ.e.a.s í erfiðum brekkum var hitinn orðinn það mikill. einnig ´sá ég á pústgrein og pústi að það var augljóslega gríðalegur hiti í gangi

ef mig misminnir ekki þá er búið að mixa manual boost controler í bílin hjá þér?

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 31.júl 2012, 18:31
frá HaffiTopp
Er þetta ekki hugsanlega "Limp Home Save Mode" eða álíka sem tekur yfir þegar afgashitinn ríkur einhverra hluta svona svakalega upp á vélinni? Bara hugmynd :)

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 31.júl 2012, 18:40
frá Brjótur
Sælir eg tek eftir að þið talið allir um velina, en vitið þið að sjalfskiftingin er með hita-alagsvörn sem lysir ser akkurat svona, þ.e, að hun klippir a aflið þegar hun verður of heit þetta er eg buinn að sanreyna sjalfur. að visu i þungum snjoakstri og a mikið eknum bil, veit samt ekki hvort þetta tengist velarhitnuninni?

kveðja Helgi

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 31.júl 2012, 23:10
frá Alpinus
Áhugaverð pæling þetta með afgasið. Ég hef einu sinni látið skipta um loftflæðisskynjaran og þegar bíllinn var hjá BFÓ fyrir stuttu var hann skoðaður og ekkert að honum. Eins og ég sagði áður þá skildu þeir heldur ekkert í því af hverju hann hitnaði alltaf.

Brjótur; bíllinn er beinskiptur:/

svopni; ég er mjög duglegur að sulla á hann allskonar hreinsiefnum, sem eru sjálfsagt misgóð. Allt í lagi að tékka á þessu Belladd:/

íbbi; ekkert hefur verið átt við olíuverkið. Pústið er hinsvegar orðið ansi ryðgað og ljótt, sem kemur þessu kannski ekki við. Manual boost control er ekki í mínum:/

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 01.aug 2012, 02:16
frá JLS
Ég er nokkuð viss um að pústið sé hálfstíflað hjá þér, já og eða hvarfakúturinn. Prufaðu að losa upp á pústinu framan við kúta og prufaðu, að vél missi afl og hitni bendir mér a.m.k á að athuga þetta. Bilaðir skynjarar orsaka sjaldnast aukinn hita.

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 01.aug 2012, 20:37
frá Alpinus
Sæll Jens, bíllinn fer á verkstæði á morgun (Toppur) og mun ég benda þeim á þetta. Pústið, og flest sem því fylgir, er orðið illa ryðgað og sjálfsagt kominn tími á gera eitthvað í því.


olei wrote:Ertu síðan viss um að þetta vandamál sé einskorðað við brekkur, hvað með stífan mótvind í háum gír á jafnsléttu - er eðlileg vinnsla í honum við þær aðstæður?


...Já, ég hef orðið var við aflleysi í miklum mótvindi á jafnsléttu, þá verða háu gírarnir til vandræða, sem var áður ekki vandamál. Hann virðist hitna minna undir þeim kringumstæðum.

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 12.aug 2012, 11:46
frá JLS
Hvað er að frétta af þessum bíl? var hann kominn í lag?

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 12.aug 2012, 18:42
frá Alpinus
Topp-menn hreinsuðu soggrein, egr og sprautuðu hreinsiefni á allt saman sem átti að vinna á þessu með tímanum. Uppsafnað sót átti að vera skýringin. Var að koma úr 1300km túr um landið og var duglegur að leyfa vélinni að snúast, 3000 plús eða svo, alveg eins og þeir sögðu mér að gera. Mér finnst bíllinn anda betur núna og hann virðist eiga aðeins auðveldara með að klífa langar brekkur, þarf síður að skipta honum niður, slær ekki út eins fljótt og áður, en vill samt hitna ef hann þarf að erfiða mjög mikið ( í brekkum). Semsagt, hefur lagast en vandamálið enn til staðar.
Þau fjögur ár sem ég hef átt bílinn hef ég alltaf keyrt hann í lágum snúningum og leyft honum að vera of mikið í lausagangi sem síðan skýrir kannski líka mikla uppsöfnum sóts. En eftir að ég fór að þenja meira í almennum akstri finn ég að hann er orðinn aðeins sprækari en vanalega sem er a.m.k. merki um að eitthvað hefur hann náð að pústa út drullunni.
Ég ætla svo að hringja í Topp-menn á morgun og segja þeim söguna.

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 02.des 2012, 14:08
frá Refur
Hvernig hefur gengið með vélina hjá þér Alpinus?
Hafa menn farið út í það að blinda þennan EGR búnað, og fundið mun á afli og eyðslu?

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 03.des 2012, 20:55
frá Alpinus
Refur wrote:Hvernig hefur gengið með vélina hjá þér Alpinus?
Hafa menn farið út í það að blinda þennan EGR búnað, og fundið mun á afli og eyðslu?


Vélin hefur gengið ágætlega hjá mér. Þessi sóthreinsum framkvæmd af Toppi hefur gert vélina mun sprækari og er bíllinn mun betri í akstri núna.

Hef heyrt að menn hafi blindað EGR og fundið einhvern mun á afli. Þori samt ekki að fullyrða neitt um það. Vélin versnar örugglega ekki við það.

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 03.des 2012, 23:03
frá stone
Átti nú von á líflegri umræðum vegna þessa einkennilega kraftleysis í brekkum á patrol.

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 03.des 2014, 00:28
frá krissi200
Hvað gerir þessi EGR skinjaei?
Hafa menn verið að blinda þá i 30d patrol?

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 03.des 2014, 08:31
frá jongud
krissi200 wrote:Hvað gerir þessi EGR skinjaei?
Hafa menn verið að blinda þá i 30d patrol?

Þetta er ekki skynjari heldur ventill. (stundum kallað "taðventill")
Skammstöfunin stendur fyrir "Exhaust Gas Recirculation" og þá er smá hluti af pústinu leitt aftur inn í soggreinina, en bara þegar vélin er undir litlu álagi.
Þetta kælir brunan og minnkar mengun. Einnig kemur minna súrefni inn í vélina (af því að pústloftið er súrefnissnautt) og þá er hægt að minnka bensínmagn inn á bensínvélar, og þá eyða þær aðeins minna.
Hins vegar vilja vandræði með sót fylgja þessu, sérstaklega ef vélarnar eru ekki látnar ganga á réttu snúningssviði.

Re: Patrol 3,0 dettur út í brekkum.

Posted: 05.des 2014, 16:27
frá krissi200
Hæhæ og takk fyrir svarið.
Semsagt í stuttumáli, er betra fyrir vél bílsins að loka fyrir þetta?
Fær maður meiri kraft útúr 3l patrol mótor?