Terrano 3.0 dísel, reynslusögur


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Terrano 3.0 dísel, reynslusögur

Postfrá thor_man » 16.jún 2012, 09:53

Hafa einhverjir hérna reynslu af Terrano 3,0 dísil, gjarna í samanburði við Terrano 2,7Tdi sem ég er með og hef hug á að endurnýja. Er vinnslan að ráði betri, eyðslan meiri; ssk. vs. bsk.? Meiri ryðsækni etv.? Er þetta sama vél útboruð? Hef ekki sett mig neitt inn í þetta módel enn sem komið er. Þætti vænt um að fá viðbrögð við þessu.

Kv.
Þ.
Síðast breytt af thor_man þann 16.jún 2012, 12:58, breytt 1 sinni samtals.



User avatar

íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Terrano 3.0, reynslusögur

Postfrá íbbi » 16.jún 2012, 11:08

ég get varla ýmindað mér að hún standi sig betur í þeim en í patrolnum,

3.0l bílarnir eru með patrol afturhásinguna einnig, sem er gott

mér skylst á sumum að sætin í 03+ bílnum séu verri uppá óþægindi í baki og flr

af því sem ég hef skoðað myndi ég álykta þá jafn ryðsækna og aðra terranoa. það er svona bíll í blokkini hjá mér og hann er með sama sílsa og hvalbaks vesen og restin af þeim, en þeir eru jú töluvert yngri þannig að það er eflaust auðveldara að finna órygaðan bíl og gera svo ráðstafanir til að koma í veg fyrir þetta.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Terrano 3.0, reynslusögur

Postfrá thor_man » 16.jún 2012, 13:04

íbbi wrote:ég get varla ýmindað mér að hún standi sig betur í þeim en í patrolnum

Takk fyrir það. Ok, svo það er sama vél og í þeim, Terranoinn hlýtur að vera allnokkuð léttari svo hún ætti að fara léttar með hann.



íbbi wrote:mér skylst á sumum að sætin í 03+ bílnum séu verri uppá óþægindi í baki og flr

Skollans, sætin í '97 árgerðinni eru nefnilega fín, reyndar passar Terrano fjandi vel utan um mig, hef ekki átt annan bíl sem fer betur með mann á ferðum.
Kv.
Þ

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Terrano 3.0 dísel, reynslusögur

Postfrá ellisnorra » 16.jún 2012, 19:07

Það er sama 3.0 vél eins og í patrol, ZD30DDTi. Hún hefur nú ekki reynst vel þar ofaní, en ég veit ekki hvort það hefur verið skipt um mótora í umvörpum í terrano eins og í patrol. Það verður einhver annar að svara því.
http://www.jeppafelgur.is/


Gísli Þór
Innlegg: 93
Skráður: 18.aug 2011, 19:18
Fullt nafn: Gísli Þór Þorkelsson

Re: Terrano 3.0 dísel, reynslusögur

Postfrá Gísli Þór » 16.jún 2012, 20:51

Neibb Terrano 3,0 hefur staðið sig mjög vel eingin vandamál þar enda flestir lítið sem ekkert breyttir og mun léttari en Patrol og það munar sko um það. Bara keyra á það vinnur vel og eiðir skikkanlega.
kv Gísli


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Terrano 3.0 dísel, reynslusögur

Postfrá Þorri » 16.jún 2012, 21:06

Pabbi er búinn að vera á svona 2002 bíl í tæp 3 ár og hann hefur komið mjög vel út. Hann var keyrður 130 þús þegar hann fékk hann og er kominn í 190 þús núna. Mér finnst vera mikill munur á vinnslu milli 2,7 og 3,0 mikið meira tog og mun meiri snerpa þessi 25-30 hestöfl sem er sagt að muni á þeim eru alveg að skila sér. Í patrol á hún að skila ca 170 hestöfl en í terrano ca 150 hestöfl. Með því að taka ekki eins mikið útúr henni og setja hana í mikið léttari bíl þá virðist hún endast. 3,0 bíllinn er bara til sjálfskiptur.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Terrano 3.0 dísel, reynslusögur

Postfrá íbbi » 16.jún 2012, 23:14

160hö í patrol og 154 í terrano
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Terrano 3.0 dísel, reynslusögur

Postfrá thor_man » 17.jún 2012, 00:47

Takk fyrir svörin, frábært. Held ég fari að líta í kringum mig eftir einum svona Terrano 3.0.

Kv.
Þ.
Síðast breytt af thor_man þann 18.jún 2012, 20:05, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Terrano 3.0 dísel, reynslusögur

Postfrá íbbi » 18.jún 2012, 15:56

sendi þér PM
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 5 gestir