Síða 1 af 1
Terrano 2.7 diesel sem að er stundum of viljugur :)
Posted: 27.maí 2012, 10:40
frá Halli72
Sælir,
Ég á 99 árgerð af terrano 2.7 diesel og er að glíma við það vandamál að bíllinn er stundum full viljugur á inngjöfinni og
tekur svona inngjafarköst án þess að ég sé að hamra á inngjöfinni. Þegar að bíllinn fer í þennan ham þá kemur nokkuð
dökt og mikið afgasský fyrir aftan bílinn og svo er hann bara góður þess á milli. Bíllinn birtir alltaf check engine ljósið í mælaborðinu þegar að hann er í þessum köstum. Stundum líða margir dagar á milli þessara
kasta. Er einhver sem að þekkir vandamálið? og hvað sé hægt að gera til að losna við vandamálið.
Kærar þakkir fyrir svörin :)
Re: Terrano 2.7 diesel sem að er stundum of viljugur :)
Posted: 27.maí 2012, 16:12
frá olei
Lýsingin getur passað við að hann sé að fá skvettur af smurolíu inn í brunahólf.
Ef túrbínur leka smurolíu þá skilar hún sér í vissum tilfellum inn á soggrein og getur safnast þar fyrir í polla í botni greinarinnar. Þaðan gusast hún í slumpum inn á simplana, stundum við að aka upp brekkur, bremsa, krappar beygjur, aka í hliðarhalla os. frv. Smurolía er ágætis eldsneyti og ef vél fær skvettu af henni inn á sig þá virkar það eins og þegar gefið er inn og því fylgir reykmökkur. Við svæsin tilfelli - þegar mikið af olíu fer inn á stimpla - þá taka vélar brjálæðisköst og ganga á fullu þó að svissað sé af og þær fái enga diesel olíu. Þess eru dæmi að vélar hafi farið á yfirsnúning og tortímt sér vegna þessa.
Þú gætir kannað hvort að mikið af olíu sé á ferðinni í intercoolernum/soggrein sem væri þá vísbending um að túrbínan sé farin að leka og gæti skýrt þetta vandamál.
Annar möguleiki sem gæti hugsanlega valdið smurolíu í intercooler/soggrein: Í Terrano fer öndunin af ventlalokinu inn á litla olíuskilju (plasthólkur framarlega á vélinni bílstjóramegin festur undir intercoolerbolta), frá henni liggur lögn niður í pönnu og önnur inn á soglögnina að túrbínunni ef ég man rétt. Nissan mælir með því að skiljan sé þrifin upp stöku sinnum.
Hugsanlega er eitthvað annað á ferðinni, t.d er olíugjöfin í þessum bílum stilliviðnám og kannski getur hún bilað þannig að þetta sé útkoman. Mér þykir það samt ólíklegt þar sem bílaframleiðendur keppast við að hanna vélarstýrikerfin þannig að þetta geti ekki gerst.
Re: Terrano 2.7 diesel sem að er stundum of viljugur :)
Posted: 27.maí 2012, 17:32
frá jeepson
Ég og félagi minn vorum einmitt að skipta um túrbínu í pattanum mínum. Hún var farin að leka og svo var einnig farið að leka meðfram pústgreininni. Það fóru hálfir vestfirðirnir á kaf í reyka þegar maður gaf vel í. Reyndar er búið að skrúfa vel uppí verkinu líka. En eftir þessa aðgerð snar minkaði svarti reykurinn og bíllinn vinur auðvitað þrusuvel. Og vann nokkuð vel fyrir. En mér skylst að það þurfi að þrífa þessa öndun svona allavega tvisvar á ári. Mér er sagt að þetta gæti verið orsökin fyrir því að bínan fór að leka. Þannig að ég ætla að þrífa önduni uppúr olíuhreinsir eins og ég gerði við soggreinina og allar lagnirnar þegar við skiptum um bínuna.
Re: Terrano 2.7 diesel sem að er stundum of viljugur :)
Posted: 13.jan 2013, 19:37
frá haffiamp
til gamans... þá geta menn farið inná youtube og leitað eftir "diesel runaway" og séð þetta gerast á hinum ýmsum bílum