Olíugjafarhik..!??
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Olíugjafarhik..!??
Lenti í því í dag að olíugjöfin tók ekki við sér eftir að bíllinn hafði fríhjólað í hægagangi smástund og ég svo ætlað að gefa inn, þá fékkst ekki meir en rúmlega hægagangur í vélina. Lagaðist eftir 2-3 mín. í hægagangi á vegkantinum en endurtók sig nokkru seinna við svipaðar aðstæður. Síur nýlegar, engin hitunarmerki eða neitt annað, bara malbiksakstur undanfarið; bíllinn er Terrano 2,7Tdi. Kannast einhver við svona tilfelli, er einhver membrustýring á gjöfinni sem getur orsakað þetta, eða??
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Olíugjafarhik..!??
Í þessum bíl er rafstýrð olíugjöf. Neðan vid hana er einfaldur on/off rofi sem olíugjöfin sleppir við inngjöf. Athugaðu hvort þessi rofi sé í lagi með því að taka hann úr sambandi (plöggið er ca 15 cm frá) og mæla med ohm mæli. Prufaðu nokkru sinnum og skældu rofann um leið til að fá frekar fram bilun. Að vísu ætti MIL ljósid (check engine) ad kvikna ef tessi bilun væri en annað finnst mér passa í lýsingunni hjà þér. Ef vandamálið ágerist ættiru ad athuga með að skipta um olíugjöf
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Olíugjafarhik..!??
elliofur wrote:Í þessum bíl er rafstýrð olíugjöf. Neðan vid hana er einfaldur on/off rofi sem olíugjöfin sleppir við inngjöf. Athugaðu hvort þessi rofi sé í lagi með því að taka hann úr sambandi (plöggið er ca 15 cm frá) og mæla med ohm mæli. Prufaðu nokkru sinnum og skældu rofann um leið til að fá frekar fram bilun. Að vísu ætti MIL ljósid (check engine) ad kvikna ef tessi bilun væri en annað finnst mér passa í lýsingunni hjà þér. Ef vandamálið ágerist ættiru ad athuga með að skipta um olíugjöf
Takk kærlega fyrir þetta, skoða þetta í fyrramálið.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Olíugjafarhik..!??
Framhald á þessu olíugjafarhiki.. það er tæplega on/off rofinn í ólíugjöfinni sem veldur þessu með hikið því þetta er farið að gerast í akstri og er sem vélin missi afl smá stund en komi inn aftur. Um daginn setti ég hreinsiefni frá Max1 í eldsneytið, fullan tank og kláraði, er hugsanlegt að það sé að hafa einhverjar afleiðingar? Þetta fer að láta á sér bera eftir ca. 10 mín akstur þegar vélin er orðin nokkuð heit.
Re: Olíugjafarhik..!??
thor_man wrote:Framhald á þessu olíugjafarhiki.. það er tæplega on/off rofinn í ólíugjöfinni sem veldur þessu með hikið því þetta er farið að gerast í akstri og er sem vélin missi afl smá stund en komi inn aftur. Um daginn setti ég hreinsiefni frá Max1 í eldsneytið, fullan tank og kláraði, er hugsanlegt að það sé að hafa einhverjar afleiðingar? Þetta fer að láta á sér bera eftir ca. 10 mín akstur þegar vélin er orðin nokkuð heit.
99 bíll hjá mér missti afl við inngjöf í akstri rétt eins og svissað væri af, en kom mjög fljótt inn aftur. Að öðru leyti eðlilegur. Nokkra hríð var þetta minniháttar og kom lítið að sök en ágerðist hægt og rólega. Vandamálið var loftflæðiskynjarinn, ég skipti um hann og þar með hvarf þetta. Það var enginn bilanakóði sem fylgdi þessu, og Nissan tölvan sem ég er með las ekkert óeðlilegt út úr skynjaranum.
Það er að sjálfsögðu ekki þar með sagt að loftflæðiskynjarinn sé vandamálið í þessum bíl hjá þér. Kannski getur þú fengið lánaðan skynjara til að prófa.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Olíugjafarhik..!??
olei wrote:thor_man wrote:Framhald á þessu olíugjafarhiki.. það er tæplega on/off rofinn í ólíugjöfinni sem veldur þessu með hikið því þetta er farið að gerast í akstri og er sem vélin missi afl smá stund en komi inn aftur. Um daginn setti ég hreinsiefni frá Max1 í eldsneytið, fullan tank og kláraði, er hugsanlegt að það sé að hafa einhverjar afleiðingar? Þetta fer að láta á sér bera eftir ca. 10 mín akstur þegar vélin er orðin nokkuð heit.
99 bíll hjá mér missti afl við inngjöf í akstri rétt eins og svissað væri af, en kom mjög fljótt inn aftur. Að öðru leyti eðlilegur. Nokkra hríð var þetta minniháttar og kom lítið að sök en ágerðist hægt og rólega. Vandamálið var loftflæðiskynjarinn, ég skipti um hann og þar með hvarf þetta. Það var enginn bilanakóði sem fylgdi þessu, og Nissan tölvan sem ég er með las ekkert óeðlilegt út úr skynjaranum.
Það er að sjálfsögðu ekki þar með sagt að loftflæðiskynjarinn sé vandamálið í þessum bíl hjá þér. Kannski getur þú fengið lánaðan skynjara til að prófa.
Takk fyrir þetta, lýsing þín kemur nákvæmlega heim og saman við þetta hjá mér. Líklega fæst skynjarinn bara í umboðinu, þekki engan hér í Rvík með svona bíl í skúrnum.
Re: Olíugjafarhik..!??
hef lent í því að bíllinn missi afl og komi aftur inn í báðum bílunum hjá mér (99 diesel)
í öðrum þeirra var það inngjafarrofinn sem var að detta út. en það fylgdi alltaf vélarljós því þegar hann datt út
í hinum þá kom ekki vélarljós, bíllinn byrjaði að missa skyndilega mikið afl og var svoleðis í dáldin tíma og kom inn og út. þetta ágerðist svo og á endanum þá rétt gékk bíllinn en var gjörsamlega aflaus. það reyndist vera fyrsti spíssin, sá sem er með kubbnum.
í öðrum þeirra var það inngjafarrofinn sem var að detta út. en það fylgdi alltaf vélarljós því þegar hann datt út
í hinum þá kom ekki vélarljós, bíllinn byrjaði að missa skyndilega mikið afl og var svoleðis í dáldin tíma og kom inn og út. þetta ágerðist svo og á endanum þá rétt gékk bíllinn en var gjörsamlega aflaus. það reyndist vera fyrsti spíssin, sá sem er með kubbnum.
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
Re: Olíugjafarhik..!??
thor_man wrote:Takk fyrir þetta, lýsing þín kemur nákvæmlega heim og saman við þetta hjá mér. Líklega fæst skynjarinn bara í umboðinu, þekki engan hér í Rvík með svona bíl í skúrnum.
Eigir þú leið austur fyrir fjall er sjálfsagt að lána þér skynjara til að prófa.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Olíugjafarhik..!??
Takk fyrir ábendingar og lánsboð á skynjara; ég verslaði sérlegan loftflæðiskynjaraúða í Stillingu og þrusaði á skynjarann í gærkvöldi, bíllinn hefur verið í lagi í dag og ég tek sénsinn á að rúlla norður yfir heiðar á morgun og þá sýnir sig væntanlega hvort þetta var/er vandamálið. Tékkaði á skynjurum í umboðinu (eini staðurinn sem þetta fæst skilst mér) og ég ætla ekki að hafa verðið á orginal skynjara eftir hérna, en hægt var að fá „aftermarket“ skynjara á rúmar 30k, en þá ótryggt með hvort passi!!
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Olíugjafarhik..!??
Já, rúllaði norður í Hrútafjörðinn.. allt gekk vel að Borgarnesi, þá hrökk hann í ca. max 1400 sn/min/55-60 km á jafnsléttu, og hélt ég áfram á þrjóskunni um stund. Hugkvæmdist þá að hreinsa loftflæðiskynjarann á ný enda var það frekar skömm skírn síðast vegna hellidembu. Nú, en allt gekk að óskum norðuryfir eftir það, en í dag á leiðinni suður hreinsaði ég skynjarann í þrígang til að komast á leiðarenda, gekk vel í 30-45 mín eftir hverja hreinsun. Sem sagt - nú vantar mig loftflæðiskynjara - á einhver svoleiðið og vill selja??
Re: Olíugjafarhik..!??
Hvaða skynjari er í þessum bíl, Bosch eða Hitachi?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Olíugjafarhik..!??
Það er Hitachi.
Re: Olíugjafarhik..!??
Ég er alltaf á leiðinni að panta svona skynjara. Hef ekki komið því í verk ennþá, en er búinn að finna skynjara á skikkanlegu verði sem eru sagðir original, beint frá Japan.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Olíugjafarhik..!??
olei wrote:Ég er alltaf á leiðinni að panta svona skynjara. Hef ekki komið því í verk ennþá, en er búinn að finna skynjara á skikkanlegu verði sem eru sagðir original, beint frá Japan.
Hvað yrði verðið á þeim hingað komið? Verst er að ég er alveg lens ef ég fær ekki nothæfan skynjara fljótlega. Er einhver reynsla af þessum „Aftermarket“ skynjurum frá umboðinu, þekkirðu til þess?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Olíugjafarhik..!??
Jæja, það fannst skynjari hjá Japönskum vélum sem passaði, annar skynjari nýr var einnig í boði en þorði ekki að sleppa þeim notaða ef sá nýi væri af 5 pinna gerðinni. Vonandi er vandamálið þar með úr sögunni. Takk fyrir allar ábendingarnar, þær hafa skýrt mikið.
Þ.
Þ.
Re: Olíugjafarhik..!??
er þetta að gerast þegar þú ert að keyra við jafna gjöf og hann missir þá afl og þú getur slegið af og hann skánar þá í smástund ?? er að berjast við þessa bilun í mínum patrol 3.0L
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Olíugjafarhik..!??
halldorrj wrote:er þetta að gerast þegar þú ert að keyra við jafna gjöf og hann missir þá afl og þú getur slegið af og hann skánar þá í smástund ?? er að berjast við þessa bilun í mínum patrol 3.0L
Já, svona nokkurn vegin þannig. Þó var það oftar að hann kom ekki inn við að létta á gjöfinni heldur eftir nokkrar mínútur eða ef ég hreinsaði skynjarann með hreinsiúða. Hefur ekki sýnt neina takta eftir að ég fékk annan skynjara. Bílhlutir í gamla Vökuportinu uppi á Ártúnshöfða eru með nýja skynjara á skaplegu verði, reyndar passaði sá ekki í minn bíl en hann var líka með skynjara fyrir Patrol.
Re: Olíugjafarhik..!??
okey ég er með nýjan aftermarket skynjara í mínum úr IH, spurning að prófa annan
Re: Olíugjafarhik..!??
Kistufell hefur átt skynjara í Nissan, ef minnið svíkur mig ekki fékk ég þar einu sinni sama merki og var orginal í bílnum. Þó ekki í nissan kassa.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Olíugjafarhik..!??
haffij wrote:Kistufell hefur átt skynjara í Nissan, ef minnið svíkur mig ekki fékk ég þar einu sinni sama merki og var orginal í bílnum. Þó ekki í nissan kassa.
Kistufell já, ekki kom mér í hug að athuga þá, fékk notaðan orginal skynjara hjá Japönskum vélum, hann virkar.
Re: Olíugjafarhik..!??
halldorrj wrote:er þetta að gerast þegar þú ert að keyra við jafna gjöf og hann missir þá afl og þú getur slegið af og hann skánar þá í smástund ?? er að berjast við þessa bilun í mínum patrol 3.0L
Þú ert örugglega búinn að ath eldsneytissíuna mjög vel hjá þér er það ekki ? Patrolinn er MJÖG viðkvæmur fyrir skít eða ögnum í síunni og stundum þarf ekki mikið til.
Ég lenti í því að Patrol-inn minn var ítrekað að missa afl á ferð og það kom vélarljós, tölvulestur benti á olíuverk en eftir að hafa skoðað síuna vel fann ég pínulitlar agnir í síunni úr aukatankinum sem voru að valda þessu. Sía á lögnina á milli auka/aðaltanks redduðu málinu ....
Bara ábending !
Re: Olíugjafarhik..!??
ég setti nýja síu í hann þegar ég tók hann aftur í notkun, var reyndar búinn að standa í nokkra mánuði, gæti komið drulla úr tanknum þá og "skemmt" nýju síuna
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir