Sælir og til hamingju með nýja spjallið.
Ég er að velta fyrir mér að fá mér lítinn jeppa fyrir sumarið og hef augastað á Terrano II diesel árg 2000. Hvað er raunhæft að
búast við að hann eyði óbreyttur og sjálfskiptur í öllum venjulegum akstri - langakstri annars vegar og snatti hins vegar?
Er eitthvað sem þarf að varast varðandi þessa bíla?
Kveðjur bestar,
Árni Hrólfur
Terrano II eyðsla
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2
- Skráður: 01.feb 2010, 18:13
- Fullt nafn: Árni H Helgason
-
- Innlegg: 270
- Skráður: 31.jan 2010, 15:47
- Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
- Staðsetning: Skagaströnd
- Hafa samband:
Re: Terrano II eyðsla
Sæll, mig minnir að uppgefin eyðsla sé 11-12L á 100km miðað við blandaðan akstur og það er bara nokkuð nærri lagi, hef náð mínum (frúarbíllinn) niður fyrir 10 en hann 33“ breyttur. Ef þetta er 2.7 vélin þá er nú ekki margt sem þarf að varast þar nema að fylgjast með vatnsdælunni, þær eiga það til að fara, ég skipti um í 158.000 og er það tiltölulega lítið mál. Hef ekki lent í öðru stórvægilegu, og þó það fór alternator tæpleg ári eftir að hann var keyptur. Annað hefur það ekki verði fyrir utan eðlilegt viðhald eins og bremsuklossa og þessháttar. Ágætis fjölskyldubílar á oft góðu verði miðað við marga aðra jeppa. Eitt að lokum það hefur komið fyrir að mælaborðin í þeim bila, það er skjár fyrir klukku, kílómetramæli og svoleiðis í miðju borðinu og þá detta stafirnir út og koma svo stundum inn aftur. Lausnin fyrir kreppu var að skipta um mælaborðið (mælahlutann) en það kostar örugglega í dag einhvern helling. Þegar þetta gerðist hjá mér þá tók ég þetta bara úr sjálfur og lóðaði upp pinnana sem koma úr skjánum og í mælaplötuna sjálfa og hefur þetta verið í lagi síðan. Það virðist vera að lóðningarnar gefi sig með tímanum út af titringi og þá fer þetta að láta svona.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2
- Skráður: 01.feb 2010, 18:13
- Fullt nafn: Árni H Helgason
Re: Terrano II eyðsla
Takk fyrir svörin - þetta virðist ekki sem verstur kostur sem alhliða fjölskyldubíll.
Kv,
Árni Hrólfur
Kv,
Árni Hrólfur
-
- Innlegg: 127
- Skráður: 01.feb 2010, 23:03
- Fullt nafn: Sigurgeir Valgeirsson
- Bíltegund: Trooper 35"
Re: Terrano II eyðsla
Ég er með terrano 99árg 33"sjálfskiptan, disel og hef ekki séð eyðsluna fara undir 12til 13 utanbæjar og í kringum 16 innanbæjar.
-
- Innlegg: 270
- Skráður: 31.jan 2010, 15:47
- Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
- Staðsetning: Skagaströnd
- Hafa samband:
Re: Terrano II eyðsla
Það getur alveg verið enda er þetta uppgefin eyðsla sem ég nefndi, ég hef aðeins einu sinni mælt minn og það var í langkeyrslu,
en þetta er nú ekki svo slæmt á bíl sem vegur um tvö tonn. Þetta eru örugglega ekki eyðslugrennstu díseljepparnir en betri en bensínbílar.
en þetta er nú ekki svo slæmt á bíl sem vegur um tvö tonn. Þetta eru örugglega ekki eyðslugrennstu díseljepparnir en betri en bensínbílar.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
Re: Terrano II eyðsla
minn er að eyða ca 13-14L í langkeyrslu á 33" þegar ég var með hann á 31" þá náði ég honum niður í 10,5L
En innanbæjar er hann í ca 15-16L, minn er sjálfskiptur 2,7disel
En innanbæjar er hann í ca 15-16L, minn er sjálfskiptur 2,7disel
Re: Terrano II eyðsla
Ég er með '99 Terrano II 2,7.diesel á grófum 33" dekkjum bsk, hann er að eyða ca.13.L innanbæjar
Nissan Terrano II '99 33"
BMW 325is '94
BMW 325is '94
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Terrano II eyðsla
ofursuzuki wrote:Þetta eru örugglega ekki eyðslugrennstu díseljepparnir en betri en bensínbílar.
Skammastu þín ! ! ! ! :) Það er ekkert betra en bensín. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Terrano II eyðsla
Ég átti 33 tommu breyttan sjálfskiptann dísel terrano árgerð 98. Hann eyddi um 13 á hundraðið innanbæjar og ekki mikið minna utanbæjar
-
- Innlegg: 270
- Skráður: 31.jan 2010, 15:47
- Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
- Staðsetning: Skagaströnd
- Hafa samband:
Re: Terrano II eyðsla
Stebbi wrote:ofursuzuki wrote:Þetta eru örugglega ekki eyðslugrennstu díseljepparnir en betri en bensínbílar.
Skammastu þín ! ! ! ! :) Það er ekkert betra en bensín. :)
Ég á líka bensínbíl og hann eyðir örugglega 16l innanbæjar en ég er samt ekki að rella neitt yfir því, þetta er bara svona. :-)
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
Re: Terrano II eyðsla
mér fannst nú 13 á hundraðið bara fín eyðsla. Annars er ég núna á 38 tommu pajero beinskiptum sem eyðir svipað í innanbæjarkeyrslu og mun minna í utanbæjarkeyrslu
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur