Sælir. Nýlega skipti ég um neðri lömina í stærri afturhleranum og reyndi að festa hana aftur á nákvæmlega sama stað og sú gamla var. Fæ ekki betur séð en hurðin falli eðlilega að dyrakarminum. Á ferð um grófan slóða um helgina tók hurðarljósið að kvikna í mælaborðinu og þá hafði minni afturhlerinn hrokkið upp. Þetta hefur aldrei gerst áður og stendur örugglega í sambandi við skiptin á löminni. Kannast einhver við svona vandræði og hvað er til ráða?
Kveðja
Þorgeir
Nissan Patrol: Afturhlerar opnast
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir