Jæja, kæru spjallverjar, snillingar og viskufullir jeppaáhugamenn/konur.
Mér stendur til boða nissan terrano 2.
árgerð 2000 disel.
óbreyttur að mér skilst.
Mig langar helst að fræðast um hvaða kostir og gallar fylgja þessum bílum og hvað þarf helst að passa sig á
ef maður aulast til að fá sér svona eðal kerru.
Endilega hellið úr viskubrunnum ykkar og reynið að fræða einfaldan Land Rover öfgatrúamann um svona nýtýsku jeppling.
Kv. Jóhann Snær
Terrano II ? hvernig eru þeir að koma út?
-
- Innlegg: 116
- Skráður: 07.feb 2011, 18:05
- Fullt nafn: Hilmar Örn Smárason
- Bíltegund: 44" 4Runner
- Staðsetning: Kópavogur
Re: Terrano II ? hvernig eru þeir að koma út?
Sæll Jói.
Ég þekki þessa bíla ekkert en hef þó setið í svona bíl og fannst það alveg glatað, mjög þröngir og aftursætin eru mjög illa hönnuð, þeir sem sitja við hurð aftur í (ekki í miðjunni) eru með eitthvað plastdrasl upp í lærið eða afturendan.
Ég þekki þessa bíla ekkert en hef þó setið í svona bíl og fannst það alveg glatað, mjög þröngir og aftursætin eru mjög illa hönnuð, þeir sem sitja við hurð aftur í (ekki í miðjunni) eru með eitthvað plastdrasl upp í lærið eða afturendan.
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Terrano II ? hvernig eru þeir að koma út?
Mér hefur fundist þessir bílar einna helst vera ansi hráir að innan. En þeir sem að ég þekki og eiga svona bíla láta vel af þeim.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Re: Terrano II ? hvernig eru þeir að koma út?
Átti svona bensín bíl gekk eins og klukka fínn í rekstri og eina viðhaldið hjá mér voru viftureimaskipti ca 2svar á ári.
-
- Innlegg: 63
- Skráður: 13.okt 2011, 21:07
- Fullt nafn: Játvarður Jökull Atlason
- Bíltegund: Pajero
- Staðsetning: Reykhólar
Re: Terrano II ? hvernig eru þeir að koma út?
Þessi bíll er fínn á malbikið. gángverkið í þessum bílum er mjög gott kraftmikill á miðavið stærð og frekar eiðslugrannur en framhjólabúnaðurinn á þessu er algjört drasl endalaust vesen á spindlum og stýrisendum ef maður vogar sér út á malarvegi oftar en tvisvar á ári og þá er ég að tala um óbreitta bíla. aftari gúmíin á neðri stífunum að framan eru yfirleitt altaf ónýt og þau skemma út frá sér þegar þau eru farin, stýris upphengjan er allavegana einni stærð of lítil.
Subaru Legacy GX 2.5 MY 2000 195/65R15
Mitsubishi Pajero 3.5 MY 1999 35/12.5R15
Mitsubishi Pajero 3.5 MY 1999 35/12.5R15
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Terrano II ? hvernig eru þeir að koma út?
Jebb, æðislegur mótor, fínn gírkassi en sjálfskiptingarnar hafa verið að fara í þeim, veit þó ekki hvort það er meira en á sambærilegum bílum. Afturhásingin er ágæt en allt að framan er rusl eins og áður hefur komið.
Einnig eru þeir mjög ryðsæknir mjög víða, ekki bara sílsum og brettum heldur líka hvalbak og hingað og þangað, alveg með ólíkindum.
Ef hann er ekki ryðgaður í drasl og er alveg óbreyttur þá er þetta þess virði að skoða, en það er mun meira viðhald á þeim breyttu og oft skrúfaðir upp að framan sem gefur litla fjöðrun.
Einnig eru þeir mjög ryðsæknir mjög víða, ekki bara sílsum og brettum heldur líka hvalbak og hingað og þangað, alveg með ólíkindum.
Ef hann er ekki ryðgaður í drasl og er alveg óbreyttur þá er þetta þess virði að skoða, en það er mun meira viðhald á þeim breyttu og oft skrúfaðir upp að framan sem gefur litla fjöðrun.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Terrano II ? hvernig eru þeir að koma út?
Átti óbreyttan '97 2.7Tdi og beinskiptan, ágætis bíll en dáldið hávær og vindgnauð við framhurðir, frekar pirrandi. En heilt yfir ágætur. Þessi módel '97-'99 eru, hef ég heyrt, mun betri að innan en seinni árgerðir, framsætin t.d. mun betri og ekki bar á neinu í kringum framstykkið, held það fari mest eftir hvað lagt er á þá og hvernig. - ,,og innfelldi glasa-/dósahaldarinn ofan við útvarpið er alveg eðal, sá mikið eftir því dæmi;)
Síðast breytt af thor_man þann 10.nóv 2013, 14:31, breytt 1 sinni samtals.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 483
- Skráður: 03.feb 2010, 16:03
- Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson
Re: Terrano II ? hvernig eru þeir að koma út?
sko ykkur strákar, þið erup klárlega mestu viskubrunnarnir, og ég þakka fyrir greinagóðar og flottar lýsingar.
Ég held þá, miðað við ykkar svör er svona fákur ekki fyrir mig þar sem ég er agalegur böðull og keyri mikið á malavegum
og ósléttum hér í sveitinni.
En enn og aftur, þakka svörin :)
Ég held þá, miðað við ykkar svör er svona fákur ekki fyrir mig þar sem ég er agalegur böðull og keyri mikið á malavegum
og ósléttum hér í sveitinni.
En enn og aftur, þakka svörin :)
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur
Re: Terrano II ? hvernig eru þeir að koma út?
það hafa verið 3 svona í minni fjölskyldu, allir diesel, tveir sjálfskiptir og einn beinskiptur,
annar sjálfskiptu var á 33" og búið að skrúfa vel upp í honum afllega séð. hinir voru óbreyttir.
þann beinskipta keyptum við 2006-2007 þá ekinn 170 og seldum hann núna í sumar kominn yfir 300,
þessir bílar hafa reynst mér og okkur gríðarvel, en eru ekki gallalausir, langstæðsti gallinn er að mínu mati boddýið. það ryðgar eins og fáir bílar sem ég hef kynnst, við skiptum um báða sílsana í rauða beinbskipta hjá okkur, bættum vel í gólfið og hvalbak, og annað inna brettið var við það að fara í sundur þegar við létum hann, einnig voru þeir allir farnir í gegn og samskeytunum undir afturbrettunum undir stuðaranum.
það hefur verið töluvert vesen með ljósin á þeim, það er module(pungur) fyrir dagjósin skrúfaður inn í brettið innan við geymirinn farþega meginn sem endar oftar en ekki í vatnsaustri alla daga og endar á að fara leiða allur saman,
lúmið í afturljósin er alveg berskjaldað og á veturnar pakka þeir snjó inn í afturstuðarann og þá detta oft út afturljósin og mælaborðsljósin, á beinskipta bílnum þurfti yfirleitt að taka þetta í gegn á hverjum vetri.
á beinskipta bílnum steig ég einu sinni kúplingspedalann í gólfið bókstaflega, og lá hann þar á eftir, eftir það komst ég af því að bracketin sem halda þeim eiga það til að gefa sig,
framhjólasystemið á þeim er veikt, í tveimur bílunum hjá okkur þá þurftum við að endurnýja millistöngina ásamt endum og öllu tilheyrandi, við fengum stöng frá stáli og stönsum og pössuðum okkur að kaupa enda með smurkoppum og smurðum reglulega í. eftir það þá var ekki vesen á framfjöðrun í 100þús km (bókstaflega)
það þarf að passa að skipta um klossa í þeim áður en þeir klárast. því þegar þeir klárast þá á hann það til að spíta þeim úr og þá geturu lent í því að stimpilinn gangi beint í diskinn með tilheyrandi látum auk þess sem þú tæmir bremsuvökvan af kerfinu. í breytta bílnum hjá mér náði klossin einhvernveginn að festast á milli og bíllinn byrjaði að draga annað framhjólið á ferð og braut diskinn og skemmdi aðeins út frá sér.
við þurftum að skipta um vatnsdælur í þeim öllum.
í einum fór spíssi, og þegar ég verslaði annan skyldist mér að akkurat sá spíssi (sá sem er með kubbinn fyrir hina) eigi það til að fara.
á þeim bílum sem ég hef átt og prufað þá hefur mér fundist mun öruggara að taka óbreyttan bíl, bæði er mjög algengt að það sé allt búið undir breyttu bílunum að framan, auk þess sem að þeir eru skelfilega ryðgaðir eftir úrklippuna margir, en það er klippt aðeins úr við hvalbak í 33" breytinguni og orsökin af því er að hurðastafurinn er oft hreinlega ónýtur, þetta má oft sjá á bilinu á hurðini í gluggastafnum að framan, þá er eins og hurðinn virðist aðeins skökk,
einnig eru margir af 33" breyttu bílunum með stigbrettin soðin við sílsana og ég hef séð fleyri en eitt dæmi um að ryð út frá breytingavinnuni sé eina ryðið sem hrjáir bíllinn, þannig var minn,
vélin í þeim er alveg frábær. með þeim betri sem ég haft í jeppa. eyðir afar littlu og skilar sínu vel.
við höfum mikið álit á þessum bílum eftir okkar reynslu af þeim, ef það væri ekki fyrir þetta ryðvesen sem ég er orðinn nett þreyttur á þá væru ennþá svona bílar í fjölskylduni. þóég horfi alltaf dáldið hýru auga til yngstu árgerðana af 3.0l bílunum
annar sjálfskiptu var á 33" og búið að skrúfa vel upp í honum afllega séð. hinir voru óbreyttir.
þann beinskipta keyptum við 2006-2007 þá ekinn 170 og seldum hann núna í sumar kominn yfir 300,
þessir bílar hafa reynst mér og okkur gríðarvel, en eru ekki gallalausir, langstæðsti gallinn er að mínu mati boddýið. það ryðgar eins og fáir bílar sem ég hef kynnst, við skiptum um báða sílsana í rauða beinbskipta hjá okkur, bættum vel í gólfið og hvalbak, og annað inna brettið var við það að fara í sundur þegar við létum hann, einnig voru þeir allir farnir í gegn og samskeytunum undir afturbrettunum undir stuðaranum.
það hefur verið töluvert vesen með ljósin á þeim, það er module(pungur) fyrir dagjósin skrúfaður inn í brettið innan við geymirinn farþega meginn sem endar oftar en ekki í vatnsaustri alla daga og endar á að fara leiða allur saman,
lúmið í afturljósin er alveg berskjaldað og á veturnar pakka þeir snjó inn í afturstuðarann og þá detta oft út afturljósin og mælaborðsljósin, á beinskipta bílnum þurfti yfirleitt að taka þetta í gegn á hverjum vetri.
á beinskipta bílnum steig ég einu sinni kúplingspedalann í gólfið bókstaflega, og lá hann þar á eftir, eftir það komst ég af því að bracketin sem halda þeim eiga það til að gefa sig,
framhjólasystemið á þeim er veikt, í tveimur bílunum hjá okkur þá þurftum við að endurnýja millistöngina ásamt endum og öllu tilheyrandi, við fengum stöng frá stáli og stönsum og pössuðum okkur að kaupa enda með smurkoppum og smurðum reglulega í. eftir það þá var ekki vesen á framfjöðrun í 100þús km (bókstaflega)
það þarf að passa að skipta um klossa í þeim áður en þeir klárast. því þegar þeir klárast þá á hann það til að spíta þeim úr og þá geturu lent í því að stimpilinn gangi beint í diskinn með tilheyrandi látum auk þess sem þú tæmir bremsuvökvan af kerfinu. í breytta bílnum hjá mér náði klossin einhvernveginn að festast á milli og bíllinn byrjaði að draga annað framhjólið á ferð og braut diskinn og skemmdi aðeins út frá sér.
við þurftum að skipta um vatnsdælur í þeim öllum.
í einum fór spíssi, og þegar ég verslaði annan skyldist mér að akkurat sá spíssi (sá sem er með kubbinn fyrir hina) eigi það til að fara.
á þeim bílum sem ég hef átt og prufað þá hefur mér fundist mun öruggara að taka óbreyttan bíl, bæði er mjög algengt að það sé allt búið undir breyttu bílunum að framan, auk þess sem að þeir eru skelfilega ryðgaðir eftir úrklippuna margir, en það er klippt aðeins úr við hvalbak í 33" breytinguni og orsökin af því er að hurðastafurinn er oft hreinlega ónýtur, þetta má oft sjá á bilinu á hurðini í gluggastafnum að framan, þá er eins og hurðinn virðist aðeins skökk,
einnig eru margir af 33" breyttu bílunum með stigbrettin soðin við sílsana og ég hef séð fleyri en eitt dæmi um að ryð út frá breytingavinnuni sé eina ryðið sem hrjáir bíllinn, þannig var minn,
vélin í þeim er alveg frábær. með þeim betri sem ég haft í jeppa. eyðir afar littlu og skilar sínu vel.
við höfum mikið álit á þessum bílum eftir okkar reynslu af þeim, ef það væri ekki fyrir þetta ryðvesen sem ég er orðinn nett þreyttur á þá væru ennþá svona bílar í fjölskylduni. þóég horfi alltaf dáldið hýru auga til yngstu árgerðana af 3.0l bílunum
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 06.jan 2013, 18:03
- Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
- Bíltegund: Dodge Ram 1500
- Hafa samband:
Re: Terrano II ? hvernig eru þeir að koma út?
ég á einn svona, ekinn 484.000km og enn gengur hann eins og klukka og hefur ýmsu gumsi verið hellt á hann gegnum tíðina og alltaf gengur hann ef að maður passar að skipta um hráolíusíu reglulega :')
mest böggandi er vandamál með jafnvægis-stangarenda en þeir eru toppþungir og slíta þessum endum mjög hratt... og kúplingspedalabracketið er það slitið að kúplingin slítur illa, þó virðist virka að toga pedalann aðeins upp með tánni og þá slítur hann...
bremsuklossaveseninu fékk ég að kynnast... skyndilega var bíllinn alveg bremsulaus að framan.... óþægileg tilfinning svo að ekki sé meira sagt... bar ekkert á því, en diskarnir hafa sennilega verið það þunnir að klossarnir sluppu á milli...
á von á því að fara að rífa greyið fljótlega þar sem að það var gengið á hann og fleiri bíla þar sem að hann stóð...
mest böggandi er vandamál með jafnvægis-stangarenda en þeir eru toppþungir og slíta þessum endum mjög hratt... og kúplingspedalabracketið er það slitið að kúplingin slítur illa, þó virðist virka að toga pedalann aðeins upp með tánni og þá slítur hann...
bremsuklossaveseninu fékk ég að kynnast... skyndilega var bíllinn alveg bremsulaus að framan.... óþægileg tilfinning svo að ekki sé meira sagt... bar ekkert á því, en diskarnir hafa sennilega verið það þunnir að klossarnir sluppu á milli...
á von á því að fara að rífa greyið fljótlega þar sem að það var gengið á hann og fleiri bíla þar sem að hann stóð...
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur