Sælir
Ég á í vandræðum með mikið olíusmit/leka í gegnum vélaröndun frá ventlaloki á 2.8 Patrol.
Þetta lýsir sér þannig að það er mikið olíusmit út fyrir framan túrbínu eða þar sem loftinntakið kemur á túrbínuna. Þegar loftintakið er tekið frá túrbínunni og skoðað þá er það all löðrandi í olíu alveg upp að þar sem öndunin tengist inn á hana og svo er öll lögning fyrir öndunina löðrandi af olíu líka, af þessum sökum tel ég víst að þetta komi frá önduninni en ekki frá túrbínunni enda er ekki olía inn í henni og ekki óeðlilegt slag í henni. (Ég hef líka grun um að bílinn reyki óeðlilega mikið af sömu ástæðu þar sem einhver hluti af smurolíunni hlýtur að komast alla leið inn í túrbínu og þar af leiðandi inn á mótor)
Hver getur verið orsökin fyrir þessu og hvernig er hægt að stoppa þetta?
Það er einhverskonar snúður/gildra ofan á ventlalokinu aftast sem mér dettur í hug að eigi að hindra olíuna í að komast lengra, ég er búinn að taka hann af og hreinsa en sé ekkert að honum nema ef það er óeðlilegt að vatn renni hindrunarlaust í gegnum hann þegar maður setur hann undir vatnskranann?
Ég hef líka leitað svolítið eftir þessu á félaga Google og virðist helst að Ástralinn kannist við þetta og setji þá olíudós/gildru sem tekur þessa olíu. Þeir selja svona kit þar en mér hefur ekki tekist að finna svoleiðis hér, kannast einhver við svoleiðis?
Kv.
Doddi
Olíusmit í gegnum vélaröndun á 2.8
Re: Olíusmit í gegnum vélaröndun á 2.8
Þetta er gildran ofan á ventlalokinu sem er að stríða í henni er ventill sem á að loka við ákveðið sog (loki) þegar túrbínan fer að soga þá á lokinn að loka ef það gerist ekki þá gerist þetta sem þú ert að lenda í. Þú getur prófað að leggja lokann í olíuhreinsi og sjá hvort það liðkist um og prufa svo að setja loftþrýsting onná til að liðka hann af stað aftur, annars er bara að kaupa nýjann :)
kv Gísli
kv Gísli
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 194
- Skráður: 14.jún 2012, 21:59
- Fullt nafn: Þórður Már Björnsson
- Bíltegund: Jepp Cherokee 91 4,0
- Staðsetning: Rvk
Re: Olíusmit í gegnum vélaröndun á 2.8
Takk fyrir svarið Gísli
Við fundum gamalt rakaglass (olíu gildru) fyrir loftkerfi í skúrnum hjá okkur í dag sem ég græjaði í bílinn, kemur þá væntanlega í ljós fljót hvort þetta kemur ekki örugglega í gegnum öndunina. Ef svo er þá prufa ég að skipta um snúðinn/gildruna og sjá hvort vandamálið sé þar með úr sögunni.
Er þetta þekkt vandamál í þessum bílum?
Við fundum gamalt rakaglass (olíu gildru) fyrir loftkerfi í skúrnum hjá okkur í dag sem ég græjaði í bílinn, kemur þá væntanlega í ljós fljót hvort þetta kemur ekki örugglega í gegnum öndunina. Ef svo er þá prufa ég að skipta um snúðinn/gildruna og sjá hvort vandamálið sé þar með úr sögunni.
Er þetta þekkt vandamál í þessum bílum?
-
- Innlegg: 33
- Skráður: 12.mar 2013, 17:51
- Fullt nafn: Birgir Gunnlaugsson
- Bíltegund: Patrol Y60
Re: Olíusmit í gegnum vélaröndun á 2.8
Er einmitt í vandræðum með þetta í mínum patrol tekur olíu inná túrbínu og fyllir intercoolerinn af olíu sem er ekki alveg nógu gott. Ég ætla að taka þetta og hreinsa í vikunni og sjá hvort þetta lagist, hringdi í BL í dag og þetta kostar um 18 þús nýtt úr umboði sem er geðveiki vonandi nær maður að sansa þetta með að þrífa draslið.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir