Fyrirspurn varðandi Pajero (loftpúðar)

User avatar

Höfundur þráðar
Forsetinn
Innlegg: 126
Skráður: 13.nóv 2011, 00:43
Fullt nafn: Halldór Eggertsson

Fyrirspurn varðandi Pajero (loftpúðar)

Postfrá Forsetinn » 01.mar 2012, 00:02

Langaði að forvitnast hvort að menn viti eitthvað um þessa bíla sem komu með loftpúða að aftan.... er að fara skoða 2006 bíl með svona fjöðrun. Og þekki þessa bíla takmarkað.

Hefur þetta verið til friðs? Eða er þetta til vandræða?

kv. Halldór
Síðast breytt af Forsetinn þann 01.mar 2012, 16:05, breytt 1 sinni samtals.


Land Cruiser Rj-73 Black Edition 38" aka Forsetinn

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Fyrirspurn varðandi Pajero (loftpúðar)

Postfrá HaffiTopp » 01.mar 2012, 09:11

Sem komu með hvaða fjöðrun,,, loftpúða að aftan?? Aldrei heyrt af þessum bílum orginal með loftpúðafjöðrun. Bara með sjálfstæða gormafjöðrun allann hringinn eftir 2000.
Kv. Haffi

User avatar

Höfundur þráðar
Forsetinn
Innlegg: 126
Skráður: 13.nóv 2011, 00:43
Fullt nafn: Halldór Eggertsson

Re: Fyrirspurn varðandi Pajero (loftpúðar)

Postfrá Forsetinn » 01.mar 2012, 16:04

Þetta var bara bull í skráningunni, var engin loftpúðafjöðrun.....
Land Cruiser Rj-73 Black Edition 38" aka Forsetinn

User avatar

arnijr
Innlegg: 86
Skráður: 06.apr 2010, 23:46
Fullt nafn: Árni Júlíus Rögnvaldsson
Bíltegund: Mitsubishi Pajero

Re: Fyrirspurn varðandi Pajero (loftpúðar)

Postfrá arnijr » 01.mar 2012, 16:58

Ég hef séð loftpúða inn í gormunum á eldri svona bílum, einn af gömlu bílunum hans pabba var með svoleiðis. Held það hafi bara verið til að stífa hann upp ef hann var lestaður, en þeir láku held ég þegar pabbi fékk hann og hann lagaði þá aldrei svo ég veit ekki hvernig það virkaði þegar þeir voru í lagi. Á þeim bíl voru svo bara ventlar annaðhvort undir stuðaranum eða í honum, einn fyrir hvorn púða.
1998 Mitsubishi Pajero GLS 2.8TDI


Til baka á “Mitsubishi”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 19 gestir